Plastpokablæti skrifræðisins komið út í móa Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2021 11:59 Guðmundur hjá Bónus efast ekki um góðan ásetning Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra og þeirra hjá umhverfisstofnun. En framkvæmdin sé grátbrosleg og líklega hefði verið ráð að bera framkvæmdina undir þá sem eru að höndla með þessa poka dagana langa. Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss telur hugmyndir um að takmarka aðgengi að burðarpokum vanhugsaðar. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að frá og með 3. júlí næstkomandi megi matvöruverslanir ekki lengur hafa niðurbrjótanlega burðarpoka, sem hafa gengið undir nafninu maíspokar, lengur til sölu við afgreiðslukassana. Ólafur Hauksson, eigandi og framkvæmdastjóri almannatengslastofunnar Proforma, gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðunni Báknið burt. Ólafur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta. „Þegar maður heldur að báknið geti ekki toppað sig, þá kemur Mogginn inn um bréfalúguna með þessa mögnuðu umfjöllun um plastpokablæti skrifræðisins,“ skrifar Ólafur. Hann bendir á að vörur í verslunum séu oftar en ekki pakkaðar inn í plast. „En fókusinn hjá bákninu er bara á burðarpoka úr plasti (jú og sogrör). Slíkir pokar eru svo mikið þarfaþing að enginn hendir þeim á víðavangi, heldur notar undir sorpið. Fátt er betra fyrir umhverfið en góður og vandaður burðarpoki úr plasti. Til að mæta umhverfisverndarblæti báknsins hafa verslanir á borð við Krónuna tekið upp pappírspoka. Þeir eru gagnslausir undir rusl og fara ónotaðir í endurvinnslutunnuna.“ Plastpokadeild ráðuneytisins í sínum heimi Ólafur dregur skrifræðið sundur og saman í jökulköldu háði í sínum pistli. Bendir á að plast pappírspokarnir séu sjö sinnum þyngri og plássfrekari en plastburðarpokarnir. Það kosti margfalt meira að flytja þá til landsins. „En bákninu er slétt sama. Pappírspokarnir tilheyra pappírspokadeild ráðuneytisins en ekki plastpokadeild þess og kemur henni því ekki við.“ Þetta minnir helst á Monty Python-skets. Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus segir þetta enda hálf skrítið, í samtali við Vísi. Ólafur Hauksson hefur fjallað um þetta bann við að selja hina svokölluðu maíspoka við afgreiðslukassana og hann klórar sér í kollinum.aðsend „Ég get ekki sagt annað. Það er ekki verið að banna maíspokana, heldur skerða aðgengið; verið að reyna að gera neytendum erfitt fyrir með að kaupa þessa poka. Þvinga þá í að kaupa fjölnotapoka, en þeir eru líka skilgreindir sem plast þannig að þeir mega ekki heldur vera á afgreiðslusvæðinu. Þetta er grátbroslegt. Það er góður vilji að baki við hjá umhverfisráðherra en framkvæmdin er alveg galin.“ Guðmundur bendir á að umhverfisráðherra sé að reyna að sporna gegn einnota umbúðanotkun, sem burðarpokinn gamli er ekki. Og á það hafi verið reynt að benda ítrekað en án árangurs. „Fólk notar þessa poka svo undir ruslið. Og einhvern veginn þarftu að losna við ruslið og burðarpokinn hefur verið notað til þess. Held að þetta sé ekkert rosalega ígrundað hjá þeim.“ Aldrei haft samband við Bónus Bréfpokarnir sem umhverfisráðherra vill að almenningur noti, það þarf miklu meira magn af þeim, og hvað varðar flutning á þeim til landsins þá þarf átta gáma undir sama magn og af maíspokum. Þannig er hlutfallið. „Hugmyndafræðin hjá þeim er að skerða aðgengi. Það er ekki verið að banna þessa poka,“ segir Guðmundur og bendir á að það hafi verið misvísandi fréttaflutningur af þessari tilskipun. „Þeir eru áfram leyfilegir en mega ekki vera við höndina á kassasvæðinu. Annað hvort verður kúnni að taka með sér poka að heiman, sem er alltaf að aukast, eða í verslunarferðinni inni í búðinni að spotta þá þar og kippa með sér. Þú þarft að vera búinn að ákveða hvað þú þarft marga poka, ef þeir eru of fáir þarf að fara aftur inn í búð og sækja hann.“ Guðmundi þykir skjóta skökku við að aldrei, á neinu stigi, hafi verið leitað til þeirra hjá Bónus sem einmitt eru að höndla með þá vöru sem er undir. Þau eru aldrei höfð með í ráðum hvað varðar slíkar ákvarðanir. „Ekki að við séum sérfræðingar í umhverfismálum en við hljótum að geta komið með einhverja punkta. Við erum að vinna við þetta alla daga. Ég held að það hefði verið ágætt að fá fram okkar sjónarmið.“ Ekkert plast í maíspokunum Maíspokarnir sem Bónus selur fá þeir frá fyrirtæki sem heitir Novamont sem er stærsti framleiðandi þessara poka á heimsvísu. Guðmundur segir að vænta sé yfirlýsingar frá því fyrirtæki vegna þessa að það sé svo að í þessum pokum er ekkert plast. Þannig virðist málið allt á misskilningi byggt. Guðmundur segir að von sé á yfirlýsingu frá framleiðendum pokanna, þeim stærsta á sínu sviði, Novamont, en verulegs misskilnings gætir. Í maíspokunum er ekkert plast.aðsend „Umhverfisstofnun hér er að túlka þessa reglugerð miklu dýpra en aðrir í Evrópu gera. Það er orðinn skortur á þessum pokum, allir í Evrópu eru að færa sig yfir í þessa poka og þetta er orðið framleiðsluvandamál.“ Guðmundur útskýrir að um sé að ræða einskonar ferskvöru. Eftir því sem pokinn eldist þá fari styrkurinn úr pokunum. Eins og margir þekkja sem hafa reynt að nota pokann undir heimilissorp, botninn gefur sig og allt út um allt flestum til mikillar gremju. „Það eru allir sammála um að framleiðsla á vöru úr plasti til einnota er sóun; óumhverfisvænt og við eigum að reyna forðast það í lengstu lög. En þetta er ekki alveg nægilega vel ígrundað. Það sem hefur gerst er að sala á plastruslapokum hefur aukist. Einhvern veginn þarftu að losna við heimilissorpið. Það er staðreyndin sem þú stendur frammi fyrir heima hjá þér,“ segir Guðmundur. Umhverfismál Verslun Tengdar fréttir Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Plastpokarnir fyrir grænmeti og ávexti seldir á þrjár krónur Bónus hefur ákveðið að rukka þrjár krónur fyrir hvern plastpoka undir grænmeti og ávexti. Þetta gerir verslunin í tilefni af því að frá og með gærdeginum er bannað samkvæmt lögum að gefa poka. 2. september 2019 16:13 Kínverjar lýsa yfir stríði gegn plasti Yfirvöld Kína ætla í umfangsmiklar aðgerðir gegn einnota plasti á næstu árum. 20. janúar 2020 11:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að frá og með 3. júlí næstkomandi megi matvöruverslanir ekki lengur hafa niðurbrjótanlega burðarpoka, sem hafa gengið undir nafninu maíspokar, lengur til sölu við afgreiðslukassana. Ólafur Hauksson, eigandi og framkvæmdastjóri almannatengslastofunnar Proforma, gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðunni Báknið burt. Ólafur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta. „Þegar maður heldur að báknið geti ekki toppað sig, þá kemur Mogginn inn um bréfalúguna með þessa mögnuðu umfjöllun um plastpokablæti skrifræðisins,“ skrifar Ólafur. Hann bendir á að vörur í verslunum séu oftar en ekki pakkaðar inn í plast. „En fókusinn hjá bákninu er bara á burðarpoka úr plasti (jú og sogrör). Slíkir pokar eru svo mikið þarfaþing að enginn hendir þeim á víðavangi, heldur notar undir sorpið. Fátt er betra fyrir umhverfið en góður og vandaður burðarpoki úr plasti. Til að mæta umhverfisverndarblæti báknsins hafa verslanir á borð við Krónuna tekið upp pappírspoka. Þeir eru gagnslausir undir rusl og fara ónotaðir í endurvinnslutunnuna.“ Plastpokadeild ráðuneytisins í sínum heimi Ólafur dregur skrifræðið sundur og saman í jökulköldu háði í sínum pistli. Bendir á að plast pappírspokarnir séu sjö sinnum þyngri og plássfrekari en plastburðarpokarnir. Það kosti margfalt meira að flytja þá til landsins. „En bákninu er slétt sama. Pappírspokarnir tilheyra pappírspokadeild ráðuneytisins en ekki plastpokadeild þess og kemur henni því ekki við.“ Þetta minnir helst á Monty Python-skets. Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus segir þetta enda hálf skrítið, í samtali við Vísi. Ólafur Hauksson hefur fjallað um þetta bann við að selja hina svokölluðu maíspoka við afgreiðslukassana og hann klórar sér í kollinum.aðsend „Ég get ekki sagt annað. Það er ekki verið að banna maíspokana, heldur skerða aðgengið; verið að reyna að gera neytendum erfitt fyrir með að kaupa þessa poka. Þvinga þá í að kaupa fjölnotapoka, en þeir eru líka skilgreindir sem plast þannig að þeir mega ekki heldur vera á afgreiðslusvæðinu. Þetta er grátbroslegt. Það er góður vilji að baki við hjá umhverfisráðherra en framkvæmdin er alveg galin.“ Guðmundur bendir á að umhverfisráðherra sé að reyna að sporna gegn einnota umbúðanotkun, sem burðarpokinn gamli er ekki. Og á það hafi verið reynt að benda ítrekað en án árangurs. „Fólk notar þessa poka svo undir ruslið. Og einhvern veginn þarftu að losna við ruslið og burðarpokinn hefur verið notað til þess. Held að þetta sé ekkert rosalega ígrundað hjá þeim.“ Aldrei haft samband við Bónus Bréfpokarnir sem umhverfisráðherra vill að almenningur noti, það þarf miklu meira magn af þeim, og hvað varðar flutning á þeim til landsins þá þarf átta gáma undir sama magn og af maíspokum. Þannig er hlutfallið. „Hugmyndafræðin hjá þeim er að skerða aðgengi. Það er ekki verið að banna þessa poka,“ segir Guðmundur og bendir á að það hafi verið misvísandi fréttaflutningur af þessari tilskipun. „Þeir eru áfram leyfilegir en mega ekki vera við höndina á kassasvæðinu. Annað hvort verður kúnni að taka með sér poka að heiman, sem er alltaf að aukast, eða í verslunarferðinni inni í búðinni að spotta þá þar og kippa með sér. Þú þarft að vera búinn að ákveða hvað þú þarft marga poka, ef þeir eru of fáir þarf að fara aftur inn í búð og sækja hann.“ Guðmundi þykir skjóta skökku við að aldrei, á neinu stigi, hafi verið leitað til þeirra hjá Bónus sem einmitt eru að höndla með þá vöru sem er undir. Þau eru aldrei höfð með í ráðum hvað varðar slíkar ákvarðanir. „Ekki að við séum sérfræðingar í umhverfismálum en við hljótum að geta komið með einhverja punkta. Við erum að vinna við þetta alla daga. Ég held að það hefði verið ágætt að fá fram okkar sjónarmið.“ Ekkert plast í maíspokunum Maíspokarnir sem Bónus selur fá þeir frá fyrirtæki sem heitir Novamont sem er stærsti framleiðandi þessara poka á heimsvísu. Guðmundur segir að vænta sé yfirlýsingar frá því fyrirtæki vegna þessa að það sé svo að í þessum pokum er ekkert plast. Þannig virðist málið allt á misskilningi byggt. Guðmundur segir að von sé á yfirlýsingu frá framleiðendum pokanna, þeim stærsta á sínu sviði, Novamont, en verulegs misskilnings gætir. Í maíspokunum er ekkert plast.aðsend „Umhverfisstofnun hér er að túlka þessa reglugerð miklu dýpra en aðrir í Evrópu gera. Það er orðinn skortur á þessum pokum, allir í Evrópu eru að færa sig yfir í þessa poka og þetta er orðið framleiðsluvandamál.“ Guðmundur útskýrir að um sé að ræða einskonar ferskvöru. Eftir því sem pokinn eldist þá fari styrkurinn úr pokunum. Eins og margir þekkja sem hafa reynt að nota pokann undir heimilissorp, botninn gefur sig og allt út um allt flestum til mikillar gremju. „Það eru allir sammála um að framleiðsla á vöru úr plasti til einnota er sóun; óumhverfisvænt og við eigum að reyna forðast það í lengstu lög. En þetta er ekki alveg nægilega vel ígrundað. Það sem hefur gerst er að sala á plastruslapokum hefur aukist. Einhvern veginn þarftu að losna við heimilissorpið. Það er staðreyndin sem þú stendur frammi fyrir heima hjá þér,“ segir Guðmundur.
Umhverfismál Verslun Tengdar fréttir Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Plastpokarnir fyrir grænmeti og ávexti seldir á þrjár krónur Bónus hefur ákveðið að rukka þrjár krónur fyrir hvern plastpoka undir grænmeti og ávexti. Þetta gerir verslunin í tilefni af því að frá og með gærdeginum er bannað samkvæmt lögum að gefa poka. 2. september 2019 16:13 Kínverjar lýsa yfir stríði gegn plasti Yfirvöld Kína ætla í umfangsmiklar aðgerðir gegn einnota plasti á næstu árum. 20. janúar 2020 11:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37
Plastpokarnir fyrir grænmeti og ávexti seldir á þrjár krónur Bónus hefur ákveðið að rukka þrjár krónur fyrir hvern plastpoka undir grænmeti og ávexti. Þetta gerir verslunin í tilefni af því að frá og með gærdeginum er bannað samkvæmt lögum að gefa poka. 2. september 2019 16:13
Kínverjar lýsa yfir stríði gegn plasti Yfirvöld Kína ætla í umfangsmiklar aðgerðir gegn einnota plasti á næstu árum. 20. janúar 2020 11:56