Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:28 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti í dag að nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað. Vísir/Vilhelm Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. „Það verður gengið frá því í dag að 2.500 störf fara í auglýsingu, það er sem sagt búið að skapa þessi 2.500 störf. Þau munu skiptast niður á sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök, sem er í fyrsta skipti, og síðan líka störf fyrir iðnnema vegna þess að þeim hefur gengið erfiðlega við að fá samninga,“ sagði Ásmundur Einar eftir ríkisstjórnarfund í dag. Alls hafa 8.700 störf verið skráð í átakinu, 1.700 störfum meira en stefnt var að, og hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar áður. „Það er gríðarlega ánægjulegt. Síðan erum við tilbúin til þess að ef fyllist í þessi sumarstörf munum við fara strax, þegar líður nær mánaðamótum, að skapa fleiri störf af því að markmiðið er að skapa störf fyrir alla þá námsmenn sem þarfnast vinnu í sumar,“ segir Ásmundur. Klippa: 2.500 störfum fyrir námsmenn úthlutað Með hverjum námsmanni, 18 ára og eldir, sem ráðinn er til starfa með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ráðningatímabilið eru tveir og hálfur mánuður og hefur Vinnumálastofnun opnað fyrir umsóknir á þeim störfum sem stofnunin auglýsir. „Fjöldinn er metinn miðað við reynsluna frá síðasta ári af því að við sköpuðum 3000 störf í fyrra, það fyllist ekki í öll þau störf þannig að það var ákveðið að fara í 2.500 að þessu sinni en lengja tímabilið úr tveimur mánuðum í tvo og hálfan mánuð. En við erum tilbúin, um leið ef það fyllist í þessi störf, þá munum við skapa fleiri störf,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Það verður gengið frá því í dag að 2.500 störf fara í auglýsingu, það er sem sagt búið að skapa þessi 2.500 störf. Þau munu skiptast niður á sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök, sem er í fyrsta skipti, og síðan líka störf fyrir iðnnema vegna þess að þeim hefur gengið erfiðlega við að fá samninga,“ sagði Ásmundur Einar eftir ríkisstjórnarfund í dag. Alls hafa 8.700 störf verið skráð í átakinu, 1.700 störfum meira en stefnt var að, og hafa aldrei jafn mörg störf borist til vinnumiðlunar áður. „Það er gríðarlega ánægjulegt. Síðan erum við tilbúin til þess að ef fyllist í þessi sumarstörf munum við fara strax, þegar líður nær mánaðamótum, að skapa fleiri störf af því að markmiðið er að skapa störf fyrir alla þá námsmenn sem þarfnast vinnu í sumar,“ segir Ásmundur. Klippa: 2.500 störfum fyrir námsmenn úthlutað Með hverjum námsmanni, 18 ára og eldir, sem ráðinn er til starfa með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ráðningatímabilið eru tveir og hálfur mánuður og hefur Vinnumálastofnun opnað fyrir umsóknir á þeim störfum sem stofnunin auglýsir. „Fjöldinn er metinn miðað við reynsluna frá síðasta ári af því að við sköpuðum 3000 störf í fyrra, það fyllist ekki í öll þau störf þannig að það var ákveðið að fara í 2.500 að þessu sinni en lengja tímabilið úr tveimur mánuðum í tvo og hálfan mánuð. En við erum tilbúin, um leið ef það fyllist í þessi störf, þá munum við skapa fleiri störf,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira