Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 93-83 | Gott gengi heimamanna heldur áfram Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2021 20:45 KR- Grindavík. Domino's deild karla. Vetur 2020-2021. Körfubolti. Foto: Bára Dröfn kristinsdóttir,Ólafur Ólafsson/Bára Dröfn kristinsdóttir Grindvíkingar unnu sanngjarnan tíu stiga sigur á Tindastóli í Domino´s deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar eiga enn von um að ná heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Heimamenn settu tóninn strax í upphafi og skoruðu þriggja stiga körfu í sinni fyrstu sókn. Grindvíkingar hafa stigið vel upp í síðustu leikjum og hreinlega geisluðu af sjálfstrausti í upphafi. Kristinn Pálsson var magnaður fyrstu mínúturnar og var kominn með 10 stig eftir fyrsta leikhluta. Grindvíkingar héldu Tindastóli nokkrum stigum frá sér allan fyrri hálfleikinn og náðu mest fimmtán stiga forystu en leiddu 53-39 í hálfleik. Leikmenn Tindastóls náðu aðeins að sýna klærnar í þriðja leikhluta og náðu ágætis köflum í sínum varnarleik. Sóknarlega þurftu þeir þó að hafa mikið fyrir hlutunum og fengu lítið af opnum skotum. Nikolas Tomsick setti þó góð stig á töfluna og hann og Jaka Brodnik sáu til þess að munurinn var aðeins sex stig fyrir lokafjórðungin, staðan fyrir hann 66-60. Heimamenn lokuðu hins vegar sjoppunni í fjórða leikhlutanum. Þeir voru grimmir sóknar- og varnarlega og náðu muninum fljótlega yfir tíu stigin. Axel Kárason skaut heimamönnum smá skelk í bringu þegar hann setti tvo þrista undir lok leiksins en heimamenn svöruðu af krafti. Síðustu sóknirnar voru heimamenn mikið á vítalínunni og kláruðu leikinn þar. Lokatölur 93-83 fyrir Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Þeir höfðu yfirhöndina í dag á flestum sviðum. Þó að þeir hafi aldrei slitið Tindastól alveg frá sér þá höfðu þeir stjórn á aðstæðum og sigurinn bæði sanngjarn og að lokum nokkuð öruggur. Varnarlega er allt annað að sjá til Grindavíkurliðsins en oft í vetur. Þeir berjast af miklum krafti um öll fráköst og það eru margir að skila framlagi á báðum endum vallarins. Leikmenn Tindastóls virkuðu hins vegar flatir og eins og þeir hefðu aldrei almennilega trú á því sem þeir voru að gera. Þessir stóðu upp úr: Kazembe Abif er alltaf að komast betur og betur inn í lið Grindavíkur. Hann skoraði 20 stig í dag og tók 9 fráköst. Það voru margir að leggja í púkkið hjá Grindavík. Kristófer Breki spilaði frábæra vörn á Nick Tomsick, Þorleifur Ólafsson kom með fínt framlag og Ólafur Ólafsson, Kristinn Pálsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson skiluðu allir sínu og vel það. Hjá Stólunum var Tomsick stigahæstur og mörg stig komu eftir að hann keyrði á körfuna og setti boltann niður eða fékk víti. Jaka Brodnik átti góðar rispur en var pirraður og kvartaði mikið í dómurum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir ágætis stigaskor Nick Tomsick skoraði hann ekki eina þriggja stiga körfu í kvöld úr sjö tilraunum. Bæði lið hittu frekar illa fyrir utan en Grindvíkingar voru duglegri undir körfunni, bæði í stigaskori og fráköstum. Það vantaði baráttuna í Tindastólsmenn og það er eitthvað sem Skagfirðingar eru eflaust ekki sáttir með. Hvað gerist næst? Grindavík lyftu sér upp í 4.sætið með sigrinum, að minnsta kosti tímabundið, en bæði KR og Valur eiga leik til góða. Grindavík mætir einmitt Val í næstu umferð. Tindastóll á Stjörnuna heima í næsta leik og eru ekki öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Daníel Guðni: