Má bjóða þér afkomubætandi aðgerðir? Daði Már Kristófersson skrifar 7. maí 2021 12:31 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun