Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:21 Mikinn reyk lagði frá gróðureldunum í Heiðmörk í gærkvöldi. Slökkviliðið telur að um tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið. Vísir/Vilhelm Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira