Þetta munu þeir geta gert strax í haust ef áætlanir ganga eftir. Kristján Þór greindi frá þessu í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði að það hafi kostað talsverð slagsmál við kerfið og ákveðna aðila, sem hann þó nefndi ekki til sögunnar, sem hafa lagst gegn þessu.
Kristján Þór vísaði til þess að um þetta hafi borist lengi ákall frá sauðfjárbændum. „Þeir hafa barist fyrir sínu og eru nú að uppskera. Eftir langa baráttu.“
Um er að ræða nokkra tugi bænda sem hafa lýst yfir áhuga á því að nýta sér slíka möguleika til að bæta afkomu sína, skapa sér einhverja nýja tilveru. „Og þá eigum við að sjálfsögðu að vinna með þeim í því verki.“
Fram kom að miklar kröfur verði gerðar til matvælaöryggis og dýraheilbrigðis í tengslum við þetta og gætt verði að slíkum þáttum.