Alcoa sendir fólk utan í nám Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. maí 2021 07:00 Ásgrímur Sigurðsson. Vísir/Aðsent „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um það með hvaða hætti íslensk fyrirtæki eru að bregðast við þegar sérþekkingu vantar á Íslandi í störf sem hér er verið að byggja upp til framtíðar. Þjálfa og mennta starfsfólk Að sögn Ásgríms starfa um 550 starfsmenn hjá Alcoa. Af þessum hópi eru 32 tækni- og verkfræðingar og um sjö iðnfræðingar. Þá starfa um 250 verktakar fyrir Alcoa sem sinna ýmsum störfum. „Erlendis er „reliability engineering“ sérstök námsbraut sem hægt fara á. Námið snýr að því að einstaklingar fá hæfni til þess að reka búnað á eins hagkvæman hátt og hægt er og einnig að tryggja lífaldur véla,“ segir Ásgrímur og bætir við: „Það er mín tilfinning að fyrirtæki, sérstaklega í stóriðju og raforkugeiranum, horfi sífellt meira til þess að laða einstaklinga með þessa menntun til sín. Ástæðan er einfaldlega sú að stór hluti af stýranlegum rekstrarkostnaði þessa fyrirtækja er viðhaldskostnaður.“ Til að bregðast við skorti á fólki með þessa menntun, hefur Fjarðarál verið að senda starfsfólk erlendis í nám. Við hjá Fjarðaáli höfum verið að senda fólk frá okkur erlendis í svona nám en auðvitað væri hentugra fyrir alla aðila ef námið væri aðgengilegt hér á landi. Því er mikilvægt að koma þessum fögum inn í tæknifræðinám hér. Það nám er nú þegar sterkur grunnur enda er það mjög praktískt og hefur verið eftirsótt af iðnaðarmönnum til framhaldsmenntunar,“ segir Ásgrímur. Þá segir Ásgrímur það keppikefli hjá Alcoa að lágmarka starfsmannaveltu eins og hægt er. Því sé lögð áhersla á þjálfun og að fólk upplifi að það geti þróast í starfi hjá fyrirtækinu. Í þessum efnum, er ekki síst horft til aukinnar menntunar. „Við bjóðum uppá nemasamninga fyrir iðnarmenn, styrkjum fólk til áframhaldandi náms til dæmis í iðn- og tæknifræði með það leiðarljósi að fólk þróist í störfum og upplifi fjölbreytt starfsumhverfi. Við viljum að fólkið starfi hjá okkur sem lengst en það þarf þó alltaf að gæta að því að það staðni ekki heldur sé sífellt að bæta við sig þekkingu og þróast í starfi,“ segir Ásgrímur. Alcoa Fjarðarál er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur brugðist við þeirri stöðu að hér vanti fleira starfsfólk með tæknifræðimenntun. Fyrirtækið veitir því ýmsan stuðning til starfsþróunar, meðal annars að senda starfsfólk erlendis í nám sem ekki er í boði á Íslandi.Vísir/Aðsent Vill fjölga námsleiðum Ásgrímur segir mikilvægt að horfa til þeirra faga sem atvinnulífinu vantar að fá fleira fólk til að starfa í og bæta þeim fögum við í skólana. „Þess vegna er þetta samtal milli háskólasamfélagsins og atvinnulífsins svo mikilvægt. Við þurfum að tryggja að það sé gott flæði þarna á milli svo háskólarnir séu að skila af sér fólki sem er tilbúið að takast á við þau mikilvægu verkefni sem bíða þeirra hjá fyrirtækjunum,“ segir Ásgrímur. Ásgrímur nefnir sem dæmi að fyrir fyrirtæki eins og Fjarðarál sé það mikil áskorun að vera stór vinnustaður á litlu starfsvæði eins og Austurlandi, þar sem atvinnuleysi er lítið. Þegar stutt er við menntun starfsfólks, nýtist fjarnám mörgum vel. Fjarnám er hins vegar ekki alltaf valkostur. Sem dæmi nefnir hann tæknifræðina en hún er aðeins í boði sem staðarnám og tekur námið þrjú og hálft ár. Ef fólk þarf að flytja burt af svæðinu er ekki víst að við náum því aftur til baka. Þetta er áskorun fyrir okkur því eins gott og iðnfræðinámið er þá hentar það ekki fyrir öll störf hjá okkur. Sum störf krefjast tæknifræðimenntunar og við köllum eftir slíku námi á landsbygginni.