Vonandi að fara að toppa á réttum tíma Daníel Guðni Guðmundsson virðist vera á góðri leið með Grindavíkurliðið.Vísir / Bára Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari sagði sína menn hafa spilað heilt yfir góðan leik í dag þegar Grindvíkingar lögðu Tindastól að velli. „Þetta var virkilega gott bæði í vörn og sókn. Við fundum þær opnanir sem við vorum að leita eftir og gerðum það vel. Varnarlega er ég alltaf að verða ánægðari, ég hefði reyndar viljað halda þeim undir 80 stigum. Við skorum 93 þannig að við erum aðeins betur smurðir í sókn,“ sagði Daníel við Vísi eftir leik. Stemmningin hefur heldur betur færst til Grindvíkinga í síðustu leikjum og Daníel leitaði í frægt slagorð þegar hann minntist á þessa staðreynd. „Allir sem einn, hvort sem menn eru að koma inná eða ekki. Á síðustu æfingum er til dæmis Jóhann Árni (Ólafsson) að rífa menn í gang og láta þá heyra það. Hann er drifkraftur í þessu, ég notaði níu menn í fyrri hálfleik en fækkaði aðeins í seinni. Mjög ánægjulegt hvernig allir eru að stíga upp á öllum sviðum.“ „Við erum að vinna saman í vörn, hlaupa kerfin og stjórna hraða. Þetta er allt að koma saman og í áttina að því að við erum vonandi að toppa á réttum tíma. Svo verður forvitnilegt að sjá þegar Dagur kemur inn aftur,“ sagði Baldur en Dagur Kár Jónsson hefur verið frá í síðustu leikjum eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Stjörnunni. Daníel sagði að Grindvíkingar myndu ekki flýta sér að koma honum inn í liðið. „Ég ætla að sjá hvernig leikirnir þróast hér í kvöld og hvernig staðan verður. Við ætlum ekki að ana að neinu, hann byrjar að æfa hægt og rólega. Ég vil hafa hann heilan í úrslitakeppninni frekar en að tefla í tvísýnu í síðasta leik í deild.“ Tindastóll náði sínum áhlaupum í leiknum og þegar skammt var eftir munaði afar litlu að Axel Kárason setti niður þriggja stiga skot sem hefði komið muninum niður í fjögur stig. „Við erum að spila gegn góðu liði og það hefði verið barnalegt af okkur að halda að þeir kæmu ekki með áhlaup, sérstaklega með þá leikmenn sem þeir eru með. Menn byrjuðu að hitna en við vorum traustir og yfirvegaðir.“ Kristófer Breki Gylfason spilaði enn og aftur frábæra vörn fyrir heimamenn, í þetta sinn á Nick Tomsick sem skoraði ekki þriggja stiga körfu í leiknum. „Já, var hann núll af sjö í þristum? spurði Daníel hissa. Flestir í deildinni vita núna hvað Breki er að gera fyrir liðið. Hann er góð skytta fyrir utan en varnarlega eru hann, og Björgvin sömuleiðis, að setja tóninn fyrir okkur.“ Baldur: Þurfum klárlega að vera betri en þetta Baldur Þór Ragnarsson var ósáttur með sitt lið í kvöld.Vísir / Bára „Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist" sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir tap liðsins gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. Grindvíkingar leiddu leikinn allan tímann í dag og þó svo að Stólarnir hafi gert tilraunir til að minnka muninn þannig að spenna færðist í leikinn þá virtust heimamenn alltaf hafa tök á aðstæðum. „Ég er mjög ósáttur með frammistöðuna í leiknum. Heilt yfir vorum við flatir varnarlega og það vantar allan takt í þetta. Ég efast um að nokkur maður geti litið í eigin barm og sagt að þetta hafi verið hans leikur. Það þarf að finna lausnir á þessu." Það hefur sýnt sig í deildinni í vetur að hlutirnir eru fljótir að breytast og einn sigur getur komið mönnum á rétt spor. Stólarnir eru ekki í takti og það á slæmum tíma, rétt áður en úrslitakeppnin hefst. „Við höfum verið að gera ákveðna hluti vel, höfum verið í vandræðum sóknarlega tvo leiki í röð. Við þurfum að fara aftur í það sem við vorum að gera vel í þessum leikjum gegn Hetti, Þór Akureyri og Þór frá Þorlákshöfn þar sem við vorum að skora stig." „Að sama skapi þurfum við að gera betur varnarlega í að átta okkur að aðstæðum og sjá þeirra hreyfingar fyrr í stað þess að bregðst við einni sekúndu of seint. Þá eru þeir að komast djúpt og við í vandræðum. Við þurfum klárlega að vera betri en þetta." Björgvin: Við erum ekkert að grínast Björgvin treður með tilþrifum fyrr í vetur.Vísir Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur heldur betur stigið upp í síðustu leikjum og verið gjörsamlega frábær fyrir Grindvíkinga. Hann talaði mikið um góða liðsframmistöðu í síðustu leikjum. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við höfum verið góðir í síðustu leikjum, höfum verið að ná forskoti en svo misst það niður. Ég er mjög ánægður að við héldum forystunni allan tímann í dag. Þeir náðu þessu niður í sex stig en við héldum áfram og kláruðum leikinn,“ sagði Björgvin við Vísi eftir leik. „Við erum að fá sjálfstraust og að rúlla á mörgum mönnum. Við eigum Dag inni fyrir úrslitakeppnina og verðum enn betri og ætlum að byggja ofan á þetta. Við erum ekkert að grínast, við ætlum að ná eins langt og við getum þegar kemur að úrslitakeppninni.“ Björgvin vildi ekki gera of mikið úr sinni frammistöðu í síðustu leikjum. „Maður reynir að gera það sem þjálfarinn leggur upp með. Mér finnst ég ekkert vera sá eini því við erum að fá framlag frá mörgum. Til dæmi Breki í vörninni, geggjaður í vörn fyrir okkur. Það skilar sér ekki endilega í tölfræðinni.“ „Við erum allir að gera þetta saman sem lið og það er að skila þessu. Okkur er sama hver fær tölur í tölfræðina. Við erum að gera þetta sem lið og það skilaði sigri í dag og í síðustu leikjum.“ Dominos-deild karla UMF Grindavík Tindastóll
Grindvíkingar unnu sanngjarnan tíu stiga sigur á Tindastóli í Domino´s deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar eiga enn von um að ná heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Heimamenn settu tóninn strax í upphafi og skoruðu þriggja stiga körfu í sinni fyrstu sókn. Grindvíkingar hafa stigið vel upp í síðustu leikjum og hreinlega geisluðu af sjálfstrausti í upphafi. Kristinn Pálsson var magnaður fyrstu mínúturnar og var kominn með 10 stig eftir fyrsta leikhluta. Grindvíkingar héldu Tindastóli nokkrum stigum frá sér allan fyrri hálfleikinn og náðu mest fimmtán stiga forystu en leiddu 53-39 í hálfleik. Leikmenn Tindastóls náðu aðeins að sýna klærnar í þriðja leikhluta og náðu ágætis köflum í sínum varnarleik. Sóknarlega þurftu þeir þó að hafa mikið fyrir hlutunum og fengu lítið af opnum skotum. Nikolas Tomsick setti þó góð stig á töfluna og hann og Jaka Brodnik sáu til þess að munurinn var aðeins sex stig fyrir lokafjórðungin, staðan fyrir hann 66-60. Heimamenn lokuðu hins vegar sjoppunni í fjórða leikhlutanum. Þeir voru grimmir sóknar- og varnarlega og náðu muninum fljótlega yfir tíu stigin. Axel Kárason skaut heimamönnum smá skelk í bringu þegar hann setti tvo þrista undir lok leiksins en heimamenn svöruðu af krafti. Síðustu sóknirnar voru heimamenn mikið á vítalínunni og kláruðu leikinn þar. Lokatölur 93-83 fyrir Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Þeir höfðu yfirhöndina í dag á flestum sviðum. Þó að þeir hafi aldrei slitið Tindastól alveg frá sér þá höfðu þeir stjórn á aðstæðum og sigurinn bæði sanngjarn og að lokum nokkuð öruggur. Varnarlega er allt annað að sjá til Grindavíkurliðsins en oft í vetur. Þeir berjast af miklum krafti um öll fráköst og það eru margir að skila framlagi á báðum endum vallarins. Leikmenn Tindastóls virkuðu hins vegar flatir og eins og þeir hefðu aldrei almennilega trú á því sem þeir voru að gera. Þessir stóðu upp úr: Kazembe Abif er alltaf að komast betur og betur inn í lið Grindavíkur. Hann skoraði 20 stig í dag og tók 9 fráköst. Það voru margir að leggja í púkkið hjá Grindavík. Kristófer Breki spilaði frábæra vörn á Nick Tomsick, Þorleifur Ólafsson kom með fínt framlag og Ólafur Ólafsson, Kristinn Pálsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson skiluðu allir sínu og vel það. Hjá Stólunum var Tomsick stigahæstur og mörg stig komu eftir að hann keyrði á körfuna og setti boltann niður eða fékk víti. Jaka Brodnik átti góðar rispur en var pirraður og kvartaði mikið í dómurum. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir ágætis stigaskor Nick Tomsick skoraði hann ekki eina þriggja stiga körfu í kvöld úr sjö tilraunum. Bæði lið hittu frekar illa fyrir utan en Grindvíkingar voru duglegri undir körfunni, bæði í stigaskori og fráköstum. Það vantaði baráttuna í Tindastólsmenn og það er eitthvað sem Skagfirðingar eru eflaust ekki sáttir með. Hvað gerist næst? Grindavík lyftu sér upp í 4.sætið með sigrinum, að minnsta kosti tímabundið, en bæði KR og Valur eiga leik til góða. Grindavík mætir einmitt Val í næstu umferð. Tindastóll á Stjörnuna heima í næsta leik og eru ekki öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Daníel Guðni: Vonandi að fara að toppa á réttum tíma Daníel Guðni Guðmundsson virðist vera á góðri leið með Grindavíkurliðið.Vísir / Bára Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari sagði sína menn hafa spilað heilt yfir góðan leik í dag þegar Grindvíkingar lögðu Tindastól að velli. „Þetta var virkilega gott bæði í vörn og sókn. Við fundum þær opnanir sem við vorum að leita eftir og gerðum það vel. Varnarlega er ég alltaf að verða ánægðari, ég hefði reyndar viljað halda þeim undir 80 stigum. Við skorum 93 þannig að við erum aðeins betur smurðir í sókn,“ sagði Daníel við Vísi eftir leik. Stemmningin hefur heldur betur færst til Grindvíkinga í síðustu leikjum og Daníel leitaði í frægt slagorð þegar hann minntist á þessa staðreynd. „Allir sem einn, hvort sem menn eru að koma inná eða ekki. Á síðustu æfingum er til dæmis Jóhann Árni (Ólafsson) að rífa menn í gang og láta þá heyra það. Hann er drifkraftur í þessu, ég notaði níu menn í fyrri hálfleik en fækkaði aðeins í seinni. Mjög ánægjulegt hvernig allir eru að stíga upp á öllum sviðum.“ „Við erum að vinna saman í vörn, hlaupa kerfin og stjórna hraða. Þetta er allt að koma saman og í áttina að því að við erum vonandi að toppa á réttum tíma. Svo verður forvitnilegt að sjá þegar Dagur kemur inn aftur,“ sagði Baldur en Dagur Kár Jónsson hefur verið frá í síðustu leikjum eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Stjörnunni. Daníel sagði að Grindvíkingar myndu ekki flýta sér að koma honum inn í liðið. „Ég ætla að sjá hvernig leikirnir þróast hér í kvöld og hvernig staðan verður. Við ætlum ekki að ana að neinu, hann byrjar að æfa hægt og rólega. Ég vil hafa hann heilan í úrslitakeppninni frekar en að tefla í tvísýnu í síðasta leik í deild.“ Tindastóll náði sínum áhlaupum í leiknum og þegar skammt var eftir munaði afar litlu að Axel Kárason setti niður þriggja stiga skot sem hefði komið muninum niður í fjögur stig. „Við erum að spila gegn góðu liði og það hefði verið barnalegt af okkur að halda að þeir kæmu ekki með áhlaup, sérstaklega með þá leikmenn sem þeir eru með. Menn byrjuðu að hitna en við vorum traustir og yfirvegaðir.“ Kristófer Breki Gylfason spilaði enn og aftur frábæra vörn fyrir heimamenn, í þetta sinn á Nick Tomsick sem skoraði ekki þriggja stiga körfu í leiknum. „Já, var hann núll af sjö í þristum? spurði Daníel hissa. Flestir í deildinni vita núna hvað Breki er að gera fyrir liðið. Hann er góð skytta fyrir utan en varnarlega eru hann, og Björgvin sömuleiðis, að setja tóninn fyrir okkur.“ Baldur: Þurfum klárlega að vera betri en þetta Baldur Þór Ragnarsson var ósáttur með sitt lið í kvöld.Vísir / Bára „Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist" sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir tap liðsins gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. Grindvíkingar leiddu leikinn allan tímann í dag og þó svo að Stólarnir hafi gert tilraunir til að minnka muninn þannig að spenna færðist í leikinn þá virtust heimamenn alltaf hafa tök á aðstæðum. „Ég er mjög ósáttur með frammistöðuna í leiknum. Heilt yfir vorum við flatir varnarlega og það vantar allan takt í þetta. Ég efast um að nokkur maður geti litið í eigin barm og sagt að þetta hafi verið hans leikur. Það þarf að finna lausnir á þessu." Það hefur sýnt sig í deildinni í vetur að hlutirnir eru fljótir að breytast og einn sigur getur komið mönnum á rétt spor. Stólarnir eru ekki í takti og það á slæmum tíma, rétt áður en úrslitakeppnin hefst. „Við höfum verið að gera ákveðna hluti vel, höfum verið í vandræðum sóknarlega tvo leiki í röð. Við þurfum að fara aftur í það sem við vorum að gera vel í þessum leikjum gegn Hetti, Þór Akureyri og Þór frá Þorlákshöfn þar sem við vorum að skora stig." „Að sama skapi þurfum við að gera betur varnarlega í að átta okkur að aðstæðum og sjá þeirra hreyfingar fyrr í stað þess að bregðst við einni sekúndu of seint. Þá eru þeir að komast djúpt og við í vandræðum. Við þurfum klárlega að vera betri en þetta." Björgvin: Við erum ekkert að grínast Björgvin treður með tilþrifum fyrr í vetur.Vísir Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur heldur betur stigið upp í síðustu leikjum og verið gjörsamlega frábær fyrir Grindvíkinga. Hann talaði mikið um góða liðsframmistöðu í síðustu leikjum. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við höfum verið góðir í síðustu leikjum, höfum verið að ná forskoti en svo misst það niður. Ég er mjög ánægður að við héldum forystunni allan tímann í dag. Þeir náðu þessu niður í sex stig en við héldum áfram og kláruðum leikinn,“ sagði Björgvin við Vísi eftir leik. „Við erum að fá sjálfstraust og að rúlla á mörgum mönnum. Við eigum Dag inni fyrir úrslitakeppnina og verðum enn betri og ætlum að byggja ofan á þetta. Við erum ekkert að grínast, við ætlum að ná eins langt og við getum þegar kemur að úrslitakeppninni.“ Björgvin vildi ekki gera of mikið úr sinni frammistöðu í síðustu leikjum. „Maður reynir að gera það sem þjálfarinn leggur upp með. Mér finnst ég ekkert vera sá eini því við erum að fá framlag frá mörgum. Til dæmi Breki í vörninni, geggjaður í vörn fyrir okkur. Það skilar sér ekki endilega í tölfræðinni.“ „Við erum allir að gera þetta saman sem lið og það er að skila þessu. Okkur er sama hver fær tölur í tölfræðina. Við erum að gera þetta sem lið og það skilaði sigri í dag og í síðustu leikjum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum