35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2021 07:01 Sóley Kristjánsdóttir og Marta Gall Jörgensen sérfræðingar hjá Gallup. Vísir/Vilhelm „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. Sóley Kristjánsdóttir, samstarfskona Mörtu, segir tímasetningu útgáfu bókarinnar sérstaklega góða nú. „Fyrirtæki standa frammi fyrir aukinni kröfu um að þau skili ekki einungis hagnaði til hluthafa heldur hafi einnig jákvæð áhrif á umhverfi sitt, samfélagið og jú ánægju, líðan og heilbrigði starfsfólks. Því er mikilvægt að stjórnendur þekki megin áhrifavalda vellíðanar og hvernig megi stuðla að heilbrigðu og eftirsóknarverðu starfsumhverfi,“ segir Sóley. Staðan í heiminum: Sjö af hverjum tíu í basli Í alþjóðlegri rannsókn sem Gallup gerði árið 2020 sýndu niðurstöður að um það bil sjö af hverjum tíu eru í basli eða þrengingum í sínu lífi. Og að aðeins þrjátíu prósent fólks dafni vel. Að sögn Mörtu og Sóleyjar, sker Ísland sig reyndar nokkuð úr sem önnur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þær segja hins vegar að það dragi ekki úr mikilvægi þess að á Íslandi þurfi að huga vel að andlegri líðan starfsfólks. Enda verjum við stórum hluta lífsins í vinnunni. Bókin byggir á umfangsmiklum gögnum sem Gallup hefur safnað um allan heim. Þar er meðal annars fjallað um: Fimm þætti vellíðanar: starfsferill, félagsleg, fjárhagsleg, líkamleg og samfélagsleg Hvers vegna vellíðan í starfi er helsti drifkraftur almennrar vellíðanar Hvernig teymi sem dafna vel geta haft jákvæð áhrif á fyrirtæki og samfélagið. Hvers vegna árangursríkasta leiðin til að auka vellíðan fólks er að efla og nýta styrkleika þess Þá er nýr mælikvarði kynntur í bókinni, „Gallup Net Thriving,“ sem er sérsniðin fyrir vinnustaði til að mæla vellíðan starfsfólks og fylgjast með breytingum á líðan þeirra. Að sögn Sóleyjar er þessi mælikvarði mjög einfaldur í notkun en einn af kostum hans er að stjórnendur geta þá fylgst með líðan starfsfólks síns og borið hana saman við hvernig vellíðan innan vinnustaðarins er að mælast í samanburði við aðra. Mælikvarðinn mælir hvort fólk sé í þrengingum, basli eða dafni á vinnustaðnum, sem á ensku er kortlagt sem suffering, struggling and thriving,“ segir Sóley. Staðan á Íslandi Sóley segir mælikvarðann hluta af þeim samfélagsmælikvarða sem Gallup á Íslandi hefur stuðst við um árabil. Hins vegar hafi kvarðinn nú verið aðlagaður að umhverfi vinnustaða til þess að gera stjórnendur betur kleift að styðja við vellíðan starfsfólks, til að mynda með því að horfa heildstætt á aðstæður einstaklingsins. „Það verður því spennandi að bera saman mælingar innan fyrirtækja og þær sem gerðar hafa verið meðal almennings,“ segir Sóley. Að sögn Sóleyjar, sýna niðurstöður mælinga Gallup á Íslandi, að frá árinu 2010 hefur fjölgað í þeim hópi fólks sem er að dafna vel í lífinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá að árið 2021 segjast 62% fólks á Íslandi dafna vel, en 35% þeirra eru í basli og 3% eru í þrengingum. Góð líðan starfsfólks allra hagur Marta segir áherslu Gallup í ráðgjöf til stjórnenda síðustu ára hafa verið þá að ein áhrifaríkasta leiðin til að hafa jákvæð áhrif á líðan starfsfólks, er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og þróast í starfi og þá þannig að styrkleikar hvers og eins séu nýttir vel. Það sé því áhugavert að sjá í bókinni, að þessi áhersla er í takt við niðurstöður Gallup á heimsvísu sem og það sem niðurstöður Gallup á Íslandi hafa sýnt síðustu árin. Til að mynda kom í ljós í könnun sem við framkvæmdum í byrjun árs 2020 að fólk sem hafði tækifæri til að nýta styrkleika sína í starfi tók um sex sinnum færri veikindadaga en fólk sem hafði það ekki, en þarna vorum við að skoða sérstaklgea veikindi sem fólk rakti til andlegs álags eða streitu. Þá var fólk sem nýtti styrkleika sína í starfi rúmlega sjö sinnum ólíklegra til að vera í vinnutengdri kulnun,“ segir Marta. Marta segir því mikið sóknarfæri framundan til að hafa jákvæð áhrif á líðan starfsfólks og árangur fyrirtækja. „Með því að skapa starfsfólki aðstæður til að nýta og efla styrkleika sína og vinna að verkefnum sem það brennur.“ Mikilvægt er þó að vinnustaðir fylgi eftir mælingum, dragi fram hlutfall þeirra sem upplifa sig í þrengingum, basli eða að dafna á vinnustöðum og mæti þessum niðurstöðum markvisst. „Stjórnendur eru með þessum mælikvarða að fá því verkfæri til að bæði taka stöðuna og bregðast svo við henni. En við sjáum það í okkar vinnu að mestu skiptir hvernig brugðist er við niðurstöðum sem mælingarnar gefa, að kalli starfsfólks sé svarað“ segir Sóley. Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sóley Kristjánsdóttir, samstarfskona Mörtu, segir tímasetningu útgáfu bókarinnar sérstaklega góða nú. „Fyrirtæki standa frammi fyrir aukinni kröfu um að þau skili ekki einungis hagnaði til hluthafa heldur hafi einnig jákvæð áhrif á umhverfi sitt, samfélagið og jú ánægju, líðan og heilbrigði starfsfólks. Því er mikilvægt að stjórnendur þekki megin áhrifavalda vellíðanar og hvernig megi stuðla að heilbrigðu og eftirsóknarverðu starfsumhverfi,“ segir Sóley. Staðan í heiminum: Sjö af hverjum tíu í basli Í alþjóðlegri rannsókn sem Gallup gerði árið 2020 sýndu niðurstöður að um það bil sjö af hverjum tíu eru í basli eða þrengingum í sínu lífi. Og að aðeins þrjátíu prósent fólks dafni vel. Að sögn Mörtu og Sóleyjar, sker Ísland sig reyndar nokkuð úr sem önnur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þær segja hins vegar að það dragi ekki úr mikilvægi þess að á Íslandi þurfi að huga vel að andlegri líðan starfsfólks. Enda verjum við stórum hluta lífsins í vinnunni. Bókin byggir á umfangsmiklum gögnum sem Gallup hefur safnað um allan heim. Þar er meðal annars fjallað um: Fimm þætti vellíðanar: starfsferill, félagsleg, fjárhagsleg, líkamleg og samfélagsleg Hvers vegna vellíðan í starfi er helsti drifkraftur almennrar vellíðanar Hvernig teymi sem dafna vel geta haft jákvæð áhrif á fyrirtæki og samfélagið. Hvers vegna árangursríkasta leiðin til að auka vellíðan fólks er að efla og nýta styrkleika þess Þá er nýr mælikvarði kynntur í bókinni, „Gallup Net Thriving,“ sem er sérsniðin fyrir vinnustaði til að mæla vellíðan starfsfólks og fylgjast með breytingum á líðan þeirra. Að sögn Sóleyjar er þessi mælikvarði mjög einfaldur í notkun en einn af kostum hans er að stjórnendur geta þá fylgst með líðan starfsfólks síns og borið hana saman við hvernig vellíðan innan vinnustaðarins er að mælast í samanburði við aðra. Mælikvarðinn mælir hvort fólk sé í þrengingum, basli eða dafni á vinnustaðnum, sem á ensku er kortlagt sem suffering, struggling and thriving,“ segir Sóley. Staðan á Íslandi Sóley segir mælikvarðann hluta af þeim samfélagsmælikvarða sem Gallup á Íslandi hefur stuðst við um árabil. Hins vegar hafi kvarðinn nú verið aðlagaður að umhverfi vinnustaða til þess að gera stjórnendur betur kleift að styðja við vellíðan starfsfólks, til að mynda með því að horfa heildstætt á aðstæður einstaklingsins. „Það verður því spennandi að bera saman mælingar innan fyrirtækja og þær sem gerðar hafa verið meðal almennings,“ segir Sóley. Að sögn Sóleyjar, sýna niðurstöður mælinga Gallup á Íslandi, að frá árinu 2010 hefur fjölgað í þeim hópi fólks sem er að dafna vel í lífinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá að árið 2021 segjast 62% fólks á Íslandi dafna vel, en 35% þeirra eru í basli og 3% eru í þrengingum. Góð líðan starfsfólks allra hagur Marta segir áherslu Gallup í ráðgjöf til stjórnenda síðustu ára hafa verið þá að ein áhrifaríkasta leiðin til að hafa jákvæð áhrif á líðan starfsfólks, er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og þróast í starfi og þá þannig að styrkleikar hvers og eins séu nýttir vel. Það sé því áhugavert að sjá í bókinni, að þessi áhersla er í takt við niðurstöður Gallup á heimsvísu sem og það sem niðurstöður Gallup á Íslandi hafa sýnt síðustu árin. Til að mynda kom í ljós í könnun sem við framkvæmdum í byrjun árs 2020 að fólk sem hafði tækifæri til að nýta styrkleika sína í starfi tók um sex sinnum færri veikindadaga en fólk sem hafði það ekki, en þarna vorum við að skoða sérstaklgea veikindi sem fólk rakti til andlegs álags eða streitu. Þá var fólk sem nýtti styrkleika sína í starfi rúmlega sjö sinnum ólíklegra til að vera í vinnutengdri kulnun,“ segir Marta. Marta segir því mikið sóknarfæri framundan til að hafa jákvæð áhrif á líðan starfsfólks og árangur fyrirtækja. „Með því að skapa starfsfólki aðstæður til að nýta og efla styrkleika sína og vinna að verkefnum sem það brennur.“ Mikilvægt er þó að vinnustaðir fylgi eftir mælingum, dragi fram hlutfall þeirra sem upplifa sig í þrengingum, basli eða að dafna á vinnustöðum og mæti þessum niðurstöðum markvisst. „Stjórnendur eru með þessum mælikvarða að fá því verkfæri til að bæði taka stöðuna og bregðast svo við henni. En við sjáum það í okkar vinnu að mestu skiptir hvernig brugðist er við niðurstöðum sem mælingarnar gefa, að kalli starfsfólks sé svarað“ segir Sóley.
Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01
Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00