Magdeburg vann fjögurra marka sigur, 21-25 eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi, 8-9.
Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur í liði Magdeburg með átta mörk úr átta skotum en markahæstur í liði Magdeburg var Mikkel Damgaard með fjórtán mörk. Skoruðu þeir félagar því 22 af 25 mörkum Magdeburg.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum fyrir Bergischer.