„Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 14:01 Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra vísir/Vilhelm Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. Fjórði og jafnframt síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek fór fram í dag. Fóru fram síðustu vitnaleiðslur, myndbandsupptökur frá deginum sem bruninn varð voru sýndar og að lokum málflutningur saksóknara og verjanda. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps en þrennt lést í brunanum. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, krafðist þess í morgun að Marek verði dæmur í ævilangt fangelsi. Marek hefur verið metinn ósakhæfur og krafðist Kolbrún vistunar á öryggisgeðdeild féllist dómurinn á niðurstöðu geðlækna um ósakhæfi. „Hagaði sér eins og api“ Á umræddum myndbandsupptökum, sem náðust á öryggismyndavélar í miðbæ Reykjavíkur þann 25. júní síðastliðinn og fyrir utan rússneska sendiráðið á Garðastræti, mátti sjá Marek haga sér undarlega. Hann sást ganga frá Austurstræti og að Vesturgötu þar sem hann átti í orðaskiptum við vegfarendur og virðist ör og æstur. Hann sást meðal annars kasta frá sér peningaseðlum og taka mat af manni sem sat á bekk við Vesturgötu og rétti honum peningaseðil í staðinn. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrraFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrir utan rússneska sendiráðið sást Marek einnig haga sér furðulega þar sem hann kastaði fötum, sem hann bar frá Bræðraborgarstíg að sendiráðinu, út á götu, leggja niður fána með mynd af Vladimír Pútín Rússlandsforseta og kyssa fánann. Hann sást þar einnig kasta peningaseðlum út á götu. Stefán Karl, verjandi Mareks, lagði áherslu á það í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ljóst væri að andlegt ástand Mareks hefði verið slæmt á þessu tímabili. Marek hefði þá nýlega verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda í maga sem talin voru geta verið illkynja krabbamein. Þar höfðu honum verið gefin lyf við bakteríu, sem veldur magasári, og lagði Stefán áherslu á að meðal sjaldgæfra aukaverkana af þessum lyfjum væri antíbíómanía, eða maníuástand. „Samkvæmt sjúkraskrám verður enginn var við hegðunarbreytingar en það stenst ekki skoðun. Litarhaft hans var breytt, hann hagaði sér eins og api, varð skyndilega orðljótur og ýmislegt óeðlilegt var við hegðun hans eftir útskrift af spítalanum,“ sagði Stefán í dag. Hann sagði að fyrir innlögnina á sjúkrahúsið hefði Marek verið kurteis, rólegur og harðduglegur maður sem hafi haldið sig mest til hlés. Heilsu Mareks hrakaði dagana fyrir brunann Algengasta meðferð við magasári, sem Marek var síðar greindur með, er þriggja fasa lyfjameðferð. Það eru þrenns konar lyf, og gögn eru til um það að þessi lyf geti valdið maníu. Marek fékk þessi lyf uppáskrifuð á Landspítala áður en bruninn varð. „Hegðunarbreytingar fylgja í kjölfarið og ágerast. Nágrannar lýsa því að hann hafi verið allt annar maður eftir að hann kom af spítalanum. Nóttina fyrir brunann svaf hann ekkert og hann lýsir því sjálfur að dagana fyrir brunann hafi heilsu hans farið að hraka. Hegðun hans er stórundarleg miðað við myndbönd sem við sáum úr miðbænum,“ sagði Stefán. Brunarústir á Bræðraborgarstíg þar sem þrír létustFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá sagði hann saksóknara ekki hafa tekist að sanna með óyggjandi hætti að Marek hafi borið ábyrgð á brunanum. Strax hafi verið litið til Mareks í tengslum við brunann vegna þess, að mati Stefáns, að Marek hafi sýnt af sér óeðlilega hegðun. Telur rannsókn lögreglu ekki nógu ítarlega Í rannsókn lögreglu á vettvangi brunans voru eldsupptök rakin til tveggja staða í húsinu. Annars vegar í herbergi Mareks, þar sem eins konar brunapoll mátti finna, og úti á stigapalli annarrar hæðar þar sem sambærilegur pollur fannst. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari útskýrði í málflutningi sínum að þessir pollar bendi til að uppruni eldsins hafi verið á þessum tveimur stöðum en þarna hafi eldurinn brunnið lengst. Stefán benti hins vegar á í málflutningi sínum að ekki hafi verið rannsakað hvort að sambærilegir pollar hafi fundist í herbergjum annarra íbúa á Bræðraborgarstíg 1. Í húsinu hafi íbúar deilt sameiginlegu eldhúsi og því geymt matvæli inni á eigin herbergjum og velti hann upp þeirri spurningu hvort pollana mætti skýra með því að á staðnum hafi til dæmis verið geymdar matarolíur sem hafi fætt eldinn. Þá velti hann því upp hvort Marek hafi einfaldlega verið „auðveldur“ blóraböggull. Hann hafi verið andlega veikur og verið með kveikjara í annarri hendi þegar hann var handtekinn fyrir utan rússneska sendiráðið. „Hann var ekki með kveikjarann í hendinni allan tímann. Við sjáum hann á myndbandinu kasta fötum og seðlum með báðum höndum. Við handtökuna er hann svo með kveikjara í annarri hendi og sígarettupakka í hinni eins og við sjáum á upptökunum. Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Dómsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. 5. maí 2021 09:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Fjórði og jafnframt síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek fór fram í dag. Fóru fram síðustu vitnaleiðslur, myndbandsupptökur frá deginum sem bruninn varð voru sýndar og að lokum málflutningur saksóknara og verjanda. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps en þrennt lést í brunanum. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, krafðist þess í morgun að Marek verði dæmur í ævilangt fangelsi. Marek hefur verið metinn ósakhæfur og krafðist Kolbrún vistunar á öryggisgeðdeild féllist dómurinn á niðurstöðu geðlækna um ósakhæfi. „Hagaði sér eins og api“ Á umræddum myndbandsupptökum, sem náðust á öryggismyndavélar í miðbæ Reykjavíkur þann 25. júní síðastliðinn og fyrir utan rússneska sendiráðið á Garðastræti, mátti sjá Marek haga sér undarlega. Hann sást ganga frá Austurstræti og að Vesturgötu þar sem hann átti í orðaskiptum við vegfarendur og virðist ör og æstur. Hann sást meðal annars kasta frá sér peningaseðlum og taka mat af manni sem sat á bekk við Vesturgötu og rétti honum peningaseðil í staðinn. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrraFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrir utan rússneska sendiráðið sást Marek einnig haga sér furðulega þar sem hann kastaði fötum, sem hann bar frá Bræðraborgarstíg að sendiráðinu, út á götu, leggja niður fána með mynd af Vladimír Pútín Rússlandsforseta og kyssa fánann. Hann sást þar einnig kasta peningaseðlum út á götu. Stefán Karl, verjandi Mareks, lagði áherslu á það í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ljóst væri að andlegt ástand Mareks hefði verið slæmt á þessu tímabili. Marek hefði þá nýlega verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda í maga sem talin voru geta verið illkynja krabbamein. Þar höfðu honum verið gefin lyf við bakteríu, sem veldur magasári, og lagði Stefán áherslu á að meðal sjaldgæfra aukaverkana af þessum lyfjum væri antíbíómanía, eða maníuástand. „Samkvæmt sjúkraskrám verður enginn var við hegðunarbreytingar en það stenst ekki skoðun. Litarhaft hans var breytt, hann hagaði sér eins og api, varð skyndilega orðljótur og ýmislegt óeðlilegt var við hegðun hans eftir útskrift af spítalanum,“ sagði Stefán í dag. Hann sagði að fyrir innlögnina á sjúkrahúsið hefði Marek verið kurteis, rólegur og harðduglegur maður sem hafi haldið sig mest til hlés. Heilsu Mareks hrakaði dagana fyrir brunann Algengasta meðferð við magasári, sem Marek var síðar greindur með, er þriggja fasa lyfjameðferð. Það eru þrenns konar lyf, og gögn eru til um það að þessi lyf geti valdið maníu. Marek fékk þessi lyf uppáskrifuð á Landspítala áður en bruninn varð. „Hegðunarbreytingar fylgja í kjölfarið og ágerast. Nágrannar lýsa því að hann hafi verið allt annar maður eftir að hann kom af spítalanum. Nóttina fyrir brunann svaf hann ekkert og hann lýsir því sjálfur að dagana fyrir brunann hafi heilsu hans farið að hraka. Hegðun hans er stórundarleg miðað við myndbönd sem við sáum úr miðbænum,“ sagði Stefán. Brunarústir á Bræðraborgarstíg þar sem þrír létustFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá sagði hann saksóknara ekki hafa tekist að sanna með óyggjandi hætti að Marek hafi borið ábyrgð á brunanum. Strax hafi verið litið til Mareks í tengslum við brunann vegna þess, að mati Stefáns, að Marek hafi sýnt af sér óeðlilega hegðun. Telur rannsókn lögreglu ekki nógu ítarlega Í rannsókn lögreglu á vettvangi brunans voru eldsupptök rakin til tveggja staða í húsinu. Annars vegar í herbergi Mareks, þar sem eins konar brunapoll mátti finna, og úti á stigapalli annarrar hæðar þar sem sambærilegur pollur fannst. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari útskýrði í málflutningi sínum að þessir pollar bendi til að uppruni eldsins hafi verið á þessum tveimur stöðum en þarna hafi eldurinn brunnið lengst. Stefán benti hins vegar á í málflutningi sínum að ekki hafi verið rannsakað hvort að sambærilegir pollar hafi fundist í herbergjum annarra íbúa á Bræðraborgarstíg 1. Í húsinu hafi íbúar deilt sameiginlegu eldhúsi og því geymt matvæli inni á eigin herbergjum og velti hann upp þeirri spurningu hvort pollana mætti skýra með því að á staðnum hafi til dæmis verið geymdar matarolíur sem hafi fætt eldinn. Þá velti hann því upp hvort Marek hafi einfaldlega verið „auðveldur“ blóraböggull. Hann hafi verið andlega veikur og verið með kveikjara í annarri hendi þegar hann var handtekinn fyrir utan rússneska sendiráðið. „Hann var ekki með kveikjarann í hendinni allan tímann. Við sjáum hann á myndbandinu kasta fötum og seðlum með báðum höndum. Við handtökuna er hann svo með kveikjara í annarri hendi og sígarettupakka í hinni eins og við sjáum á upptökunum. Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“
Dómsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. 5. maí 2021 09:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10
Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur. 5. maí 2021 09:01