Lof og last 2. umferðar: KA, rauða spjaldið á Hauk Pál, samstaðan í Keflavík og margt fleira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2021 10:15 Hallgrímur Mar [í miðri þvögunni] og Hrannar Björn [nr. 22] náðu vel saman í fyrsta sigri KA í Vesturbæ Reykjavíkur í 40 ár. Vísir/Hulda Margrét Annarri umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Hallgrímur Mar Steingrímsson Eftir frekar rólegt tímabil á síðustu leiktíð minnti Hallgrímur Mar heldur betur á sig í sigri KA á KR. Hann skoraði tvö og lagði upp þriðja mark liðsins í 3-1 sigri. Hallgrímur lék úti vinstra megin og virðist það hafa hjálpað honum að hafa bróðir sinn Hrannar Björn í vinstri bakverðinum. Reikna má með að það sé formúla sem Arnar Grétarsson haldi sig við ef marka má frammistöðu þeirra bræðra og KA-liðsins í heild á föstudaginn var. Nýliðarnir Leiknismenn naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst 3-1 forystu gegn Breiðabliki niður í jafntefli. Liðið er þó komið með tvö stig og hefur ekki enn tapað leik. Þá vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni, þar með hafa nýliðar tímabilsins 2021 unnið jafn marga leiki og nýliðar síðustu leiktíðar. Grótta og Fjölnir komu upp og fóru lóðbeint niður aftur. Bæði lið léku 18 leiki, Grótta vann einn [gegn Fjölni] á meðan Fjölnir van ekki leik. Það er enn mikið eftir af tímabilinu en frammistöður nýliðanna í ár hafa verið töluvert betri en við sáum á síðasta ári. Samstaðan í Keflavík Eins og áður sagði vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni. Liðið komst yfir með umdeildri vítaspyrnu en aðalmaðurinn í þeirri sókn var ungur boltastrákur sem var einkar fljótur að hugsa eftir að Haraldur Björnsson kom út úr marki sínu. Samstaðan greinilega mikil suður með sjó og allir með á nótunum. Síðari hálfleikur Vals Íslandsmeistarar Vals voru manni færri og marki undir í hálfleik gegn FH í Kaplakrika. Í stað þess að falla enn aftar á völlinn og játa sig sigraða þá mættu leikmenn liðsins út á völl og sneru leiknum sér í hag. Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn í 1-1 og á öðrum degi hefði Patrick Pedersen mögulega tryggt Valsmönnum stigin þrjú. Frábær frammistaða hjá lærisveinum Heimis Guðjónssonar. Svo mikið lögðu menn á sig að Heimir nýtti allar fimm skiptingarnar sem honum standa tl boð. Það gæti verið dágóð stund þangað til það gerist á nýjan leik. Valsmenn sneru bökum saman í síðari hálfleik og náðu í gott stig.Vísir/Hulda Margrét Last Haukur Páll Sigurðsson Fyrirliði Valsmanna fékk beint rautt spjald þegar hann lét klæki Jónatans Inga Jónssonar hlaupa með sig í gönur. Jónatan Ingi var þá fyrir aukaspyrnu sem Haukur Páll ætlaði að taka snöggt. Er fyrirliðinn undirbjó sig að því virtist að sparka boltanum í Jónatan – til þess að hann fengi gult fyrir að vera fyrir – potaði Jónatan í boltann og Haukur sparkaði í FH-inginn. Verðskuldað rautt spjald niðurstaðan en Haukur hafði nægan tíma til að hætta við og Jónatan hefði fengið gult spjald hvort eð er fyrir að pota í boltann. Veðrið upp á Skaga Mönnum var tíðrætt um veðrið upp á Skipaskaga í 1-1 jafntefli ÍA og Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari gestanna, kom inn á það að leik loknum sem og leikmenn liðanna. Þá var sólin lágt á lofti og menn því í stökustu vandræðum með að sjá boltann þegar hann fór upp í háloftin. Barca 2009 hefði verið í basli með að spila fótbolta undir þessum kringumstæðum í dag — Kristall Máni Ingason (@KristallMani) May 8, 2021 Stjarnan Ótrúleg atburðarrás átti sér stað í Garðabænum þar sem Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar til fjölda ára, sagði upp þegar aðeins ein umferð var búin. Ýmsar sögusagnir eru á kreiki varðandi af hverju Rúnar Páll sagði upp en í Garðabænum er þögnin ærandi. Þorvaldur Örlygsson er nú aðalþjálfari liðsins en honum er enginn greiði gerður að taka við í aðstæðum sem þessum. Frammistaða liðsins gegn Keflavík endurspeglaði svo almennt slæma viku og ljóst að Þorvaldur þarf að fara djúpt í eigin reynslubanka til að finna lausnir á þeim vandamálum sem herja á Stjörnuliðið í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 1-3 | Hallgrímur í aðalhlutverki þegar KA sótti sigur í Vesturbæinn KA gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og vann 1-3 sigur á KR í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. KA er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína en KR þrjú. 7. maí 2021 20:44 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Breiðablik 3-3 | Jason Daði bjargaði stigi fyrir Blika Breiðablik rétt slapp með 3-3 jafntefli úr Breiðholti eftir leik sinn við Leikni í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. 8. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 1-1 | Stál í stál á Skaganum ÍA og Víkingur gerðu jafntefli á Akranesi í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 8. maí 2021 22:47 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2 - 2| HK krækti í jafntefli í blálokin Jafntefli 2-2. Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta árið. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams gerði bæði mörk Fylkis sem voru mjög sambærileg og bæði í upphafi hvers hálfleiks. Stefán Ljubicic minnkaði muninn í 1-2 með góðum skalla. Ásgeir Marteinsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn úr ótrúlegri aukaspyrnu frá löngu færi og niðurstaðan 2 -2 jafntefli. 8. maí 2021 22:35 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 2-0 | Tap í fyrsta leik Þorvalds Nýliðar Keflavíkur sigruðu Stjörnuna sem var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Þorvalds Örlygssonar. 9. maí 2021 18:31 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-1| Sigurður Egill tryggði Val stig manni færri Stórleikur umferðarinnar var í Kaplakrika þar sem FH og Valur áttust við. Þema umferðarinnar var jafntefli þar sem alls enduðu 4 leikir af 6 með jafntefli. Leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1 9. maí 2021 22:40 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Hallgrímur Mar Steingrímsson Eftir frekar rólegt tímabil á síðustu leiktíð minnti Hallgrímur Mar heldur betur á sig í sigri KA á KR. Hann skoraði tvö og lagði upp þriðja mark liðsins í 3-1 sigri. Hallgrímur lék úti vinstra megin og virðist það hafa hjálpað honum að hafa bróðir sinn Hrannar Björn í vinstri bakverðinum. Reikna má með að það sé formúla sem Arnar Grétarsson haldi sig við ef marka má frammistöðu þeirra bræðra og KA-liðsins í heild á föstudaginn var. Nýliðarnir Leiknismenn naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst 3-1 forystu gegn Breiðabliki niður í jafntefli. Liðið er þó komið með tvö stig og hefur ekki enn tapað leik. Þá vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni, þar með hafa nýliðar tímabilsins 2021 unnið jafn marga leiki og nýliðar síðustu leiktíðar. Grótta og Fjölnir komu upp og fóru lóðbeint niður aftur. Bæði lið léku 18 leiki, Grótta vann einn [gegn Fjölni] á meðan Fjölnir van ekki leik. Það er enn mikið eftir af tímabilinu en frammistöður nýliðanna í ár hafa verið töluvert betri en við sáum á síðasta ári. Samstaðan í Keflavík Eins og áður sagði vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni. Liðið komst yfir með umdeildri vítaspyrnu en aðalmaðurinn í þeirri sókn var ungur boltastrákur sem var einkar fljótur að hugsa eftir að Haraldur Björnsson kom út úr marki sínu. Samstaðan greinilega mikil suður með sjó og allir með á nótunum. Síðari hálfleikur Vals Íslandsmeistarar Vals voru manni færri og marki undir í hálfleik gegn FH í Kaplakrika. Í stað þess að falla enn aftar á völlinn og játa sig sigraða þá mættu leikmenn liðsins út á völl og sneru leiknum sér í hag. Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn í 1-1 og á öðrum degi hefði Patrick Pedersen mögulega tryggt Valsmönnum stigin þrjú. Frábær frammistaða hjá lærisveinum Heimis Guðjónssonar. Svo mikið lögðu menn á sig að Heimir nýtti allar fimm skiptingarnar sem honum standa tl boð. Það gæti verið dágóð stund þangað til það gerist á nýjan leik. Valsmenn sneru bökum saman í síðari hálfleik og náðu í gott stig.Vísir/Hulda Margrét Last Haukur Páll Sigurðsson Fyrirliði Valsmanna fékk beint rautt spjald þegar hann lét klæki Jónatans Inga Jónssonar hlaupa með sig í gönur. Jónatan Ingi var þá fyrir aukaspyrnu sem Haukur Páll ætlaði að taka snöggt. Er fyrirliðinn undirbjó sig að því virtist að sparka boltanum í Jónatan – til þess að hann fengi gult fyrir að vera fyrir – potaði Jónatan í boltann og Haukur sparkaði í FH-inginn. Verðskuldað rautt spjald niðurstaðan en Haukur hafði nægan tíma til að hætta við og Jónatan hefði fengið gult spjald hvort eð er fyrir að pota í boltann. Veðrið upp á Skaga Mönnum var tíðrætt um veðrið upp á Skipaskaga í 1-1 jafntefli ÍA og Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari gestanna, kom inn á það að leik loknum sem og leikmenn liðanna. Þá var sólin lágt á lofti og menn því í stökustu vandræðum með að sjá boltann þegar hann fór upp í háloftin. Barca 2009 hefði verið í basli með að spila fótbolta undir þessum kringumstæðum í dag — Kristall Máni Ingason (@KristallMani) May 8, 2021 Stjarnan Ótrúleg atburðarrás átti sér stað í Garðabænum þar sem Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar til fjölda ára, sagði upp þegar aðeins ein umferð var búin. Ýmsar sögusagnir eru á kreiki varðandi af hverju Rúnar Páll sagði upp en í Garðabænum er þögnin ærandi. Þorvaldur Örlygsson er nú aðalþjálfari liðsins en honum er enginn greiði gerður að taka við í aðstæðum sem þessum. Frammistaða liðsins gegn Keflavík endurspeglaði svo almennt slæma viku og ljóst að Þorvaldur þarf að fara djúpt í eigin reynslubanka til að finna lausnir á þeim vandamálum sem herja á Stjörnuliðið í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 1-3 | Hallgrímur í aðalhlutverki þegar KA sótti sigur í Vesturbæinn KA gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og vann 1-3 sigur á KR í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. KA er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína en KR þrjú. 7. maí 2021 20:44 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Breiðablik 3-3 | Jason Daði bjargaði stigi fyrir Blika Breiðablik rétt slapp með 3-3 jafntefli úr Breiðholti eftir leik sinn við Leikni í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. 8. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 1-1 | Stál í stál á Skaganum ÍA og Víkingur gerðu jafntefli á Akranesi í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 8. maí 2021 22:47 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2 - 2| HK krækti í jafntefli í blálokin Jafntefli 2-2. Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta árið. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams gerði bæði mörk Fylkis sem voru mjög sambærileg og bæði í upphafi hvers hálfleiks. Stefán Ljubicic minnkaði muninn í 1-2 með góðum skalla. Ásgeir Marteinsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn úr ótrúlegri aukaspyrnu frá löngu færi og niðurstaðan 2 -2 jafntefli. 8. maí 2021 22:35 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 2-0 | Tap í fyrsta leik Þorvalds Nýliðar Keflavíkur sigruðu Stjörnuna sem var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Þorvalds Örlygssonar. 9. maí 2021 18:31 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-1| Sigurður Egill tryggði Val stig manni færri Stórleikur umferðarinnar var í Kaplakrika þar sem FH og Valur áttust við. Þema umferðarinnar var jafntefli þar sem alls enduðu 4 leikir af 6 með jafntefli. Leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1 9. maí 2021 22:40 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 1-3 | Hallgrímur í aðalhlutverki þegar KA sótti sigur í Vesturbæinn KA gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og vann 1-3 sigur á KR í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. KA er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína en KR þrjú. 7. maí 2021 20:44
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Breiðablik 3-3 | Jason Daði bjargaði stigi fyrir Blika Breiðablik rétt slapp með 3-3 jafntefli úr Breiðholti eftir leik sinn við Leikni í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. 8. maí 2021 22:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 1-1 | Stál í stál á Skaganum ÍA og Víkingur gerðu jafntefli á Akranesi í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 8. maí 2021 22:47
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2 - 2| HK krækti í jafntefli í blálokin Jafntefli 2-2. Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta árið. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams gerði bæði mörk Fylkis sem voru mjög sambærileg og bæði í upphafi hvers hálfleiks. Stefán Ljubicic minnkaði muninn í 1-2 með góðum skalla. Ásgeir Marteinsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn úr ótrúlegri aukaspyrnu frá löngu færi og niðurstaðan 2 -2 jafntefli. 8. maí 2021 22:35
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 2-0 | Tap í fyrsta leik Þorvalds Nýliðar Keflavíkur sigruðu Stjörnuna sem var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Þorvalds Örlygssonar. 9. maí 2021 18:31
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-1| Sigurður Egill tryggði Val stig manni færri Stórleikur umferðarinnar var í Kaplakrika þar sem FH og Valur áttust við. Þema umferðarinnar var jafntefli þar sem alls enduðu 4 leikir af 6 með jafntefli. Leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1 9. maí 2021 22:40