Ásakanir um sýndarmennsku í auðlindaumræðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 14:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tókust nokkuð harkalega á um auðlindaákvæðið á Alþingi í dag með frammíköllum undir ræðum hvorrar annarrar. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð. Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð.
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira