Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Snorri Másson skrifar 6. maí 2021 12:41 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er einn þeirra sem fékk AstraZeneca. Hann hefur ekkert breytt um lífstíl, en mótefninu fylgir öryggistilfinning. Vísir/Vilhelm Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fjallaði um málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. 124 þúsund einstaklingar hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þessi staða breytir engu í daglegu lífi hinna bólusettu, segir Þórólfur, sem vill ekki skipta samfélaginu í tvennt og veita þeim sérréttindi sem hafa fengið sprautu. Vissulega losnar fólk þó við áhættuna á smiti eða alltént alvarlegum veikindum. „Fólk þarf bara að hegða sér eins og það hefur gert. Þetta er ekkert nýr heimur. Fólk þarf að passa sig áfram þar til við erum búin að ná betra samfélagslegu ónæmi og við förum að slaka á,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Sjálfur breytti hann engu í hegðun sinni eftir að hann fékk fyrstu sprautuna af AstraZeneca. „Ég er öruggari eftir einn skammt og enn frekar þegar ég hef fengið skammt númer tvö en ég mun þurfa að hegða mér nákvæmlega eins og ég hef gert fram að þessu. Ég ætla ekki að fara að slaka á sóttvarnaráðstöfunum. Síður en svo,“ segir Þórólfur. Aflétta sem víðast Sóttvarnaráðstafanir eiga að taka breytingum innanlands 13. maí, næsta fimmtudag. Þórólfur hefur sagt að þar komi að líkindum til tilslakana ef fjöldi smita næstu daga verður áfram eins óverulegur og verið hefur á allra síðustu dögum. Flest svið samfélagsins fá að starfa um þessar mundir, en með tilslökunum. Þórólfur segir því að þrýstingurinn frá ólíkum hópum um opnun hér og þar hafi verið hlutfallslega lítill frá síðustu afléttingum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt í því undanfarið miðað við oft áður. Ég sé ekki neitt knýjandi hvar afléttingar ættu helst að vera. Það er hvergi lokað, en takmarkanir alls staðar. Ég held að við hljótum að líta til þess að aflétta bara sem víðast, eins og við höfum verið að gera fram að þessu.“ Hæ, hó og jibbí jeí Samkvæmt afléttingaáætlun stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum, á öllum takmörkunum innanlands að vera aflétt í seinni „síðari hluta júní“, enda verði 75% þá komin með alla vega fyrri sprautu. Svo vill til að innan þessa ramma fellur 17. júní, þar sem hefð er fyrir að margir safnist saman. Þórólfur segir þó að ekkert bendi frekar til að þá verði hægt að aflétta einu eða öðru. „Ég hef alltaf sagt að stjórnvöld eru með sína áætlun og ég fagna því. En það er ekki það sem ég er að horfa á, ég er að horfa á stöðuna í faraldrinum og kem með tillögur í samræmi við það. Ég er ekkert endilega sjálfur farinn að hugsa um 17. júní sérstaklega,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35 Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fjallaði um málið á upplýsingafundi almannavarna í dag. 124 þúsund einstaklingar hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þessi staða breytir engu í daglegu lífi hinna bólusettu, segir Þórólfur, sem vill ekki skipta samfélaginu í tvennt og veita þeim sérréttindi sem hafa fengið sprautu. Vissulega losnar fólk þó við áhættuna á smiti eða alltént alvarlegum veikindum. „Fólk þarf bara að hegða sér eins og það hefur gert. Þetta er ekkert nýr heimur. Fólk þarf að passa sig áfram þar til við erum búin að ná betra samfélagslegu ónæmi og við förum að slaka á,“ segir sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Sjálfur breytti hann engu í hegðun sinni eftir að hann fékk fyrstu sprautuna af AstraZeneca. „Ég er öruggari eftir einn skammt og enn frekar þegar ég hef fengið skammt númer tvö en ég mun þurfa að hegða mér nákvæmlega eins og ég hef gert fram að þessu. Ég ætla ekki að fara að slaka á sóttvarnaráðstöfunum. Síður en svo,“ segir Þórólfur. Aflétta sem víðast Sóttvarnaráðstafanir eiga að taka breytingum innanlands 13. maí, næsta fimmtudag. Þórólfur hefur sagt að þar komi að líkindum til tilslakana ef fjöldi smita næstu daga verður áfram eins óverulegur og verið hefur á allra síðustu dögum. Flest svið samfélagsins fá að starfa um þessar mundir, en með tilslökunum. Þórólfur segir því að þrýstingurinn frá ólíkum hópum um opnun hér og þar hafi verið hlutfallslega lítill frá síðustu afléttingum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt í því undanfarið miðað við oft áður. Ég sé ekki neitt knýjandi hvar afléttingar ættu helst að vera. Það er hvergi lokað, en takmarkanir alls staðar. Ég held að við hljótum að líta til þess að aflétta bara sem víðast, eins og við höfum verið að gera fram að þessu.“ Hæ, hó og jibbí jeí Samkvæmt afléttingaáætlun stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum, á öllum takmörkunum innanlands að vera aflétt í seinni „síðari hluta júní“, enda verði 75% þá komin með alla vega fyrri sprautu. Svo vill til að innan þessa ramma fellur 17. júní, þar sem hefð er fyrir að margir safnist saman. Þórólfur segir þó að ekkert bendi frekar til að þá verði hægt að aflétta einu eða öðru. „Ég hef alltaf sagt að stjórnvöld eru með sína áætlun og ég fagna því. En það er ekki það sem ég er að horfa á, ég er að horfa á stöðuna í faraldrinum og kem með tillögur í samræmi við það. Ég er ekkert endilega sjálfur farinn að hugsa um 17. júní sérstaklega,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35 Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47
Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6. maí 2021 08:35
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent