Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 112-101 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2021 22:00 Tyler Sabin skilaði góðu dagsverki á móti ÍR Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. Varnarleikurinn var í fyrsta sæti hjá hvorugu liðinu í upphafi leiks í kvöld. Skotin rötuðu niður í bunkum og virtist það vera að bæði lið reiddu sig á að skora meira en hitt liðið. Everage Richardson fór fyrir sínum mönnum í ÍR á meðan Tyler Sabin dró vagninn fyrir sína menn í KR. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var það eitt vítaskot sem skildi liðin að og var staðan 27-26 heimamönnum í vil. Sagan var sú sama framan af öðrum leikhluta. ÍR-ingar náðu þó í lok hans að stöðva KR-inga í sínum aðgerðum á meðan þeir náðu að halda uppi sama standard og áður í sínum sóknarleik og þannig opna ágætis forskot þegar stutt var til hálfleiks. Gestirnir náðu mest sjö stiga forskoti en seinustu tvær mínútur hálfleiksins voru eign heimamanna. Þeir nöguðu niður forskotið og náðu að jafna metin í 50-50 sem var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja. KR komu harðar út úr hálfleiknum og eins og hendi væri veifað var Brynjar Þór Björnsson búinn að henda niður þremur þriggja stiga körfum ásamt því að KR náði upp fínum ákafa í sínum varnarleik. Þannig opnaðist forysta sem KR hélt til loka leiksins. Fór munurinn mest upp í 14 stig fyrir KR en þeir leiddu með 11 stigum þegar þriðja fjórðung var lokið, 79-68. ÍR-ingar reyndu að koma af stað áhlaupi til að jafna metin en voru sjálfum sér verstir þegar á hólminn var komið. Mikið var reynt af einstaklingsframtaki og þegar mestu máli skipti þá spiluðu ÍR-ingar ekki nógu góða vörn. Skyttur KR gátu oft skotið óáreittar og þannig haldið ÍR í hæfilegri fjarlægð. Lokatölur 112-101 og ÍR náði ekki inn í úrslitkeppnina. Afhverju vann KR? Þeir náðu að spila smá vörn í þriðja leikhluta sem gerði þeim kleyft að slíta sig örlítið frá gestunum. ÍR náði ekki nógu góðum áhlaupum og komust ekki nær heimamönnum en fimm til sex stigum og misstu þá svo aftur frá sér. KR sýndi það að þeir eru lið á meðan ÍR-ingar líta allt of oft út eins og hópur af einstaklingum. Þetta var ekki í fyrsta skipti í vetur sem það hefur gerst. Hvað gekk vel? Sóknarleikur beggja liða gekk mjög vel. Hjá KR gekk þeim mjög vel að hitta úr þriggja stiga skotum en 20 slík rötuðu niður í 44 tilraunum sem gerir 45% nýting. ÍR var með 46% nýtingu úr þriggja stiga skotum en reyndu 28 og hittu úr 13. Sem kemur okkur að næsta lið. Hvað gekk illa? Bæði lið spiluðu litla vörn. KR náði smá kafla þar sem þeir komu ÍR í vandræði sem hentu oft boltanum frá sér eða komust ekki í skotin sín. ÍR gekk svo verr í vörninni en það væri fróðlegt að skoða hversu oft varnarmaður ÍR var meter eða meira frá þriggjas stiga skyttur KR í kvöld. Það var mjög oft. Bestur á vellinum? Everage Richardson skoraði 32 stig fyrir ÍR og var bestur þeirra. Hann hitti mjög vel á löngum köflum en fékk ekki aðstoðina frá sínum mönnum til að koma þeim yfir línuna Tyler SAbin skoraði þá 33 stig fyrir KR og skiptu mörg þeirra mjög miklu máli, Það skipti líka máli að hann er að finna fjölina sína aftur enda aðalsprauta KR í sóknarleiknum. Hvað næst? ÍR fer í sumarfrí og svo aftur í salinn til að endurbyggja sitt lið. KR-ingar hinsvegar eru með í úrslitakeppninni þar sem þeir mæta Valsmönnum í viðureign sem verður að öllum líkindum rosaleg. Everage: „Þetta er sama vandamál og við höfum verið að kljást við í allan vetur. Við höfum átt í vandræðum með varnarleikinn okkar, sérstaklega maður á mann, og þau vandræði héldu áfram í kvöld. Við gáfum samt allt í þetta en það var samt ekki nóg“, voru fyrstu viðbrögð besta leikmanns ÍR Everage Richardson eftir tap ÍR fyrir KR fyrr í kvöld. Hann var spurður út í hvort það væri partur af vandamálum liðsins að á köflum er of mikið af einstaklingsframtaki hjá liðinu í staðinn fyrir að nýta allt liðið. „Eiginlega ekki. Þetta er upp og ofan en það er bara skortur á stöðugleika í leik okkar og þegar það fer að gerast þá drögumst við alltaf lengra aftur úr í leikjum.“ Everage skoraði 32 stig í leiknum og átti fínan leik og var hann spurður út í hvernig hann mæti tímabilið frá hans persónulega sjónarhóli og hvernig framtíðin liti út fyrir hann sjálfan. „Ég skildi allt saman eftir á gólfinu. Ég nýtti tækifærið sem ég fékk hjá ÍR og ég vona að það hafi sést á leik mínum. Svo þarf ég að hvíla mig í kannski eina til tvær vikur en svo þarf ég bara að koma mér aftur af stað og undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“ Dominos-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. 10. maí 2021 21:32
Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. Varnarleikurinn var í fyrsta sæti hjá hvorugu liðinu í upphafi leiks í kvöld. Skotin rötuðu niður í bunkum og virtist það vera að bæði lið reiddu sig á að skora meira en hitt liðið. Everage Richardson fór fyrir sínum mönnum í ÍR á meðan Tyler Sabin dró vagninn fyrir sína menn í KR. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var það eitt vítaskot sem skildi liðin að og var staðan 27-26 heimamönnum í vil. Sagan var sú sama framan af öðrum leikhluta. ÍR-ingar náðu þó í lok hans að stöðva KR-inga í sínum aðgerðum á meðan þeir náðu að halda uppi sama standard og áður í sínum sóknarleik og þannig opna ágætis forskot þegar stutt var til hálfleiks. Gestirnir náðu mest sjö stiga forskoti en seinustu tvær mínútur hálfleiksins voru eign heimamanna. Þeir nöguðu niður forskotið og náðu að jafna metin í 50-50 sem var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja. KR komu harðar út úr hálfleiknum og eins og hendi væri veifað var Brynjar Þór Björnsson búinn að henda niður þremur þriggja stiga körfum ásamt því að KR náði upp fínum ákafa í sínum varnarleik. Þannig opnaðist forysta sem KR hélt til loka leiksins. Fór munurinn mest upp í 14 stig fyrir KR en þeir leiddu með 11 stigum þegar þriðja fjórðung var lokið, 79-68. ÍR-ingar reyndu að koma af stað áhlaupi til að jafna metin en voru sjálfum sér verstir þegar á hólminn var komið. Mikið var reynt af einstaklingsframtaki og þegar mestu máli skipti þá spiluðu ÍR-ingar ekki nógu góða vörn. Skyttur KR gátu oft skotið óáreittar og þannig haldið ÍR í hæfilegri fjarlægð. Lokatölur 112-101 og ÍR náði ekki inn í úrslitkeppnina. Afhverju vann KR? Þeir náðu að spila smá vörn í þriðja leikhluta sem gerði þeim kleyft að slíta sig örlítið frá gestunum. ÍR náði ekki nógu góðum áhlaupum og komust ekki nær heimamönnum en fimm til sex stigum og misstu þá svo aftur frá sér. KR sýndi það að þeir eru lið á meðan ÍR-ingar líta allt of oft út eins og hópur af einstaklingum. Þetta var ekki í fyrsta skipti í vetur sem það hefur gerst. Hvað gekk vel? Sóknarleikur beggja liða gekk mjög vel. Hjá KR gekk þeim mjög vel að hitta úr þriggja stiga skotum en 20 slík rötuðu niður í 44 tilraunum sem gerir 45% nýting. ÍR var með 46% nýtingu úr þriggja stiga skotum en reyndu 28 og hittu úr 13. Sem kemur okkur að næsta lið. Hvað gekk illa? Bæði lið spiluðu litla vörn. KR náði smá kafla þar sem þeir komu ÍR í vandræði sem hentu oft boltanum frá sér eða komust ekki í skotin sín. ÍR gekk svo verr í vörninni en það væri fróðlegt að skoða hversu oft varnarmaður ÍR var meter eða meira frá þriggjas stiga skyttur KR í kvöld. Það var mjög oft. Bestur á vellinum? Everage Richardson skoraði 32 stig fyrir ÍR og var bestur þeirra. Hann hitti mjög vel á löngum köflum en fékk ekki aðstoðina frá sínum mönnum til að koma þeim yfir línuna Tyler SAbin skoraði þá 33 stig fyrir KR og skiptu mörg þeirra mjög miklu máli, Það skipti líka máli að hann er að finna fjölina sína aftur enda aðalsprauta KR í sóknarleiknum. Hvað næst? ÍR fer í sumarfrí og svo aftur í salinn til að endurbyggja sitt lið. KR-ingar hinsvegar eru með í úrslitakeppninni þar sem þeir mæta Valsmönnum í viðureign sem verður að öllum líkindum rosaleg. Everage: „Þetta er sama vandamál og við höfum verið að kljást við í allan vetur. Við höfum átt í vandræðum með varnarleikinn okkar, sérstaklega maður á mann, og þau vandræði héldu áfram í kvöld. Við gáfum samt allt í þetta en það var samt ekki nóg“, voru fyrstu viðbrögð besta leikmanns ÍR Everage Richardson eftir tap ÍR fyrir KR fyrr í kvöld. Hann var spurður út í hvort það væri partur af vandamálum liðsins að á köflum er of mikið af einstaklingsframtaki hjá liðinu í staðinn fyrir að nýta allt liðið. „Eiginlega ekki. Þetta er upp og ofan en það er bara skortur á stöðugleika í leik okkar og þegar það fer að gerast þá drögumst við alltaf lengra aftur úr í leikjum.“ Everage skoraði 32 stig í leiknum og átti fínan leik og var hann spurður út í hvernig hann mæti tímabilið frá hans persónulega sjónarhóli og hvernig framtíðin liti út fyrir hann sjálfan. „Ég skildi allt saman eftir á gólfinu. Ég nýtti tækifærið sem ég fékk hjá ÍR og ég vona að það hafi sést á leik mínum. Svo þarf ég að hvíla mig í kannski eina til tvær vikur en svo þarf ég bara að koma mér aftur af stað og undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“
Dominos-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. 10. maí 2021 21:32
Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. 10. maí 2021 21:32
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti