Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 11:55 Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu vegna breyttra reglna á Covid á landamærunum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. Þetta sagði Svandís í viðtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem hún kynnti breytingarnar. Þær eru gerðar á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Núverandi reglugerð, sem tók gildi á miðnætti á miðvikudag, átti að gilda í viku. Nú er ljóst að afléttingar taka gildi þremur dögum fyrr en reiknað var með. „Við töluðum um það í síðustu viku að við myndum framlengja í eina viku og sjá hvernig faraldurinn myndi þróast. Svo hefur þróunin bara verið góð,“ sagði Svandís. Nýja reglugerðin gildir í rúmar tvær vikur eða til miðvikudagsins 26. maí. Klippa: Svandís Svavarsdóttir ræðir afléttingar „Við höfum góða stjórn á faraldrinum innanlands. Það eru auðvitað ákveðnar áskoranir á landamærum en við höfum haft stjórn á því. Bólusetningarnar ganga hraðar og betur en við höfðum áformað. Svo það var tilefni til þess að losa.“ Metdagur var í bólusetningum í gær þegar um 12.800 manns fengu fyrri sprautuna af AstraZeneca í Laugardalshöll. Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar hefur nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. 47 prósent landsmanna sextán ára og eldri hafa nú fengið eina eða tvær sprautur. Lengri opnunartími veitingahúsa og bara Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega frá og með mánudeginum taka við 75% af þeim fjölda sem stöðvarnar hafa leyfi fyrir. Þá mega veitingahús og barir hleypa inn fólki til klukkan 22 og síðustu gestir þurfa að hafa yfirgefið svæðið klukkustund síðar, klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að flest benti til þess að samfélagið væri komið í var varðandi þær hópsýkingar sem grasserað höfðu í samfélaginu. Minnti hann þó á að veiran væri enn í samfélaginu. Fimm greindust með veiruna innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar. Svandís ræddi um möguleg kaup á Spútnik V bóluefni á fundinum að því er fram kemur í dagskrá fundarins sem birt var á vef Stjórnarráðsins að fundi loknum. Að neðan má sjá tilkynningu ráðuneytisins í heild sinni og minnisblað sóttvarnalæknis í viðhengi. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund. Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þær taka gildi frá og með mánudeginum 10. maí og eiga að gilda í rúmar tvær vikur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að ýmsar aðgerðir á landamærum sem gripið var til vegna hópsýkinga sem í upphafi voru raktar til ferðamanna á landamærum sem ekki héldu reglur um sóttkví og/eða einangrun hafi skilað árangri. Undanfarna daga hafi fá smit greinst á hverjum degi utan sóttkvíar. Því megi ætla að tekist hafi að ná utan um fyrrgreind hópsmit þótt ekki sé hægt að segja að veiran sem veldur COVID-19 hafi verið upprætt úr samfélaginu. Breytingarnar sem taka gildi á mánudaginn eru eftirfarandi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Skólastarf Hámarksfjöldi fullorðinna 50 í hverju rými. Hámarksfjöldi barna/nemenda verður 100 í hverju rými. Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólanna. Blöndun milli hópa barna innan skóla heimil í sundi og íþróttum í grunnskólum. Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda. Blöndun nemenda milli hólfa einnig leyfð í háskólum. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl MinnisbladSottvarnalaeknis7maiPDF471KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fimm greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn ekki. 7. maí 2021 11:00 Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. 6. maí 2021 12:41 Ungt fólk kvíðið fyrir sprautunni: „Svolítið um að það væri að líða yfir fólk“ Yngra fólk en áður mætti í bólusetningu í Laugardalshöllina í dag þegar bólusett var með bóluefni Jansen. Nokkuð var um að liðið hafi yfir fólk en hjúkrunarfræðingur segir það ekki hafa tengst bóluefninu heldur streitu og kvíða fyrir bólusetningunni. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þetta sagði Svandís í viðtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem hún kynnti breytingarnar. Þær eru gerðar á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Núverandi reglugerð, sem tók gildi á miðnætti á miðvikudag, átti að gilda í viku. Nú er ljóst að afléttingar taka gildi þremur dögum fyrr en reiknað var með. „Við töluðum um það í síðustu viku að við myndum framlengja í eina viku og sjá hvernig faraldurinn myndi þróast. Svo hefur þróunin bara verið góð,“ sagði Svandís. Nýja reglugerðin gildir í rúmar tvær vikur eða til miðvikudagsins 26. maí. Klippa: Svandís Svavarsdóttir ræðir afléttingar „Við höfum góða stjórn á faraldrinum innanlands. Það eru auðvitað ákveðnar áskoranir á landamærum en við höfum haft stjórn á því. Bólusetningarnar ganga hraðar og betur en við höfðum áformað. Svo það var tilefni til þess að losa.“ Metdagur var í bólusetningum í gær þegar um 12.800 manns fengu fyrri sprautuna af AstraZeneca í Laugardalshöll. Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar hefur nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. 47 prósent landsmanna sextán ára og eldri hafa nú fengið eina eða tvær sprautur. Lengri opnunartími veitingahúsa og bara Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar mega frá og með mánudeginum taka við 75% af þeim fjölda sem stöðvarnar hafa leyfi fyrir. Þá mega veitingahús og barir hleypa inn fólki til klukkan 22 og síðustu gestir þurfa að hafa yfirgefið svæðið klukkustund síðar, klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að flest benti til þess að samfélagið væri komið í var varðandi þær hópsýkingar sem grasserað höfðu í samfélaginu. Minnti hann þó á að veiran væri enn í samfélaginu. Fimm greindust með veiruna innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar. Svandís ræddi um möguleg kaup á Spútnik V bóluefni á fundinum að því er fram kemur í dagskrá fundarins sem birt var á vef Stjórnarráðsins að fundi loknum. Að neðan má sjá tilkynningu ráðuneytisins í heild sinni og minnisblað sóttvarnalæknis í viðhengi. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund. Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þær taka gildi frá og með mánudeginum 10. maí og eiga að gilda í rúmar tvær vikur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að ýmsar aðgerðir á landamærum sem gripið var til vegna hópsýkinga sem í upphafi voru raktar til ferðamanna á landamærum sem ekki héldu reglur um sóttkví og/eða einangrun hafi skilað árangri. Undanfarna daga hafi fá smit greinst á hverjum degi utan sóttkvíar. Því megi ætla að tekist hafi að ná utan um fyrrgreind hópsmit þótt ekki sé hægt að segja að veiran sem veldur COVID-19 hafi verið upprætt úr samfélaginu. Breytingarnar sem taka gildi á mánudaginn eru eftirfarandi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Skólastarf Hámarksfjöldi fullorðinna 50 í hverju rými. Hámarksfjöldi barna/nemenda verður 100 í hverju rými. Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólanna. Blöndun milli hópa barna innan skóla heimil í sundi og íþróttum í grunnskólum. Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda. Blöndun nemenda milli hólfa einnig leyfð í háskólum. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl MinnisbladSottvarnalaeknis7maiPDF471KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fimm greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn ekki. 7. maí 2021 11:00 Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. 6. maí 2021 12:41 Ungt fólk kvíðið fyrir sprautunni: „Svolítið um að það væri að líða yfir fólk“ Yngra fólk en áður mætti í bólusetningu í Laugardalshöllina í dag þegar bólusett var með bóluefni Jansen. Nokkuð var um að liðið hafi yfir fólk en hjúkrunarfræðingur segir það ekki hafa tengst bóluefninu heldur streitu og kvíða fyrir bólusetningunni. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fimm greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn ekki. 7. maí 2021 11:00
Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. 6. maí 2021 12:41
Ungt fólk kvíðið fyrir sprautunni: „Svolítið um að það væri að líða yfir fólk“ Yngra fólk en áður mætti í bólusetningu í Laugardalshöllina í dag þegar bólusett var með bóluefni Jansen. Nokkuð var um að liðið hafi yfir fólk en hjúkrunarfræðingur segir það ekki hafa tengst bóluefninu heldur streitu og kvíða fyrir bólusetningunni. 5. maí 2021 22:31