“ Ásgrímur með syni sínum á viðburði starfsmannafélags Alcoa. Ásgrímur segir ekki nóg að bæta við námsleiðum í íslenska háskóla. Laða þurfi nógu marga í tæknifræðinám því eftirspurn atvinnulífsins eftir þeirri þekkingu, mun einungis aukast á næstu árum.Vísir/Aðsent Horft til framtíðar Ásgrímur segir spennandi verkefni í gangi um þessar mundir þar sem Menntamálaráðuneytið í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík, skoðar að setja upp háskólasetur á Austurlandi. Tæknifræðimenntun yrði þá áhersla hjá setrinu. „Það verður spennandi fyrir okkar fyrirtæki að fylgjast með framvindunni á þessu og við hlökkum til að sjá þetta verða að veruleika,“ segir Ásgrímur og er vongóður um að þessar hugmyndir raungerist. Enda telur hann eftirspurnina eftir fólki með tæknifræðimenntun aðeins eiga eftir að aukast. Fjórða iðnbyltingin og þekking á öllu sem tengist gervigreind og sjálfstýringu kallar á að fyrirtæki þurfi fleira starfsfólk með þessa menntun. „Ef við erum ekki vakandi fyrir þessu gætum við lent í því að skortur verið á rétt menntuðu fólki til að takast á við þau verkefni sem eru framundan og það er ekki góð staða að vera í,“ segir Ásgrímur. Þá segir hann að ekki sé nóg að tryggja að tæknifræðimenntun verði til staðar. Huga þurfi að því hvernig fög eins og tæknifræðin laði til sín sem flest fólk. Því atvinnulífinu muni bráðvanta mjög marga í ný störf þessari menntun tengdri. Stóra spurningin er síðan hvernig við tryggjum að við séum að fá þann fjölda sem við þurfum inn á þessar námsleiðir. Ég hef ekki svörin við því á þessari stundu en trúi því að með því að leggjast á eitt, atvinnulífið og háskólarnir þá munum við ná fram þeim breytingum sem við þurfum og þannig tryggja að við séum ekki bara að mennta fólk í þessum fögum, heldur að við séum að mennta þau í þeim greinum sem þarf innan þessara námslína,“ segir Ásgrímur. Stjórnun Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Starfsframi Áliðnaður Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um það með hvaða hætti íslensk fyrirtæki eru að bregðast við þegar sérþekkingu vantar á Íslandi í störf sem hér er verið að byggja upp til framtíðar. Þjálfa og mennta starfsfólk Að sögn Ásgríms starfa um 550 starfsmenn hjá Alcoa. Af þessum hópi eru 32 tækni- og verkfræðingar og um sjö iðnfræðingar. Þá starfa um 250 verktakar fyrir Alcoa sem sinna ýmsum störfum. „Erlendis er „reliability engineering“ sérstök námsbraut sem hægt fara á. Námið snýr að því að einstaklingar fá hæfni til þess að reka búnað á eins hagkvæman hátt og hægt er og einnig að tryggja lífaldur véla,“ segir Ásgrímur og bætir við: „Það er mín tilfinning að fyrirtæki, sérstaklega í stóriðju og raforkugeiranum, horfi sífellt meira til þess að laða einstaklinga með þessa menntun til sín. Ástæðan er einfaldlega sú að stór hluti af stýranlegum rekstrarkostnaði þessa fyrirtækja er viðhaldskostnaður.“ Til að bregðast við skorti á fólki með þessa menntun, hefur Fjarðarál verið að senda starfsfólk erlendis í nám. Við hjá Fjarðaáli höfum verið að senda fólk frá okkur erlendis í svona nám en auðvitað væri hentugra fyrir alla aðila ef námið væri aðgengilegt hér á landi. Því er mikilvægt að koma þessum fögum inn í tæknifræðinám hér. Það nám er nú þegar sterkur grunnur enda er það mjög praktískt og hefur verið eftirsótt af iðnaðarmönnum til framhaldsmenntunar,“ segir Ásgrímur. Þá segir Ásgrímur það keppikefli hjá Alcoa að lágmarka starfsmannaveltu eins og hægt er. Því sé lögð áhersla á þjálfun og að fólk upplifi að það geti þróast í starfi hjá fyrirtækinu. Í þessum efnum, er ekki síst horft til aukinnar menntunar. „Við bjóðum uppá nemasamninga fyrir iðnarmenn, styrkjum fólk til áframhaldandi náms til dæmis í iðn- og tæknifræði með það leiðarljósi að fólk þróist í störfum og upplifi fjölbreytt starfsumhverfi. Við viljum að fólkið starfi hjá okkur sem lengst en það þarf þó alltaf að gæta að því að það staðni ekki heldur sé sífellt að bæta við sig þekkingu og þróast í starfi,“ segir Ásgrímur. Alcoa Fjarðarál er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur brugðist við þeirri stöðu að hér vanti fleira starfsfólk með tæknifræðimenntun. Fyrirtækið veitir því ýmsan stuðning til starfsþróunar, meðal annars að senda starfsfólk erlendis í nám sem ekki er í boði á Íslandi.Vísir/Aðsent Vill fjölga námsleiðum Ásgrímur segir mikilvægt að horfa til þeirra faga sem atvinnulífinu vantar að fá fleira fólk til að starfa í og bæta þeim fögum við í skólana. „Þess vegna er þetta samtal milli háskólasamfélagsins og atvinnulífsins svo mikilvægt. Við þurfum að tryggja að það sé gott flæði þarna á milli svo háskólarnir séu að skila af sér fólki sem er tilbúið að takast á við þau mikilvægu verkefni sem bíða þeirra hjá fyrirtækjunum,“ segir Ásgrímur. Ásgrímur nefnir sem dæmi að fyrir fyrirtæki eins og Fjarðarál sé það mikil áskorun að vera stór vinnustaður á litlu starfsvæði eins og Austurlandi, þar sem atvinnuleysi er lítið. Þegar stutt er við menntun starfsfólks, nýtist fjarnám mörgum vel. Fjarnám er hins vegar ekki alltaf valkostur. Sem dæmi nefnir hann tæknifræðina en hún er aðeins í boði sem staðarnám og tekur námið þrjú og hálft ár. Ef fólk þarf að flytja burt af svæðinu er ekki víst að við náum því aftur til baka. Þetta er áskorun fyrir okkur því eins gott og iðnfræðinámið er þá hentar það ekki fyrir öll störf hjá okkur. Sum störf krefjast tæknifræðimenntunar og við köllum eftir slíku námi á landsbygginni.“ Ásgrímur með syni sínum á viðburði starfsmannafélags Alcoa. Ásgrímur segir ekki nóg að bæta við námsleiðum í íslenska háskóla. Laða þurfi nógu marga í tæknifræðinám því eftirspurn atvinnulífsins eftir þeirri þekkingu, mun einungis aukast á næstu árum.Vísir/Aðsent Horft til framtíðar Ásgrímur segir spennandi verkefni í gangi um þessar mundir þar sem Menntamálaráðuneytið í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík, skoðar að setja upp háskólasetur á Austurlandi. Tæknifræðimenntun yrði þá áhersla hjá setrinu. „Það verður spennandi fyrir okkar fyrirtæki að fylgjast með framvindunni á þessu og við hlökkum til að sjá þetta verða að veruleika,“ segir Ásgrímur og er vongóður um að þessar hugmyndir raungerist. Enda telur hann eftirspurnina eftir fólki með tæknifræðimenntun aðeins eiga eftir að aukast. Fjórða iðnbyltingin og þekking á öllu sem tengist gervigreind og sjálfstýringu kallar á að fyrirtæki þurfi fleira starfsfólk með þessa menntun. „Ef við erum ekki vakandi fyrir þessu gætum við lent í því að skortur verið á rétt menntuðu fólki til að takast á við þau verkefni sem eru framundan og það er ekki góð staða að vera í,“ segir Ásgrímur. Þá segir hann að ekki sé nóg að tryggja að tæknifræðimenntun verði til staðar. Huga þurfi að því hvernig fög eins og tæknifræðin laði til sín sem flest fólk. Því atvinnulífinu muni bráðvanta mjög marga í ný störf þessari menntun tengdri. Stóra spurningin er síðan hvernig við tryggjum að við séum að fá þann fjölda sem við þurfum inn á þessar námsleiðir. Ég hef ekki svörin við því á þessari stundu en trúi því að með því að leggjast á eitt, atvinnulífið og háskólarnir þá munum við ná fram þeim breytingum sem við þurfum og þannig tryggja að við séum ekki bara að mennta fólk í þessum fögum, heldur að við séum að mennta þau í þeim greinum sem þarf innan þessara námslína,“ segir Ásgrímur.
Stjórnun Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Starfsframi Áliðnaður Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00
Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00
Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00