Níu börn meðal hinna látnu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 09:23 Ísraelsmenn segjast hafa gert 130 árásir á Gasa. AP/Hatem Moussa Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst. Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021 Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira