Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:02 Reykur stígur til himins frá Gasa eftir loftárásir Ísraels. AP/Hatem Moussa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Ísrael Palestína Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu.
Ísrael Palestína Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira