Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:02 Reykur stígur til himins frá Gasa eftir loftárásir Ísraels. AP/Hatem Moussa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Ísrael Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu.
Ísrael Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira