Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 85-96 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Garðabæ Árni Jóhannsson skrifar 6. maí 2021 21:20 Valur - KR Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. Liðin voru ekki upp á sitt besta sóknarlega fyrstu mínútur leiksins en bæði lið hittu afleitlega þangað til um miðjan fyrsta leikhluta. Gestirnir úr Vesturbænum tóku þá betur við sér og náðu ágætis forskoti en heimamenn náðu að komast í takt og minnka muninn niður í tvö stig áður en Mirza Saralilja náði sér í þrjú vítaskot og dæmd var tæknivilla á KR þannig að fjögur vítaskot fóru upp og svo niður. Stjarnan hélt að þeir væru á leiðinni inni í leikhlé með tveggja stiga forskot en Þórir Þorbjarnason var á öðru máli og skoraði flautukörfu til að ná forskotinu aftur fyrir gestina 22-23 eftir fyrsta fjórðung. KR kom svo út í annan leikhluta af fítonskrafti og náðu að koma sér í sex stiga forskot áður en heimamenn fengu tækifæri til að gera áhlaup. Minnkuðu þeir muninn niður í tvö stig, 33-35 en KR þrýsti þá á bremsurnar, stöðvuðu heimamenn í sínum sóknaraðgerðum og skoruðu níu stig í röð. Þeim mun héldu þeir til loka fyrri hálfleiks sem endaði 45-54. KR hitti mikið betur en heimamenn og spiluðu þéttari vörn sem skilaði þeim forskotinu. Það átti eftir að vera stef leiksins. Stjarnan kom rjúkandi út úr búningsklefanum sínum og á tímapunkti leiddur þeir leikhlutann 12-6. Þá var staðan komin niður í þrjú stig en ekki áttu þeir orku til að klára endurkomuna og áhlaupið og eftir nokkur andartök voru KR-ingar byrjaðir að loka á þá aftur og skora góðar körfur. Munurinn rauk aftur upp fyrir tveggja stafa tolu og var Þórir Þorbjarna lykilmaður í því ferli en lykilmenn KR áttu oft erfitt sóknarlega. Tyler Sabin skoraði t.a.m. þrjú stig í fyrsta leikhluta og tvör stig í þeim þriðja og það er styrkleikamerki hjá KR að fleiri geti stigið upp bæði varnarlega og sóknarlega. Þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan 69-77 og virtist það ætla að vera þannig að Stjarnan væri á leið sinni í annað áhlaup. Áhlaupið kom en bara á varnarendanum. Þegar sóknarleikur KR var stöðvaður fylgdu ekki körfur þannig að heimamenn komust ekki nær en fimm stigum og KR nýtti sér það til að finna taktinn aftur sóknarlega til að auka muninn aftur upp í 10 stig eða meira og leikurinn fjaraði síðan út fyrir heimamenn og KR fagnaði ógurlega þegar flautan gall. Lokatölur 85-96 og fimm leikja taphrinu KR-inga er lokið. Af hverju vann KR? KR-ingar náðu loksins að binda saman bæði varnarleik sinn og sóknarleik. Þeir fengu framlag úr mörgum áttum á báðum endum vallarins og náðu að halda haus þegar Stjörnumenn nálguðust. Stjarnan hinsvegar virkaði eins og að þeir hefðu ekki nægt bensín til að keyra almennilega á gestina þegar á þurfti að halda til að naga niður forskotið. Hvað gekk vel? Leikur KR gekk mjög vel heilt yfir eins og komið var inn á áðan. Þeir töpuðu færri boltum, vörðu fleiri skot, stálu boltanum oftar og hittu mun betur en heimamenn og þegar það kemur allt saman þá er það góðs viti. Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk hinsvegar ekki vel nema á stuttum köflum í kvöld. Í heild hittu þeir úr 38% skota sinna og einungis 25% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línunnar. Þá gekk þeim illa að halda haus en bekkurinn fékk dæmdar á sig þrjár tæknivillur þannig að Arnari Guðjónss. var vísað úr salnum. Dómgæslan fór í taugarnar á þeim en ekki er það augljóst að það hafi hallað á nokkurn í kvöld. Dómgæslan var jafnslæm fyrir bæði lið. Hvað næst? Lokaumferð Dominos deildar karla bíður okkar á mánudaginn. Bæði lið eru örugg inn í úrslitakeppni en KR þarf enn að tryggja sér heimaleikjaréttinn. Þeir mæta ÍR í DHL höllinni en ÍR er enn að reyna að komast inn í úrslitakeppni. Stjarnan ferðast norður á Sauðárkrók en þeir eru með öruggan heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Hörður Unnsteinsson: Við þurftum á þessum sigri að halda KR- Valur Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍVísir/Hulda Margrét Aðstoðarþjálfari KR var, augljóslega, himinlifandi með sigur sinna manna sem og frammistöðuna þegar KR sigraði Stjörnuna í Garðabænum fyrr í kvöld. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Við þurftum á þessum að halda eftir fínar frammistöður upp á síðkastið þar sem við höfum kannski verið óheppnir að ná ekki að klára leikina. Við þurftum á þessum sigri svo sannarlega að halda. Varnarleikurinn okkar var frábær í dag, hann er búinn að vera það undanfarið, en í dag náðum við að strengja saman vörn og sókn. Það er eitthvað sem ekki hefur gerst upp á síðkastið.“ Hörður var spurður að því í bæði gríni og alvöru hvort það hefði ekki verið mikilvægt að skilja ekki eftir litla forystu eftir þegar lítið væri eftir. Svona með undanfarna leiki í huga. „Já það er mikilvægt. Við vissum alltaf að Stjörnumenn myndu koma með sprett í lokaleikhlutanum þannig að við náðum að halda þeim fyrir aftan okkur og klára þetta í lokin.“ Eru KR-ingar að hugsa um stöðu sína í úrslitakeppninni? Það er að segja hvort þeir endi í fjórða eða fimmta sæti. „Við erum voða lítið að spá í því satt best að segja. Við erum, að ég held, komnir upp í fjórða sæti. Okkur langar að enda þar, okkur langar í heimaleikjaréttinn og spila á heimavelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hverja við fáum verður svo bara að ráðast. Það er allt í járnum þarna í miðjupakkanum.“ Hörður var að lokum spurður út í þátt Þóris Þorbjarnarsonar í þessum leik en hann var mögulega að spila sinn besta leik eftir að hafa snúið aftur heim úr háskóla. „Hann var frábær. Við verðum að muna það að Þórir er að koma úr fjögurra ára háskólanámi út í Nebraska þar sem allt annar körfubolti og allt annar stíll er spilaður þar. Hann var frábær í dag. Nákvæmlega eins og við höfum verið að sjá á æfingum og við höfum beðið eftir að springi út í leikjum. Við verðum bara að vera þolinmóðir með það.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan KR
KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. Liðin voru ekki upp á sitt besta sóknarlega fyrstu mínútur leiksins en bæði lið hittu afleitlega þangað til um miðjan fyrsta leikhluta. Gestirnir úr Vesturbænum tóku þá betur við sér og náðu ágætis forskoti en heimamenn náðu að komast í takt og minnka muninn niður í tvö stig áður en Mirza Saralilja náði sér í þrjú vítaskot og dæmd var tæknivilla á KR þannig að fjögur vítaskot fóru upp og svo niður. Stjarnan hélt að þeir væru á leiðinni inni í leikhlé með tveggja stiga forskot en Þórir Þorbjarnason var á öðru máli og skoraði flautukörfu til að ná forskotinu aftur fyrir gestina 22-23 eftir fyrsta fjórðung. KR kom svo út í annan leikhluta af fítonskrafti og náðu að koma sér í sex stiga forskot áður en heimamenn fengu tækifæri til að gera áhlaup. Minnkuðu þeir muninn niður í tvö stig, 33-35 en KR þrýsti þá á bremsurnar, stöðvuðu heimamenn í sínum sóknaraðgerðum og skoruðu níu stig í röð. Þeim mun héldu þeir til loka fyrri hálfleiks sem endaði 45-54. KR hitti mikið betur en heimamenn og spiluðu þéttari vörn sem skilaði þeim forskotinu. Það átti eftir að vera stef leiksins. Stjarnan kom rjúkandi út úr búningsklefanum sínum og á tímapunkti leiddur þeir leikhlutann 12-6. Þá var staðan komin niður í þrjú stig en ekki áttu þeir orku til að klára endurkomuna og áhlaupið og eftir nokkur andartök voru KR-ingar byrjaðir að loka á þá aftur og skora góðar körfur. Munurinn rauk aftur upp fyrir tveggja stafa tolu og var Þórir Þorbjarna lykilmaður í því ferli en lykilmenn KR áttu oft erfitt sóknarlega. Tyler Sabin skoraði t.a.m. þrjú stig í fyrsta leikhluta og tvör stig í þeim þriðja og það er styrkleikamerki hjá KR að fleiri geti stigið upp bæði varnarlega og sóknarlega. Þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan 69-77 og virtist það ætla að vera þannig að Stjarnan væri á leið sinni í annað áhlaup. Áhlaupið kom en bara á varnarendanum. Þegar sóknarleikur KR var stöðvaður fylgdu ekki körfur þannig að heimamenn komust ekki nær en fimm stigum og KR nýtti sér það til að finna taktinn aftur sóknarlega til að auka muninn aftur upp í 10 stig eða meira og leikurinn fjaraði síðan út fyrir heimamenn og KR fagnaði ógurlega þegar flautan gall. Lokatölur 85-96 og fimm leikja taphrinu KR-inga er lokið. Af hverju vann KR? KR-ingar náðu loksins að binda saman bæði varnarleik sinn og sóknarleik. Þeir fengu framlag úr mörgum áttum á báðum endum vallarins og náðu að halda haus þegar Stjörnumenn nálguðust. Stjarnan hinsvegar virkaði eins og að þeir hefðu ekki nægt bensín til að keyra almennilega á gestina þegar á þurfti að halda til að naga niður forskotið. Hvað gekk vel? Leikur KR gekk mjög vel heilt yfir eins og komið var inn á áðan. Þeir töpuðu færri boltum, vörðu fleiri skot, stálu boltanum oftar og hittu mun betur en heimamenn og þegar það kemur allt saman þá er það góðs viti. Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk hinsvegar ekki vel nema á stuttum köflum í kvöld. Í heild hittu þeir úr 38% skota sinna og einungis 25% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línunnar. Þá gekk þeim illa að halda haus en bekkurinn fékk dæmdar á sig þrjár tæknivillur þannig að Arnari Guðjónss. var vísað úr salnum. Dómgæslan fór í taugarnar á þeim en ekki er það augljóst að það hafi hallað á nokkurn í kvöld. Dómgæslan var jafnslæm fyrir bæði lið. Hvað næst? Lokaumferð Dominos deildar karla bíður okkar á mánudaginn. Bæði lið eru örugg inn í úrslitakeppni en KR þarf enn að tryggja sér heimaleikjaréttinn. Þeir mæta ÍR í DHL höllinni en ÍR er enn að reyna að komast inn í úrslitakeppni. Stjarnan ferðast norður á Sauðárkrók en þeir eru með öruggan heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Hörður Unnsteinsson: Við þurftum á þessum sigri að halda KR- Valur Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍVísir/Hulda Margrét Aðstoðarþjálfari KR var, augljóslega, himinlifandi með sigur sinna manna sem og frammistöðuna þegar KR sigraði Stjörnuna í Garðabænum fyrr í kvöld. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Við þurftum á þessum að halda eftir fínar frammistöður upp á síðkastið þar sem við höfum kannski verið óheppnir að ná ekki að klára leikina. Við þurftum á þessum sigri svo sannarlega að halda. Varnarleikurinn okkar var frábær í dag, hann er búinn að vera það undanfarið, en í dag náðum við að strengja saman vörn og sókn. Það er eitthvað sem ekki hefur gerst upp á síðkastið.“ Hörður var spurður að því í bæði gríni og alvöru hvort það hefði ekki verið mikilvægt að skilja ekki eftir litla forystu eftir þegar lítið væri eftir. Svona með undanfarna leiki í huga. „Já það er mikilvægt. Við vissum alltaf að Stjörnumenn myndu koma með sprett í lokaleikhlutanum þannig að við náðum að halda þeim fyrir aftan okkur og klára þetta í lokin.“ Eru KR-ingar að hugsa um stöðu sína í úrslitakeppninni? Það er að segja hvort þeir endi í fjórða eða fimmta sæti. „Við erum voða lítið að spá í því satt best að segja. Við erum, að ég held, komnir upp í fjórða sæti. Okkur langar að enda þar, okkur langar í heimaleikjaréttinn og spila á heimavelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hverja við fáum verður svo bara að ráðast. Það er allt í járnum þarna í miðjupakkanum.“ Hörður var að lokum spurður út í þátt Þóris Þorbjarnarsonar í þessum leik en hann var mögulega að spila sinn besta leik eftir að hafa snúið aftur heim úr háskóla. „Hann var frábær. Við verðum að muna það að Þórir er að koma úr fjögurra ára háskólanámi út í Nebraska þar sem allt annar körfubolti og allt annar stíll er spilaður þar. Hann var frábær í dag. Nákvæmlega eins og við höfum verið að sjá á æfingum og við höfum beðið eftir að springi út í leikjum. Við verðum bara að vera þolinmóðir með það.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.