Hverjum er ekki treystandi fyrir húsnæðismálum? Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. maí 2021 08:01 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem sat í heil tólf ár, frá 1995 til 2007, er án nokkurs vafa skaðlegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Þessi stjórn umbreytti skattkerfinu svo skattbyrði fluttist frá fjármagns- og fyrirtækjaeigendum yfir á launafólk svo nam tugum ef ekki yfir hundrað milljörðum árlega. Í tíð þessarar stjórnar varð mest samþjöppun í útgerð svo að í lok setu hennar voru fiskveiðiauðlindir þjóðarinnar komnar undir örfáar fjölskyldur. Þetta er ríkisstjórnin sem einkavæddi ríkisfyrirtæki og loks viðskiptabankanna með þekktum afleiðingum. Þetta er ríkisstjórnin sem vanrækti innviði og grunnkerfi samfélagsins svo við erum nú í stórri skuld við okkur sjálf. Og þetta er ríkisstjórnin sem einkavæddi verkamannabústaðina og braut niður félagslegt húsnæðiskerfi. En það sem mig langar að segja ykkur frá í dag er önnur stórkostleg bommerta sem þessi ríkisstjórn gerði og sem allt of lítið er fjallað um. Þetta er ákvörðun sem gekk nærri þúsundum fjölskyldna en bjó líka til risavaxna skuld sem hangir yfir höfði okkar; um 230 til 270 milljarðar króna að núvirði sem við verðum að borga innan nokkurra ára, skuld sem mun lenda á börnunum okkar og skerða lífskjör þeirra. Allt út af heimsku og græðgi. Hvað er 270.000.000.000,- krónur mikið? Byrjum á því að reyna að skilja hvað 270 milljarðar króna er há upphæð. Ef við myndum nota þetta fé til að kaupa 40 m.kr. íbúðir þá gætum við staðgreitt 6750 íbúðir. Ef við myndum nota þessa fjárhæð til að greiða 30% eigið fé í sömu íbúðum, til að geta síðan leigt þær út svo leigan stæði undir láni fyrir hinum 70 prósentin á 40 árum; þá gæti þessi fjárhæð verið stofninn af 22.500 íbúða leigufélagi sem leigði út íbúðir á sanngjörnu verði. Þetta er stærðargráðan. En við munum ekki fá 22.500 íbúðir þegar við borgum 230 til 270 milljarða innan fárra ára. Við munum ekki fá neitt. Við þurfum að borga þessa upphæð og fáum akkúrat ekkert í staðinn. Þökk sé Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Geta íslensk skuldabréf orðið hluti af alþjóðlegum markaði? Sagan byrjar um aldamótin. Þá varð til sú hugmynd að snjallt væri að fjármagna íslenska húsnæðiskerfið á erlendum skuldabréfamörkuðum. En húsbréfakerfið hentaði ekki til þess. Erlendir vogunarsjóðir og áhættusæknir fjárfestar voru reyndar byrjaðir að kaupa þessi bréf, enda báru þau 5,1% verðtryggða vexti, en aðeins í smáum stíl, örfáir sjóðir með einhver tengsl til Íslands. Fjármálaráðuneyti Geirs H. Haarde vildi hins vegar sækja enn meira fé til útlanda. Til hvers? Það er ekki alveg ljóst. Kannski bara vegna þess að erlendis sjóðir voru að leita að einhverjum pappírum með háum vöxtum. Ef skuldabréfin yrðu aðlöguð að þeirra væntingum mætti kannski sækja mikið fé og kannski á lægri vöxtum. Kannski væri hægt að auka hagsæld á Íslandi með auðveldari aðgengi að erlendu lánsfé? Þetta var í aðdraganda bankabólurnar miklu og þarna hljómaði þetta ekki eins illa og í dag. Frá sjónarhóli vogunarsjóðanna var innköllunarréttur Íbúðarlánasjóðs það versta við húsbréfin. Þessi réttur var settur á svo Íbúðalánasjóður gæti varið sig á skuldahliðinni ef margir lántakendur vildu greiða upp lánin sín. Þá gat sjóðurinn greitt upp hluta af þeim skuldabréfum sem hann hafði gefið út, svo hann væri ekki að borga vexti á móti peningum sem báru enga vexti. Íbúðalánasjóður var einnig varinn eignamegin. Ef margir vildu greiða upp lánin sín gat sjóðurinn lagt á uppgreiðslugjald sem var mismunurinn á vöxtunum á lánunum sem verið var að greiða upp og vöxtum á skuldabréfum sem sjóðurinn gat keypt á markaði. Þetta var gert svo tekjurnar yrðu aldrei minni en útgjöldin. Og Íbúðalánasjóður þurfti sannarlega á þessum vörnum að halda. Heildareignir hans voru næstum 900 milljarðar króna á núvirði á þessum árum. Smá skekkja milli inn- og útvaxta gat skyndilega búið til tap upp á milljarða, tugi milljarða ef ekkert var að gert. Hundruð milljarða ef kerfið var brotið. En sem sagt; vegna áhuga áhættusækinna erlendra vogunarsjóða fór fjármálaráðuneyti Geirs að leita leiða til að breyta þessu kerfi, aðlaga það að þörfum sjóðstjóra í leit að háum vöxtum. Kosningaloforð kveikir eld Þegar líða tók að kosningum 2003 sá forysta Framsóknarflokksins að hún þurfti að draga kanínu upp úr hatti sínum ef ekki átti að fara illa. Flokkurinn horfði fram á fylgistap og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var líka farinn að síga í könnunum stefndi í að stjórnin félli. Framsóknarflokkurinn kom því upp með ráð til að leysa húsnæðisvanda ungs fólks með því að hækka veðhlutfall lána hjá Íbúðalánasjóði upp í 90%. Framsókn beindi þessu erindi ekki aðeins að ungu fólki heldur líka foreldrum þeirra, sagðist ætla að losa þau við uppkomin börn af heimilinu. Það fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu fylgi en Framsókn hélt sínu, ríkisstjórnin lifði kosningarnar af. Fyrst og fremst út af 90% lánunum. Sjálfstæðisflokkurinn átti ekkert erindi í kosningunum annað en Davíð Oddsson, sem þarna var búinn að tapa mestu af pólitískri inneign sinni. Og eftir kosningarnar blönduðust þessar fyrirætlanir saman; að hækka veðhlutfallið upp í 90% og breyta fyrirkomulagi húsbréfa svo hægt væri að selja þau í miklu magni til útlendra sjóða. Það má lesa um hvernig þessar hugmyndir þróuðust í rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóð, en í stuttu máli má segja að öll þekking á áhættunni við að kljúfa á milli skulda og eigna sjóðsins hafi týnst á leiðinni. Í upphafi var hún þekkt en þegar ákvarðanir voru svo teknar á endnum var hún gleymd. Púfff. Fullt hús af flokkshestum Hér er kannski rétt að segja ykkur hvað Íbúðalánasjóður var á þessum tíma. Hann hafði verið stofnaður 1999 svo Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gætu lagt niður Húsnæðisstofnun, sem þessum flokkum fannst lykta of mikið af hugmyndum Jóhönnu Sigurðardóttur og vera með of mikið af fólki að störfum sem þessir flokkar gátu ekki treyst. Flokkarnir settu því Guðmund Bjarnason yfir Íbúðalánasjóð, fyrrum kaupfélagsstjóra, útibússtjóra Samvinnubankans, þingmann og ráðherra Framsóknar; ráðherra á útleið eins og Halldór Ásgrímsson orðaði það. Og þar sem Framsókn fékk forstjórann fékk Sjálfstæðisflokkurinn stjórnarformanninn, Gunnar S. Björnsson húsasmíðameistara. Gunnar hafði verið formaður og framkvæmdastjóri Meistarafélags húsasmiða, sem var hagsmunagæslusamtök byggingaverktaka og verið fulltrúi flokks og viðskiptahagsmuna í Húsnæðisstofnun áður. Framsókn fékk varaformanninn, Hákon Hákonarson, vélvirkja sem hafði starfað í verkalýðs- og bæjarmálum á Akureyri. Aðrir í stjórn voru þingmennirnir Kristján Pálsson frá Sjálfstæðisflokki (útgerðartæknir), Kristín Ásgeirsdóttir frá Kvennalista (sagnfræðingur) og Birkir J. Jónsson frá Framsókn (kornungur stúdent). Án vafa var og er þetta allt sómafólk, en varla hópurinn sem þið mynduð setja saman til um umbreyta næstum 900 milljarða lánasafni þar sem minnsti munur á skulda og eignahlið gat búið til risagat. Ekki hópurinn sem þið mynduð senda til erlendra bankamanna sem vildu komast yfir sjóðina. Útboðið eftir óskum vogunarsjóða Af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis virðist sem Hallur Magnússon, þá ungur Framsóknarmaður, starfsmaður Íbúðalánasjóðs og sérstakur verkefnisstjóri félagsmálaráðuneytis við innleiðingu 90% lánanna, og Jóhann G. Jóhannsson verktaki hjá Íbúðalánasjóði, sem síðar var ráðinn sem sviðsstjóri áhættustýringarsviðs sjóðsins, hafi leitt þessar umbreytingar á sjóðnum. Þeir áttu til dæmis fundi með áhugasömum erlendum bankamönnum og sjóðsstjórum til að skilja hvernig þessi hagsmunaaðilar vildu hafa bréfin. Í skýrslunni kemur fram að Heiðar Guðjónsson, tengdasonur Björns Bjarnasonar þá ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og nú forstjóri Sýnar, hafi leitt saman slíkan fund, en Heiðar hafði keypt og selt húsbréf þegar hann rak vogunarsjóð fyrir Kaupþing í New York upp úr aldamótum og þekkti vel hversu eftirsóknarverðir háir vextir bréfana voru fyrir áhættusækna fjárfesta. Kannski er það þessi augljósi veikleiki Íbúðasjóðs sem varð til þess að þær varnir sem lagt var upp með í upphafi féllu á leiðinni. Upphaflega var gert ráð fyrir að Íbúðalánasjóður hefði möguleiki á að greiða upp bréfin, einnig að þegar húsbréfum væri skipt út fyrir íbúðabréf yrði það gert í smáum skömmtum til að draga úr áhættu. Erlendu bankamennirnir og sjóðstjórarnir vildu hins vegar engan innköllunarrétt og sem allra mest af bréfum í einu útboði. Og þeir höfðu það í gegn. Niðurstaðan varð sú að megnið af skuldum Íbúðalánasjóðs voru boðin út í einu, stór hlunkur á föstum vöxtum til langs tíma, sem greiða þarf innan fárra ára. Húsnæðisbóla sem sprakk með ömurlegum afleiðingum Víkur þá sögunni aftur heim til Íslands. Hinum nýlega einkavæddu bönkum leyst engan veginn á kosningaloforð Framsóknar. Bankarnir höfðu aldrei verið umsvifamiklir í íbúðalánum, það hafði lengst af verið hlutverk ríkisins að veita allt að 70% lán. Hlutverk bankanna var að lána fólki umfram það, á hærri vöxtum vegna meiri áhættu. En með því að Íbúðalánasjóður ætlaði sér að lána upp í 90% myndi þessi hlutur bankanna líklega þurrkast út. Bankastjórar hinna ný einakvæddu banka litu á þetta sem skemmdarverk. Ríkið ætlaði að eyðileggja þann litla hlut sem bankarnir höfðu í íbúðalánum. Og með því að lækka vextina í raun. Ef ríkið lánaði 70% með 5% vöxtum þá tóku bankarnir við og lánuðu næstu 20% með 12% vöxtum. Þegar ríkið hækkaði sig upp í 90% strokaði það í raun út ábatasamasta hluta íbúðalánanna. Þannig leit dæmið út fyrir bankastjórunum og þeir svöruðu af hörku. Ef ríkið ætlaði sér að teygja sig yfir línuna til þeirra skyldu þeir ganga yfir línuna og sækja á hlut ríkisins. Það skall á stríð. 90% lán og 100% lán. Lægri vextir og nánast engir vextir ef þú tækir lán í jenum. Það leit út fyrir að almenningur væri dottinn í lukkupottinn, allt í einu voru vextir á húsnæðislánum hér viðlíka og í siðuðum löndum. Afleiðingarnar þekkja allir. Ódýrari lán og engin veðþök blésu upp húsnæðismarkaðinn þar til blaðran sprakk, verðið féll aftur en lánin þöndust út. Bankarnir hrundu að mestu yfir útlendinga, mest af tapinu lenti á erlendum bönkum og sjóðum. En hinn útblásni fasteignamarkaðurinn féll yfir almenning, þúsundir misstu heimili sín og fjölmargt fólk er ekki enn búið að ná sér eftir þessar hörmungar allar. Aðgerðir innanlands eftir óskum bankanna Þegar bankarnir fóru í samkeppni við Íbúðalánasjóð gekk Sjálfstæðisflokkurinn í lið með bönkunum og var alfarið á móti vörnum sjóðsins gagnvart uppgreiðslu lána. Á undraskömmum tíma þurfti sjóðurinn því að taka á móti tugum og hundruðum milljarða. Útlánin skruppu saman en skuldirnar voru óbreyttar, tekjurnar hrundu en útgjöldin voru frosin. Framsóknarmenn voru hálf fúlir. Mikilvægi sjóðsins sem þeir töldu sitt herfang var að hverfa. Sjálfstæðismenn voru hins vegar glaðir, þeim hafði tekist að einkavæða íbúðalán á Íslandi. Í skyndingu var fundinn nýr tilgangur fyrir Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði bönkunum peningana sem bankarnir lánuðu aftur til almennings, sem fór beint með peninginn í Íbúðasjóð til að greiða upp lánin sín. Íbúðalánasjóður var kominn með það hlutverk að fjármagna samkeppnina sem drap hann. En vextirnir á lánunum til bankanna voru lægri en vextirnir á skuldabréfunum sem sjóðurinn hafði gefið út. Íbúðalánasjóður gekk ekki lengur upp. Hann var sjóður sem tók dýr lán og lánaði þau síðan aftur út á lægri vöxtum. Sjóðurinn hafði látið fyrst undan græðgi erlendra skuldabréfakaupenda og síðan græðgi innlendu bankana og búið til vél sem var að tortíma sjóðnum. Og átti eftir að ráðast á ríkissjóð og almenning. Stærri skaði en cóvid Síðan eru liðin nokkur ár og gatið á Íbúðalánasjóði heldur áfram að stækka. Það var metið á um 230 milljarða króna um áramótin fyrir utan um 60 milljarða sem ríkissjóður greiddi inn í hítina 2010-15. Svo féll dómur í héraðsdómi sem sagði að uppgreiðslugjald sem sjóðurinn innheimti af hluta af lántakendum hefði verið ólöglegt. Ef Hæstiréttur staðfestir þennan dóm bætist þó nokkuð við þessa skuld. Og skuldin heldur áfram að vaxa vegna þess að sjóðurinn getur ekki ávaxtað eignir sínar hraðar en skuldirnar vaxa. Lágir vextir á Íslandi og há verðbólga fer sérlega illa með sjóðinn, ef það ástand helst næstu misserin mun staðan versna hratt. Íbúðalánasjóður er dómsdagsvél sem þenst út. Síðast sá ég skuldina áætlaða upp á 270 milljarða króna. Það eru rosalega miklir peningar, um 9% af landsframleiðslunni. Þetta er á stærð við allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónafaraldursins og efnahagssamdráttarins sem honum fylgdi. Þetta er líklega stærsta bommerta Íslandssögunnar, mesta heimskan, fyrir utan einkavæðingu bankanna. Samt erum við aftur með Framsóknarmann í félagsmálaráðuneytinu og Sjálfstæðisflokksmann í fjármálaráðuneytinu. Og þessir flokkar eru að fara að selja banka. Algjör blinda á eigin sök Í dag sitja fjórir þingmenn á þingi sem samþykktu lagabreytingarnar sem hrundi af stað þessari atburðarás; Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hafa þau eða einhver önnur sem komu að þessu máli beðist afsökunar? Nei. Hafa þau eða flokkarnir sem þau starfa innan sagst aldrei aftur ætla að aðlaga grunnkerfi samfélagsins að þörfum og græðgi fjárfesta? Nei. Til að gefa ykkur innsýn inn í algjöra blindu þessara flokka á eigin sök og hverskyns helstefnu þeir reka er hér tilvitnun í grein eftir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hann skrifaði í tilefni af dómi héraðsdóms í janúar: „Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi.“ Hvað er hægt að segja? Vandinn er auðvitað ekki að hið opinbera reki sjóði utan um íbúðalán. Vandinn er að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eiga ekki að koma nærri slíkum sjóðum né ríkisrekstri almennt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem sat í heil tólf ár, frá 1995 til 2007, er án nokkurs vafa skaðlegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Þessi stjórn umbreytti skattkerfinu svo skattbyrði fluttist frá fjármagns- og fyrirtækjaeigendum yfir á launafólk svo nam tugum ef ekki yfir hundrað milljörðum árlega. Í tíð þessarar stjórnar varð mest samþjöppun í útgerð svo að í lok setu hennar voru fiskveiðiauðlindir þjóðarinnar komnar undir örfáar fjölskyldur. Þetta er ríkisstjórnin sem einkavæddi ríkisfyrirtæki og loks viðskiptabankanna með þekktum afleiðingum. Þetta er ríkisstjórnin sem vanrækti innviði og grunnkerfi samfélagsins svo við erum nú í stórri skuld við okkur sjálf. Og þetta er ríkisstjórnin sem einkavæddi verkamannabústaðina og braut niður félagslegt húsnæðiskerfi. En það sem mig langar að segja ykkur frá í dag er önnur stórkostleg bommerta sem þessi ríkisstjórn gerði og sem allt of lítið er fjallað um. Þetta er ákvörðun sem gekk nærri þúsundum fjölskyldna en bjó líka til risavaxna skuld sem hangir yfir höfði okkar; um 230 til 270 milljarðar króna að núvirði sem við verðum að borga innan nokkurra ára, skuld sem mun lenda á börnunum okkar og skerða lífskjör þeirra. Allt út af heimsku og græðgi. Hvað er 270.000.000.000,- krónur mikið? Byrjum á því að reyna að skilja hvað 270 milljarðar króna er há upphæð. Ef við myndum nota þetta fé til að kaupa 40 m.kr. íbúðir þá gætum við staðgreitt 6750 íbúðir. Ef við myndum nota þessa fjárhæð til að greiða 30% eigið fé í sömu íbúðum, til að geta síðan leigt þær út svo leigan stæði undir láni fyrir hinum 70 prósentin á 40 árum; þá gæti þessi fjárhæð verið stofninn af 22.500 íbúða leigufélagi sem leigði út íbúðir á sanngjörnu verði. Þetta er stærðargráðan. En við munum ekki fá 22.500 íbúðir þegar við borgum 230 til 270 milljarða innan fárra ára. Við munum ekki fá neitt. Við þurfum að borga þessa upphæð og fáum akkúrat ekkert í staðinn. Þökk sé Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Geta íslensk skuldabréf orðið hluti af alþjóðlegum markaði? Sagan byrjar um aldamótin. Þá varð til sú hugmynd að snjallt væri að fjármagna íslenska húsnæðiskerfið á erlendum skuldabréfamörkuðum. En húsbréfakerfið hentaði ekki til þess. Erlendir vogunarsjóðir og áhættusæknir fjárfestar voru reyndar byrjaðir að kaupa þessi bréf, enda báru þau 5,1% verðtryggða vexti, en aðeins í smáum stíl, örfáir sjóðir með einhver tengsl til Íslands. Fjármálaráðuneyti Geirs H. Haarde vildi hins vegar sækja enn meira fé til útlanda. Til hvers? Það er ekki alveg ljóst. Kannski bara vegna þess að erlendis sjóðir voru að leita að einhverjum pappírum með háum vöxtum. Ef skuldabréfin yrðu aðlöguð að þeirra væntingum mætti kannski sækja mikið fé og kannski á lægri vöxtum. Kannski væri hægt að auka hagsæld á Íslandi með auðveldari aðgengi að erlendu lánsfé? Þetta var í aðdraganda bankabólurnar miklu og þarna hljómaði þetta ekki eins illa og í dag. Frá sjónarhóli vogunarsjóðanna var innköllunarréttur Íbúðarlánasjóðs það versta við húsbréfin. Þessi réttur var settur á svo Íbúðalánasjóður gæti varið sig á skuldahliðinni ef margir lántakendur vildu greiða upp lánin sín. Þá gat sjóðurinn greitt upp hluta af þeim skuldabréfum sem hann hafði gefið út, svo hann væri ekki að borga vexti á móti peningum sem báru enga vexti. Íbúðalánasjóður var einnig varinn eignamegin. Ef margir vildu greiða upp lánin sín gat sjóðurinn lagt á uppgreiðslugjald sem var mismunurinn á vöxtunum á lánunum sem verið var að greiða upp og vöxtum á skuldabréfum sem sjóðurinn gat keypt á markaði. Þetta var gert svo tekjurnar yrðu aldrei minni en útgjöldin. Og Íbúðalánasjóður þurfti sannarlega á þessum vörnum að halda. Heildareignir hans voru næstum 900 milljarðar króna á núvirði á þessum árum. Smá skekkja milli inn- og útvaxta gat skyndilega búið til tap upp á milljarða, tugi milljarða ef ekkert var að gert. Hundruð milljarða ef kerfið var brotið. En sem sagt; vegna áhuga áhættusækinna erlendra vogunarsjóða fór fjármálaráðuneyti Geirs að leita leiða til að breyta þessu kerfi, aðlaga það að þörfum sjóðstjóra í leit að háum vöxtum. Kosningaloforð kveikir eld Þegar líða tók að kosningum 2003 sá forysta Framsóknarflokksins að hún þurfti að draga kanínu upp úr hatti sínum ef ekki átti að fara illa. Flokkurinn horfði fram á fylgistap og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var líka farinn að síga í könnunum stefndi í að stjórnin félli. Framsóknarflokkurinn kom því upp með ráð til að leysa húsnæðisvanda ungs fólks með því að hækka veðhlutfall lána hjá Íbúðalánasjóði upp í 90%. Framsókn beindi þessu erindi ekki aðeins að ungu fólki heldur líka foreldrum þeirra, sagðist ætla að losa þau við uppkomin börn af heimilinu. Það fór svo að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu fylgi en Framsókn hélt sínu, ríkisstjórnin lifði kosningarnar af. Fyrst og fremst út af 90% lánunum. Sjálfstæðisflokkurinn átti ekkert erindi í kosningunum annað en Davíð Oddsson, sem þarna var búinn að tapa mestu af pólitískri inneign sinni. Og eftir kosningarnar blönduðust þessar fyrirætlanir saman; að hækka veðhlutfallið upp í 90% og breyta fyrirkomulagi húsbréfa svo hægt væri að selja þau í miklu magni til útlendra sjóða. Það má lesa um hvernig þessar hugmyndir þróuðust í rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóð, en í stuttu máli má segja að öll þekking á áhættunni við að kljúfa á milli skulda og eigna sjóðsins hafi týnst á leiðinni. Í upphafi var hún þekkt en þegar ákvarðanir voru svo teknar á endnum var hún gleymd. Púfff. Fullt hús af flokkshestum Hér er kannski rétt að segja ykkur hvað Íbúðalánasjóður var á þessum tíma. Hann hafði verið stofnaður 1999 svo Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gætu lagt niður Húsnæðisstofnun, sem þessum flokkum fannst lykta of mikið af hugmyndum Jóhönnu Sigurðardóttur og vera með of mikið af fólki að störfum sem þessir flokkar gátu ekki treyst. Flokkarnir settu því Guðmund Bjarnason yfir Íbúðalánasjóð, fyrrum kaupfélagsstjóra, útibússtjóra Samvinnubankans, þingmann og ráðherra Framsóknar; ráðherra á útleið eins og Halldór Ásgrímsson orðaði það. Og þar sem Framsókn fékk forstjórann fékk Sjálfstæðisflokkurinn stjórnarformanninn, Gunnar S. Björnsson húsasmíðameistara. Gunnar hafði verið formaður og framkvæmdastjóri Meistarafélags húsasmiða, sem var hagsmunagæslusamtök byggingaverktaka og verið fulltrúi flokks og viðskiptahagsmuna í Húsnæðisstofnun áður. Framsókn fékk varaformanninn, Hákon Hákonarson, vélvirkja sem hafði starfað í verkalýðs- og bæjarmálum á Akureyri. Aðrir í stjórn voru þingmennirnir Kristján Pálsson frá Sjálfstæðisflokki (útgerðartæknir), Kristín Ásgeirsdóttir frá Kvennalista (sagnfræðingur) og Birkir J. Jónsson frá Framsókn (kornungur stúdent). Án vafa var og er þetta allt sómafólk, en varla hópurinn sem þið mynduð setja saman til um umbreyta næstum 900 milljarða lánasafni þar sem minnsti munur á skulda og eignahlið gat búið til risagat. Ekki hópurinn sem þið mynduð senda til erlendra bankamanna sem vildu komast yfir sjóðina. Útboðið eftir óskum vogunarsjóða Af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis virðist sem Hallur Magnússon, þá ungur Framsóknarmaður, starfsmaður Íbúðalánasjóðs og sérstakur verkefnisstjóri félagsmálaráðuneytis við innleiðingu 90% lánanna, og Jóhann G. Jóhannsson verktaki hjá Íbúðalánasjóði, sem síðar var ráðinn sem sviðsstjóri áhættustýringarsviðs sjóðsins, hafi leitt þessar umbreytingar á sjóðnum. Þeir áttu til dæmis fundi með áhugasömum erlendum bankamönnum og sjóðsstjórum til að skilja hvernig þessi hagsmunaaðilar vildu hafa bréfin. Í skýrslunni kemur fram að Heiðar Guðjónsson, tengdasonur Björns Bjarnasonar þá ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og nú forstjóri Sýnar, hafi leitt saman slíkan fund, en Heiðar hafði keypt og selt húsbréf þegar hann rak vogunarsjóð fyrir Kaupþing í New York upp úr aldamótum og þekkti vel hversu eftirsóknarverðir háir vextir bréfana voru fyrir áhættusækna fjárfesta. Kannski er það þessi augljósi veikleiki Íbúðasjóðs sem varð til þess að þær varnir sem lagt var upp með í upphafi féllu á leiðinni. Upphaflega var gert ráð fyrir að Íbúðalánasjóður hefði möguleiki á að greiða upp bréfin, einnig að þegar húsbréfum væri skipt út fyrir íbúðabréf yrði það gert í smáum skömmtum til að draga úr áhættu. Erlendu bankamennirnir og sjóðstjórarnir vildu hins vegar engan innköllunarrétt og sem allra mest af bréfum í einu útboði. Og þeir höfðu það í gegn. Niðurstaðan varð sú að megnið af skuldum Íbúðalánasjóðs voru boðin út í einu, stór hlunkur á föstum vöxtum til langs tíma, sem greiða þarf innan fárra ára. Húsnæðisbóla sem sprakk með ömurlegum afleiðingum Víkur þá sögunni aftur heim til Íslands. Hinum nýlega einkavæddu bönkum leyst engan veginn á kosningaloforð Framsóknar. Bankarnir höfðu aldrei verið umsvifamiklir í íbúðalánum, það hafði lengst af verið hlutverk ríkisins að veita allt að 70% lán. Hlutverk bankanna var að lána fólki umfram það, á hærri vöxtum vegna meiri áhættu. En með því að Íbúðalánasjóður ætlaði sér að lána upp í 90% myndi þessi hlutur bankanna líklega þurrkast út. Bankastjórar hinna ný einakvæddu banka litu á þetta sem skemmdarverk. Ríkið ætlaði að eyðileggja þann litla hlut sem bankarnir höfðu í íbúðalánum. Og með því að lækka vextina í raun. Ef ríkið lánaði 70% með 5% vöxtum þá tóku bankarnir við og lánuðu næstu 20% með 12% vöxtum. Þegar ríkið hækkaði sig upp í 90% strokaði það í raun út ábatasamasta hluta íbúðalánanna. Þannig leit dæmið út fyrir bankastjórunum og þeir svöruðu af hörku. Ef ríkið ætlaði sér að teygja sig yfir línuna til þeirra skyldu þeir ganga yfir línuna og sækja á hlut ríkisins. Það skall á stríð. 90% lán og 100% lán. Lægri vextir og nánast engir vextir ef þú tækir lán í jenum. Það leit út fyrir að almenningur væri dottinn í lukkupottinn, allt í einu voru vextir á húsnæðislánum hér viðlíka og í siðuðum löndum. Afleiðingarnar þekkja allir. Ódýrari lán og engin veðþök blésu upp húsnæðismarkaðinn þar til blaðran sprakk, verðið féll aftur en lánin þöndust út. Bankarnir hrundu að mestu yfir útlendinga, mest af tapinu lenti á erlendum bönkum og sjóðum. En hinn útblásni fasteignamarkaðurinn féll yfir almenning, þúsundir misstu heimili sín og fjölmargt fólk er ekki enn búið að ná sér eftir þessar hörmungar allar. Aðgerðir innanlands eftir óskum bankanna Þegar bankarnir fóru í samkeppni við Íbúðalánasjóð gekk Sjálfstæðisflokkurinn í lið með bönkunum og var alfarið á móti vörnum sjóðsins gagnvart uppgreiðslu lána. Á undraskömmum tíma þurfti sjóðurinn því að taka á móti tugum og hundruðum milljarða. Útlánin skruppu saman en skuldirnar voru óbreyttar, tekjurnar hrundu en útgjöldin voru frosin. Framsóknarmenn voru hálf fúlir. Mikilvægi sjóðsins sem þeir töldu sitt herfang var að hverfa. Sjálfstæðismenn voru hins vegar glaðir, þeim hafði tekist að einkavæða íbúðalán á Íslandi. Í skyndingu var fundinn nýr tilgangur fyrir Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði bönkunum peningana sem bankarnir lánuðu aftur til almennings, sem fór beint með peninginn í Íbúðasjóð til að greiða upp lánin sín. Íbúðalánasjóður var kominn með það hlutverk að fjármagna samkeppnina sem drap hann. En vextirnir á lánunum til bankanna voru lægri en vextirnir á skuldabréfunum sem sjóðurinn hafði gefið út. Íbúðalánasjóður gekk ekki lengur upp. Hann var sjóður sem tók dýr lán og lánaði þau síðan aftur út á lægri vöxtum. Sjóðurinn hafði látið fyrst undan græðgi erlendra skuldabréfakaupenda og síðan græðgi innlendu bankana og búið til vél sem var að tortíma sjóðnum. Og átti eftir að ráðast á ríkissjóð og almenning. Stærri skaði en cóvid Síðan eru liðin nokkur ár og gatið á Íbúðalánasjóði heldur áfram að stækka. Það var metið á um 230 milljarða króna um áramótin fyrir utan um 60 milljarða sem ríkissjóður greiddi inn í hítina 2010-15. Svo féll dómur í héraðsdómi sem sagði að uppgreiðslugjald sem sjóðurinn innheimti af hluta af lántakendum hefði verið ólöglegt. Ef Hæstiréttur staðfestir þennan dóm bætist þó nokkuð við þessa skuld. Og skuldin heldur áfram að vaxa vegna þess að sjóðurinn getur ekki ávaxtað eignir sínar hraðar en skuldirnar vaxa. Lágir vextir á Íslandi og há verðbólga fer sérlega illa með sjóðinn, ef það ástand helst næstu misserin mun staðan versna hratt. Íbúðalánasjóður er dómsdagsvél sem þenst út. Síðast sá ég skuldina áætlaða upp á 270 milljarða króna. Það eru rosalega miklir peningar, um 9% af landsframleiðslunni. Þetta er á stærð við allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónafaraldursins og efnahagssamdráttarins sem honum fylgdi. Þetta er líklega stærsta bommerta Íslandssögunnar, mesta heimskan, fyrir utan einkavæðingu bankanna. Samt erum við aftur með Framsóknarmann í félagsmálaráðuneytinu og Sjálfstæðisflokksmann í fjármálaráðuneytinu. Og þessir flokkar eru að fara að selja banka. Algjör blinda á eigin sök Í dag sitja fjórir þingmenn á þingi sem samþykktu lagabreytingarnar sem hrundi af stað þessari atburðarás; Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hafa þau eða einhver önnur sem komu að þessu máli beðist afsökunar? Nei. Hafa þau eða flokkarnir sem þau starfa innan sagst aldrei aftur ætla að aðlaga grunnkerfi samfélagsins að þörfum og græðgi fjárfesta? Nei. Til að gefa ykkur innsýn inn í algjöra blindu þessara flokka á eigin sök og hverskyns helstefnu þeir reka er hér tilvitnun í grein eftir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hann skrifaði í tilefni af dómi héraðsdóms í janúar: „Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi.“ Hvað er hægt að segja? Vandinn er auðvitað ekki að hið opinbera reki sjóði utan um íbúðalán. Vandinn er að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eiga ekki að koma nærri slíkum sjóðum né ríkisrekstri almennt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar