Skoðun

DAGA-kerfi með allan fisk seldan á fiskmarkaði

Kári Jónsson skrifar

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina að sameinast um afnám kvótakerfisins og taka upp DAGA-kerfi með allann fisk seldan á fiskmarkaði, verkalýðshreyfingin/sjómanna-samtökin verða að koma með afgerandi hætti að málinu fyrir hönd sinna umbjóðenda.

Óþarft er að telja upp neikvæðar afleiðingar kvótakerfisins, árangurinn er enginn fyrir þjóðina en allur fyrir handhafa nýtingarréttarinns, þau 37-ár sem kvótakerfið hefur verið við líði.

Ekki dugar að leggja til afnám kvótakerfisins, nema að önnur og betri fiskveiðistjórn taki við.

Lausnin er DAGA-kerfi með allann fisk seldan á fiskmarkaði.

Er um að úthluta óframseljanlegum DÖGUM í staðinn fyrir aflaheimild, fyrir hvern skipa/bátaflokk.

Er um að selja fiskinn til hæstbjóðenda.

Er um að bregðast hratt við breytingum á fiskmiðunum, með fækkun/fjölgun DAGA.

Er um að lágmarka brottkast.

Er um afnám framhjá-löndunar.

Er um afnám ísprufusvindls.

Er um að endurreisa sjávarbyggðir landsins.

Er um að færa eignarhald þjóðarinnar á sjávar-auðlind og nýtingarrétti til fólksins.

Er um að rjúfa óslitna virðiskeðju útgerða/fiskvinnslu og markaðs-fyrirtækja.

Er um að uppræta launaþjófnað á sjómönnum.

Er um að uppræta OFUR-vald sæ-GARKA gagnvart kjörnum fulltrúum og almenningi.

Úthlutun fjölda DAGA fyrir hvern skipa/bátaflokk tekur mið af sóknargetu síðastliðin 5-ár.

DAGA-kerfi afnemur/lágmarkar brottkast.

DAGA-kerfi afnemur framhjá-löndun.

DAGA-kerfi afnemur ísprufusvindl.

Að selja allann fisk á fiskmarkaði, þýðir að hvert uppboð tryggir hæsta mögulega fiskverð.

Fiskmarkaðsverð er að meðaltali 30-50% hærra en verðlagsstofu-fiskverð.

Sala fisksinns á fiskmarkaði lágmarkar hættuna á launaþjófnaði, sem tryggir heilbrigða-samkeppni fyrir útgerð og fiskvinnslu.

Sala fisksins á fiskmarkaði tekur OFUR-valdið frá núverandi handhöfum nýtingarréttarinns.

Gerum frjálst-framsal/virðiskeðjuna/fiskmarkaðinn og kvótakerfið að ALVÖRU-kosningarmáli í væntanlegum kosningum.

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×