Umfjöllun: Stjarnan - Keflavík 0-0 | Markalaust í Garðabænum Árni Konráð Árnason skrifar 11. maí 2021 22:15 Chanté Sandiford, markvörður Stjörnunnar, í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan og Keflavík gerðu 0-0 jafntefli og sóttu jafnframt sín fyrstu stig í Pepsi Max deildinni þegar að Keflavík mætti í heimsókn í Garðabæinn í kvöld í annarri umferð deildarinnar. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og sóttu þær hart að Keflavík sem að varðist þó vel allan leikinn. Leikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming Keflavíkur sem vörðust mjög vel í öftustu línu og náðu að hreinsa boltann burt, trekk í trekk. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fékk 10 hornspyrnur í fyrri hálfleik sem að undirstrikar hversu hart var sótt að marki gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti hættulegasta færi leiksins á 34. mínútu þegar að hún slapp ein í gegnum vörn Keflavíkur en Tiffany Sornpao gerði vel í markinu. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og lágu Stjörnukonur á vörn Keflavíkur. Úlfa Dís Kreye var nálægt því að koma Garðabæjarliðinu yfir á 52. mínútu þegar að henni tókst ekki að gera mat úr góðu færi. Keflavík hefði getað komið sér yfir á 66. mínútu leiksins þegar að Natasha Moraa skaut boltanum í hliðarnetið á markinu úr stuttu færi. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Það var síðan Hildigunnur sem að hefði getað skorað á 75. mínútu leiksins en boltinn vildi ekki inn. Á 81. mínútu leiksins var það síðan Arna Dís Arnþórsdóttir sem að fékk hættulegasta færi leiksins þegar að hún átti skalla rétt fram hjá markinu af stuttu færi, hefði hæglega getað tryggt Stjörnunni öll þrjú stigin. Það dró síðan til tíðinda þegar að leikmaður Keflavíkur Abby Carchio fékk gult spjald á 85. mínútu leiksins fyrir smávægilegt brot. Hún klappaði þá í kaldhæðni að Guðmundi Páli dómara leiksins sem ákvað að sýna henni annað gult spjald, og þar með rautt. Stjarnan Keflavík Pepsí Max deild kvenna sumar 2021 fótbolti KSÍ Keflavíkurliðið var því einum leikmanni færri í 10. mínútur að uppbótartíma meðtöldum og náðu þær að halda hreinu. Hreint út sagt ótrúlegt varnarframlag þeirra uppskar 1 verðskuldað stig og 0-0 jafntefli niðurstaðan. Leikurinn var í raun mjög skemmtilegur og bauð upp á margt þó að ekki hafi verið skoruð mörk. Bæði lið stóðu sig mjög vel og vinnuframlag beggja liða til fyrirmyndar. Af hverju endaði þetta í jafntefli? Stjarnan spilaði bróðurpart leiksins á vallarhelming Keflavíkur en varnar- og vinnuframlag Keflavíkur í þessum leik var til fyrirmyndar á meðan að Stjarnan nýtti ekki færin. Keflavík náði að stöðva úrslitasendingar og hreinsa boltann frá. Verðskuldað stig á bæði lið. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany Sornpao í marki Keflavíkur átti góðar vörslur og hélt hreinu á erfiðum útivelli og var valinn maður leiksins af undirrituðum. Tiffany Sornpao í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Stjarnan átti mjög erfitt með að nýta þau færu sem að þær fengu. Þær áttu oftar en ekki erfitt með að leika á vörn Keflavíkur og ná að klára úrslitasendingarnar. Tækifærin komu en voru ekki nýtt. Sóknarleikur Keflavíkur var af skornum skammti en þær áttu það til að beita bitlausum skyndisóknum, það vantaði fleiri fætur framar á völlinn. Þær virtust ekki vera að reyna að sækja þau þrjú stig sem að voru í boði. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Selfoss og mætir toppliðinu sem að hefur unnið báða leikina sína. Keflavík fær Þrótt Reykjavík í heimsókn á HS Orku völlinn. Kristján Guðmundsson: Hafði mjög gaman af þessum leik Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL „Ég hafði mjög gaman af þessum leik. Hann var í einhverju skrítnu jafnvægi allan tímann og á meðan var ekki skorað.“ „Við fengum opnari færi, náðum að halda Keflavík frá okkar marki allan leikinn. Við þurfum að nýta betur þessi hálffæri, hitta á rammann. Við sköpuðum ekki mörg færi en það eru alla vega tvö færi sem að við hefðum átt að skora úr.“ „Mér fannst leikurinn bara mjög skemmtilegur, það var tekist á og oftast var hann í jafnvægi og svo fáum við stór tækifæri og skorum ekki. Allan tímann voru bæði liðin inn í leiknum og taktískt mjög góð,“ sagði Kristján að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn
Stjarnan og Keflavík gerðu 0-0 jafntefli og sóttu jafnframt sín fyrstu stig í Pepsi Max deildinni þegar að Keflavík mætti í heimsókn í Garðabæinn í kvöld í annarri umferð deildarinnar. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og sóttu þær hart að Keflavík sem að varðist þó vel allan leikinn. Leikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming Keflavíkur sem vörðust mjög vel í öftustu línu og náðu að hreinsa boltann burt, trekk í trekk. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fékk 10 hornspyrnur í fyrri hálfleik sem að undirstrikar hversu hart var sótt að marki gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti hættulegasta færi leiksins á 34. mínútu þegar að hún slapp ein í gegnum vörn Keflavíkur en Tiffany Sornpao gerði vel í markinu. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og lágu Stjörnukonur á vörn Keflavíkur. Úlfa Dís Kreye var nálægt því að koma Garðabæjarliðinu yfir á 52. mínútu þegar að henni tókst ekki að gera mat úr góðu færi. Keflavík hefði getað komið sér yfir á 66. mínútu leiksins þegar að Natasha Moraa skaut boltanum í hliðarnetið á markinu úr stuttu færi. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Það var síðan Hildigunnur sem að hefði getað skorað á 75. mínútu leiksins en boltinn vildi ekki inn. Á 81. mínútu leiksins var það síðan Arna Dís Arnþórsdóttir sem að fékk hættulegasta færi leiksins þegar að hún átti skalla rétt fram hjá markinu af stuttu færi, hefði hæglega getað tryggt Stjörnunni öll þrjú stigin. Það dró síðan til tíðinda þegar að leikmaður Keflavíkur Abby Carchio fékk gult spjald á 85. mínútu leiksins fyrir smávægilegt brot. Hún klappaði þá í kaldhæðni að Guðmundi Páli dómara leiksins sem ákvað að sýna henni annað gult spjald, og þar með rautt. Stjarnan Keflavík Pepsí Max deild kvenna sumar 2021 fótbolti KSÍ Keflavíkurliðið var því einum leikmanni færri í 10. mínútur að uppbótartíma meðtöldum og náðu þær að halda hreinu. Hreint út sagt ótrúlegt varnarframlag þeirra uppskar 1 verðskuldað stig og 0-0 jafntefli niðurstaðan. Leikurinn var í raun mjög skemmtilegur og bauð upp á margt þó að ekki hafi verið skoruð mörk. Bæði lið stóðu sig mjög vel og vinnuframlag beggja liða til fyrirmyndar. Af hverju endaði þetta í jafntefli? Stjarnan spilaði bróðurpart leiksins á vallarhelming Keflavíkur en varnar- og vinnuframlag Keflavíkur í þessum leik var til fyrirmyndar á meðan að Stjarnan nýtti ekki færin. Keflavík náði að stöðva úrslitasendingar og hreinsa boltann frá. Verðskuldað stig á bæði lið. Hverjar stóðu upp úr? Tiffany Sornpao í marki Keflavíkur átti góðar vörslur og hélt hreinu á erfiðum útivelli og var valinn maður leiksins af undirrituðum. Tiffany Sornpao í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Stjarnan átti mjög erfitt með að nýta þau færu sem að þær fengu. Þær áttu oftar en ekki erfitt með að leika á vörn Keflavíkur og ná að klára úrslitasendingarnar. Tækifærin komu en voru ekki nýtt. Sóknarleikur Keflavíkur var af skornum skammti en þær áttu það til að beita bitlausum skyndisóknum, það vantaði fleiri fætur framar á völlinn. Þær virtust ekki vera að reyna að sækja þau þrjú stig sem að voru í boði. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Selfoss og mætir toppliðinu sem að hefur unnið báða leikina sína. Keflavík fær Þrótt Reykjavík í heimsókn á HS Orku völlinn. Kristján Guðmundsson: Hafði mjög gaman af þessum leik Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL „Ég hafði mjög gaman af þessum leik. Hann var í einhverju skrítnu jafnvægi allan tímann og á meðan var ekki skorað.“ „Við fengum opnari færi, náðum að halda Keflavík frá okkar marki allan leikinn. Við þurfum að nýta betur þessi hálffæri, hitta á rammann. Við sköpuðum ekki mörg færi en það eru alla vega tvö færi sem að við hefðum átt að skora úr.“ „Mér fannst leikurinn bara mjög skemmtilegur, það var tekist á og oftast var hann í jafnvægi og svo fáum við stór tækifæri og skorum ekki. Allan tímann voru bæði liðin inn í leiknum og taktískt mjög góð,“ sagði Kristján að endingu.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti