Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 21:01 Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. HELENA RAKEL Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. „Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira