Blaðamaður mbl.is segir sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:21 Þrír blaðamenn hjá Morgunblaðinu og mbl.is hafa sagt af sér störfum á vegum Blaðamannafélags Íslands í vikunni. Vísir/Egill Þorsteinn Ásgrímsson, blaðamaður á mbl.is, hefur sagt sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands. Talsverður óróleiki hefur verið meðal blaðamanna Morgunblaðsins og mbl.is undanfarna daga eftir að stjórn BÍ gerði athugasemd við auglýsingabirtingu Samherja á miðlinum. Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00