Þann 17. maí munu Bretar fá að ferðast til Íslands, auk ellefu annarra landa og svæða. Undanfarnar vikur hafa öll ónauðsynleg ferðalög verið bönnuð Bretum.
Auk Íslands mega Bretar ferðast til Portúgal, Gíbraltar, Ísrael, Ástralía, Brúnei, Falklandseyja, Færeyja, Nýja Sjálands, Singapore, Suður-Georgíu og Suður-Sandvíkureyja, og Sankti Helenu.
Talið er að með þessum nýja lista muni ferðabókanir til þessara tólf landa aukast gríðarlega og má því búast við fjölda breskra ferðamanna á Íslandi á næstu vikum.
Bólusetningar hafa gengið vonum framar í Bretlandi og er meirihluti fullorðinna þegar fullbólusettur. Þeir munu þó þurfa að fara í skimun áður en þeir ferðast og í svokallað PCR-próf einum eða tveimur dögum fyrir heimkomu. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna aftur til Bretlands, sem Bretar gleðjast líklega yfir.