Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 22:00 Eldflauginni var skotið á loft á dögunum og flutti hún fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á braut um jörðu. AP/Ju Zhenhua Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi. Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi.
Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira