Þurfum að fara að drullast til að spila almennilega Árni Jóhannsson skrifar 6. maí 2021 21:45 Arnar Guðjónsson var alls ekki sáttur er hann mætti í viðtal að leik loknum. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki í góðu skapi þegar náð var í hann til að taka viðtal við hann. Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00