Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2021 23:04 Eldstöðin í dag. Horft í átt til Reykjavíkur. Keili ber í gosstrókinn og fjær sést Esja. Neðst til hægri sést aðalgönguleiðin. Egill Aðalsteinsson Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. Bæjarráð ákvað á fundi þann 20. apríl að senda tvær nafnatillögur til örnefnanefndar til umsagnar, Fagradalshraun og Fagrahraun, og valdi síðan þá fyrrnefndu í dag. Fallist bæjarstjórn Grindavíkur á samþykkt bæjarráðs verður nafnið Fagradalshraun sent menntamálaráðherra til staðfestingar. Breytt hegðun eldstöðvarinnar sást víða að í dag með gosbólstrum sem stigu reglulega til himins. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Gosbólsturinn í baksýn.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru svona eins og indíánamerki. Það koma svona bólstrar. Þetta eru kallaðar bombur, svo sjatnar á milli. Svo koma þessar sprengingar,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í fréttum Stöðvar 2. Vegna sprenginganna var hættusvæði við gíginn stækkað í dag. „Við tökum stöðuna á hverjum degi, bæði hvað er mikið af fólki, vindátt, gasmælingar, - og núna síðast þegar gjallið var að hrynja yfir fólk. Þannig að við erum alltaf á tánum,“ sagði Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu.Egill Aðalsteinsson Ferðamenn eru farnir að mæta til landsins með bólusetningarvottorð beinlínis til að geta séð gosið, eins og parið sem við hittum við Suðurstrandarveg í dag. „Við fréttum af þessu eldfjalli og fannst þetta vera einstakt tækifæri til að koma og sjá eldgos með eigin augum, þetta var ótrúlegt,“ sagði Thomas Lovely, ferðamaður frá Bandaríkjunum. „Þetta er eitthvað sem við munum muna alla ævi,“ sagði Miriam Pilarova, ferðamaður frá Slóvakíu, en bæði voru að sjá eldgos í fyrsta sinn á ævinni. Þau Thomas Lovely frá Bandaríkjunum og Miriam Pilarova frá Slóvakíu flugu til Íslands með bólusetningarvottorð til að sjá eldgosið.Egill Aðalsteinsson „Það eru mjög auknar fyrirspurnir og bókanir til dæmis í gistingar hérna á Reykjanesi. Og flugferðum er að fjölga. Þannig að við reiknum með því að bara á allra næstu vikum þá muni mjög fjölga hérna erlendum ferðamönnum eftir því sem hægt er að opna landið og fleiri verða bólusettir,“ segir bæjarstjórinn. Tillögur starfshóps um bætt aðgengi að gosstöðvunum liggja nú fyrir en þar er meðal annars lagt til að aðalgönguleiðin verði bætt enn frekar, einkum í erfiðustu brekkunni, þannig að nota megi hana einnig fyrir ökutæki í neyðarflutningum. „Byggja hana vel upp. Gera almennilegan breiðan slóða þar upp. Þá er aðgengi björgunarsveitarmanna orðið mun betra heldur en það er í dag,“ sagði Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, en svæðið er í landi jarðarinnar. Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki allir sem treysta sér í krefjandi 3-4 stunda gönguferð til að sjá eldgosið. Þessvegna er jafnframt verið að huga að lausn fyrir þann hóp. Verkfræðistofan Efla skoðar með landeigendum slíka möguleika, eins og þann að leggja akveg frá Suðurstrandarvegi sem fylgdi gamalli leið vestur með Fagradalsfjalli og síðan upp á fjallið að norðanverðu, vegslóða sem gæti nýst til að ferja eldra fólk og fatlaða, en einnig ferðamannahópa. „Við viljum náttúrlega fyrst og fremst hugsa um náttúruna, að vera ekki að skemma neitt,“ sagði Sigurður Guðjón. „Þar væri auðveldast að gera aðgengi að þessu upp á fjall með svona tiltölulega lítilli vinnu.“ -Gera sem sagt akveg upp á fjallið? „Já, akveg upp á fjallið á hæsta punkti. Það er þá sá staður sem væri líklegast að færi síðast undir hraun, ef þetta heldur áfram í einhverja áratugi í viðbót,“ sagði talsmaður landeigenda. „Þetta verði ekki þannig að það verði hægt að keyra á bílum þannig að almenningur komist á bílum alla leið. Enda sjáum við það að það eru mörghundruð bílar gjarnan á svæðinu á bílastæðunum. Og það væri ekki eini sinni hægt að koma bílunum þarna fyrir á þessu svæði. En það verður gert með þessum hætti að ferja fólk kannski inn eftir – eftir atvikum. Og það eru landeigendur sem hafa mest um það að segja hvernig það yrði gert,“ sagði bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. 4. maí 2021 12:05 Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 „Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. 21. apríl 2021 10:43 Skarphéðinn stýrir starfshópi um uppbyggingu á gosstöðvum Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra starfshópi sem verður falið að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma. 19. apríl 2021 13:39 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Bæjarráð ákvað á fundi þann 20. apríl að senda tvær nafnatillögur til örnefnanefndar til umsagnar, Fagradalshraun og Fagrahraun, og valdi síðan þá fyrrnefndu í dag. Fallist bæjarstjórn Grindavíkur á samþykkt bæjarráðs verður nafnið Fagradalshraun sent menntamálaráðherra til staðfestingar. Breytt hegðun eldstöðvarinnar sást víða að í dag með gosbólstrum sem stigu reglulega til himins. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Gosbólsturinn í baksýn.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru svona eins og indíánamerki. Það koma svona bólstrar. Þetta eru kallaðar bombur, svo sjatnar á milli. Svo koma þessar sprengingar,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í fréttum Stöðvar 2. Vegna sprenginganna var hættusvæði við gíginn stækkað í dag. „Við tökum stöðuna á hverjum degi, bæði hvað er mikið af fólki, vindátt, gasmælingar, - og núna síðast þegar gjallið var að hrynja yfir fólk. Þannig að við erum alltaf á tánum,“ sagði Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu.Egill Aðalsteinsson Ferðamenn eru farnir að mæta til landsins með bólusetningarvottorð beinlínis til að geta séð gosið, eins og parið sem við hittum við Suðurstrandarveg í dag. „Við fréttum af þessu eldfjalli og fannst þetta vera einstakt tækifæri til að koma og sjá eldgos með eigin augum, þetta var ótrúlegt,“ sagði Thomas Lovely, ferðamaður frá Bandaríkjunum. „Þetta er eitthvað sem við munum muna alla ævi,“ sagði Miriam Pilarova, ferðamaður frá Slóvakíu, en bæði voru að sjá eldgos í fyrsta sinn á ævinni. Þau Thomas Lovely frá Bandaríkjunum og Miriam Pilarova frá Slóvakíu flugu til Íslands með bólusetningarvottorð til að sjá eldgosið.Egill Aðalsteinsson „Það eru mjög auknar fyrirspurnir og bókanir til dæmis í gistingar hérna á Reykjanesi. Og flugferðum er að fjölga. Þannig að við reiknum með því að bara á allra næstu vikum þá muni mjög fjölga hérna erlendum ferðamönnum eftir því sem hægt er að opna landið og fleiri verða bólusettir,“ segir bæjarstjórinn. Tillögur starfshóps um bætt aðgengi að gosstöðvunum liggja nú fyrir en þar er meðal annars lagt til að aðalgönguleiðin verði bætt enn frekar, einkum í erfiðustu brekkunni, þannig að nota megi hana einnig fyrir ökutæki í neyðarflutningum. „Byggja hana vel upp. Gera almennilegan breiðan slóða þar upp. Þá er aðgengi björgunarsveitarmanna orðið mun betra heldur en það er í dag,“ sagði Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, en svæðið er í landi jarðarinnar. Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki allir sem treysta sér í krefjandi 3-4 stunda gönguferð til að sjá eldgosið. Þessvegna er jafnframt verið að huga að lausn fyrir þann hóp. Verkfræðistofan Efla skoðar með landeigendum slíka möguleika, eins og þann að leggja akveg frá Suðurstrandarvegi sem fylgdi gamalli leið vestur með Fagradalsfjalli og síðan upp á fjallið að norðanverðu, vegslóða sem gæti nýst til að ferja eldra fólk og fatlaða, en einnig ferðamannahópa. „Við viljum náttúrlega fyrst og fremst hugsa um náttúruna, að vera ekki að skemma neitt,“ sagði Sigurður Guðjón. „Þar væri auðveldast að gera aðgengi að þessu upp á fjall með svona tiltölulega lítilli vinnu.“ -Gera sem sagt akveg upp á fjallið? „Já, akveg upp á fjallið á hæsta punkti. Það er þá sá staður sem væri líklegast að færi síðast undir hraun, ef þetta heldur áfram í einhverja áratugi í viðbót,“ sagði talsmaður landeigenda. „Þetta verði ekki þannig að það verði hægt að keyra á bílum þannig að almenningur komist á bílum alla leið. Enda sjáum við það að það eru mörghundruð bílar gjarnan á svæðinu á bílastæðunum. Og það væri ekki eini sinni hægt að koma bílunum þarna fyrir á þessu svæði. En það verður gert með þessum hætti að ferja fólk kannski inn eftir – eftir atvikum. Og það eru landeigendur sem hafa mest um það að segja hvernig það yrði gert,“ sagði bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. 4. maí 2021 12:05 Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 „Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. 21. apríl 2021 10:43 Skarphéðinn stýrir starfshópi um uppbyggingu á gosstöðvum Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra starfshópi sem verður falið að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma. 19. apríl 2021 13:39 Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. 4. maí 2021 12:05
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05
„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. 21. apríl 2021 10:43
Skarphéðinn stýrir starfshópi um uppbyggingu á gosstöðvum Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra starfshópi sem verður falið að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma. 19. apríl 2021 13:39
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20