Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 67-63 | Haukar hirtu annað sætið af Keflavík Andri Már Eggertsson skrifar 5. maí 2021 21:55 Haukarnir fóru langt með að tryggja sér 2. sæti Domino's deildar kvenna með sigrinum á Keflavík. vísir/bára Daniela Wallen Morillo byrjaði leikinn á flugeldasýningu, hún fór á kostum sóknarlega og réðu Haukarnir ekkert við hana. Daniela gerði 13 af 16 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta. Haukar tóku öll völd á vellinum um miðjan annan leikhluta. Keflavík var yfir 15 - 20 þá sýndu leikmenn Hauka klærnar og snéru taflinu við í 14 -0 kafla og Haukarnir 9 stigum yfir í hálfleik 29-20. Haukar héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik. Líkt og áður virtust nokkrar körfur í röð hjá Keflavík vekja Haukana sem áttu gott 10-2 áhlaup og voru komnar í algjöra kjörstöðu í leiknum. Keflavík börðust í fjórða leikhluta og reyndu hvað sem þær gátu til að vinna upp forskot Hauka, þær unnu leikhlutann með 14 stigum en það dugði ekki til og niðurstaðan 67-63 sigur Hauka. Aleysha Lovett var stigahæst Hauka með 25 stig.vísir/bára Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar, Keflavík átti enginn svör í öðrum leikhluta við vörn Hauka sem endaði með Keflavík gerði aðeins 4 stig í þeim leikhluta og skurðurinn orðinn alltof djúpur fyrir Keflavík strax í hálfleik. Haukar hafa verið í vandræðum með að frákasta í síðustu tveimur leikjum. Þær bættu úr því í dag og tóku 56 fráköst á móti 46 fráköstum Keflavíkur. Hverjar stóðu upp úr? Alyesha Lovett átti ótrúlegan leik á báðum endum vallarinns. Hún gerði 25 stig, tók 10 fráköst, gaf 5 stoðsendingar ásamt því að skila 35 framlags punktum. Sara Rún Hinriksdóttir átti góðan leik í kvöld. Sara Rún skilaði tvöfaldri tvennu, hún gerði 17 stig og tók 14 fráköst. Hvað gekk illa? Leikur Daniela Wallen Morillo skiptist niður í 1. leikhluta og síðan næstu þrjá leikhluta. Hún gerði 13 af 16 fyrstu stigum Keflavíkur en sást síðan ekki sóknarlega og gerði hún næstu stig sín þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Hvað gerist næst? Deildarkeppni Dominos deild kvenna lýkur á laugardaginn næsta. Keflavík eiga Val í Blue höllinni klukkan 16:00. Á sama tíma mætast KR og Haukar í DHL höllinni. Jón Halldór: Ég væri að þjálfa Lakers hefði ég öll svörin í kvöld Jón Halldór Eðvaldsson var ekki sáttur með niðurstöðuna í Ólafssal.vísir/bára „Það eru margir hlutir sem hefðu betur mátt fara í leiknum í kvöld, við gerðum fjögur stig í öðrum leikhluta sem gerði okkur mjög erfitt fyrir," sagði Jón Halldór þjálfari Keflavíkur svekktur. Haukar voru með öll völd á vellinum um miðjan fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks sem skilaði 16-0 kafla Hauka og var Jón Halldór afar svekktur með þann kafla. „Við fórum að hika svakalega mikið þegar þær fóru að spila fast á okkur, það er bannað að hika í körfubolta og lentum við því í miklum vandræðum á þessum kafla." Daniela Wallen Morillo var frábær í 1. leikhluta þar sem hún gerði 13 stig en virtist týnast þar til leikurinn var að klárast. „Ég hef engann áhuga á að Daniela skori öll stigin í fyrsta leikhluta, hún er partur af liði og á hún að gefa boltann, það gerir okkur ekki að góðu liði ef hún skorar 50 stig." Keflavík átti góðan kafla undir lok leiks sem kom of seint fyrir Jón Halldór, þjálfara liðsins, sem vissi ekki hvers vegna kaflinn kom ekki fyrr. „Ef ég vissi hvers vegna þessi kafli okkar kom ekki fyrr þá væri ég þjálfari Los Angeles Lakers, ég reyni alltaf að komast að þessu leyndarmáli," sagði Jón Halldór og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Bjarni: Hefði viljað betri útskýringar frá dómurum leiksins Bjarni Magnússon hafði eitt og annað við dómgæsluna að athuga.vísir/bára „Við spiluðum frábæran varnarleik, það var allt annað að sjá til liðsins í fráköstunum og heilt yfir spiluðum við frábæra vörn í 35 mínútur sem varð til þess að við unnum leikinn," sagði Bjarni. Daniela Wallen Morillo leikmaður Keflavíkur fór á kostum í 1. leikhluta og gerði 13 af 16 stigum Keflavíkur. Daniela skoraði síðan ekki aftur fyrr en alveg undir lok leiksins. „Ég hrósa sjaldan einstaklingum, en Elísabet Ýr Ægisdóttir kom inn á og spilaði mjög góða vörn á hana, við spiluðum vörnina bara eins og við vorum búnar að tala um." „Varnarlega spiluðum við mjög vel þar til það voru fimm mínútur eftir af leiknum þá slökuðum við mikið á og fórum við að hika talsvert meira en á endanum kláruðum við leikinn." Haukar fóru á kostum um miðjan fyrri hálfleik sem þeir héldu síðan sama plani í upphafi seinni hálfleiks og endaði áhlaup Hauka 16-0 og var Bjarni afar ánægður með þann hluta leiksins. „Þriðji leikhluti hefur verið okkur til vandræða sem við höfum verið að reyna breyta, sem við gerðum í kvöld, sem varð svo bara til þess að við spiluðum verr í fjórða leikhluta en maður fær ekki allt í þessu lífi," sagði Bjarni léttur. Dómarar leiksins í kvöld voru mikið á milli tannana á báðum þjálfurunum í kvöld og þá sérstaklega Bjarna. „Mér fannst vanta betri útskýringar um hvað þeir voru að leyfa í leiknum. Við fengum síðan mjög sérstaka óíþróttamannslega villu undir lok leiks sem var í engum takti við dómgsæluna fram að þessu tiltekna atviki," sagði Bjarni að lokum. Dominos-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Daniela Wallen Morillo byrjaði leikinn á flugeldasýningu, hún fór á kostum sóknarlega og réðu Haukarnir ekkert við hana. Daniela gerði 13 af 16 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta. Haukar tóku öll völd á vellinum um miðjan annan leikhluta. Keflavík var yfir 15 - 20 þá sýndu leikmenn Hauka klærnar og snéru taflinu við í 14 -0 kafla og Haukarnir 9 stigum yfir í hálfleik 29-20. Haukar héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik. Líkt og áður virtust nokkrar körfur í röð hjá Keflavík vekja Haukana sem áttu gott 10-2 áhlaup og voru komnar í algjöra kjörstöðu í leiknum. Keflavík börðust í fjórða leikhluta og reyndu hvað sem þær gátu til að vinna upp forskot Hauka, þær unnu leikhlutann með 14 stigum en það dugði ekki til og niðurstaðan 67-63 sigur Hauka. Aleysha Lovett var stigahæst Hauka með 25 stig.vísir/bára Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar, Keflavík átti enginn svör í öðrum leikhluta við vörn Hauka sem endaði með Keflavík gerði aðeins 4 stig í þeim leikhluta og skurðurinn orðinn alltof djúpur fyrir Keflavík strax í hálfleik. Haukar hafa verið í vandræðum með að frákasta í síðustu tveimur leikjum. Þær bættu úr því í dag og tóku 56 fráköst á móti 46 fráköstum Keflavíkur. Hverjar stóðu upp úr? Alyesha Lovett átti ótrúlegan leik á báðum endum vallarinns. Hún gerði 25 stig, tók 10 fráköst, gaf 5 stoðsendingar ásamt því að skila 35 framlags punktum. Sara Rún Hinriksdóttir átti góðan leik í kvöld. Sara Rún skilaði tvöfaldri tvennu, hún gerði 17 stig og tók 14 fráköst. Hvað gekk illa? Leikur Daniela Wallen Morillo skiptist niður í 1. leikhluta og síðan næstu þrjá leikhluta. Hún gerði 13 af 16 fyrstu stigum Keflavíkur en sást síðan ekki sóknarlega og gerði hún næstu stig sín þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Hvað gerist næst? Deildarkeppni Dominos deild kvenna lýkur á laugardaginn næsta. Keflavík eiga Val í Blue höllinni klukkan 16:00. Á sama tíma mætast KR og Haukar í DHL höllinni. Jón Halldór: Ég væri að þjálfa Lakers hefði ég öll svörin í kvöld Jón Halldór Eðvaldsson var ekki sáttur með niðurstöðuna í Ólafssal.vísir/bára „Það eru margir hlutir sem hefðu betur mátt fara í leiknum í kvöld, við gerðum fjögur stig í öðrum leikhluta sem gerði okkur mjög erfitt fyrir," sagði Jón Halldór þjálfari Keflavíkur svekktur. Haukar voru með öll völd á vellinum um miðjan fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks sem skilaði 16-0 kafla Hauka og var Jón Halldór afar svekktur með þann kafla. „Við fórum að hika svakalega mikið þegar þær fóru að spila fast á okkur, það er bannað að hika í körfubolta og lentum við því í miklum vandræðum á þessum kafla." Daniela Wallen Morillo var frábær í 1. leikhluta þar sem hún gerði 13 stig en virtist týnast þar til leikurinn var að klárast. „Ég hef engann áhuga á að Daniela skori öll stigin í fyrsta leikhluta, hún er partur af liði og á hún að gefa boltann, það gerir okkur ekki að góðu liði ef hún skorar 50 stig." Keflavík átti góðan kafla undir lok leiks sem kom of seint fyrir Jón Halldór, þjálfara liðsins, sem vissi ekki hvers vegna kaflinn kom ekki fyrr. „Ef ég vissi hvers vegna þessi kafli okkar kom ekki fyrr þá væri ég þjálfari Los Angeles Lakers, ég reyni alltaf að komast að þessu leyndarmáli," sagði Jón Halldór og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Bjarni: Hefði viljað betri útskýringar frá dómurum leiksins Bjarni Magnússon hafði eitt og annað við dómgæsluna að athuga.vísir/bára „Við spiluðum frábæran varnarleik, það var allt annað að sjá til liðsins í fráköstunum og heilt yfir spiluðum við frábæra vörn í 35 mínútur sem varð til þess að við unnum leikinn," sagði Bjarni. Daniela Wallen Morillo leikmaður Keflavíkur fór á kostum í 1. leikhluta og gerði 13 af 16 stigum Keflavíkur. Daniela skoraði síðan ekki aftur fyrr en alveg undir lok leiksins. „Ég hrósa sjaldan einstaklingum, en Elísabet Ýr Ægisdóttir kom inn á og spilaði mjög góða vörn á hana, við spiluðum vörnina bara eins og við vorum búnar að tala um." „Varnarlega spiluðum við mjög vel þar til það voru fimm mínútur eftir af leiknum þá slökuðum við mikið á og fórum við að hika talsvert meira en á endanum kláruðum við leikinn." Haukar fóru á kostum um miðjan fyrri hálfleik sem þeir héldu síðan sama plani í upphafi seinni hálfleiks og endaði áhlaup Hauka 16-0 og var Bjarni afar ánægður með þann hluta leiksins. „Þriðji leikhluti hefur verið okkur til vandræða sem við höfum verið að reyna breyta, sem við gerðum í kvöld, sem varð svo bara til þess að við spiluðum verr í fjórða leikhluta en maður fær ekki allt í þessu lífi," sagði Bjarni léttur. Dómarar leiksins í kvöld voru mikið á milli tannana á báðum þjálfurunum í kvöld og þá sérstaklega Bjarna. „Mér fannst vanta betri útskýringar um hvað þeir voru að leyfa í leiknum. Við fengum síðan mjög sérstaka óíþróttamannslega villu undir lok leiks sem var í engum takti við dómgsæluna fram að þessu tiltekna atviki," sagði Bjarni að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti