„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 10:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12