Leitar sameiginlegra flata um framtíð hálendisvega Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2021 23:23 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri á málþingi Vegagerðarinnar um þjóðvegi á hálendinu. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin leitar nú málamiðlana milli þeirra sjónarmiða hvort ráðast eigi í uppbyggingu hálendisvega með bundnu slitlagi eða hvort halda eigi þeim sem mest óbreyttum sem jeppavegum. Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Niðurgrafnir malarslóðar með óbrúuðum ám er sú mynd sem við höfum af íslenskum hálendisvegum. En þeir eru líka til uppbyggðir og malbikaðir, eins og á virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Dæmi um malbikaðan hálendisveg má finna norðan Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um málþing sem Vegagerðin efndi til í dag um hvert eigi að stefna og kallaði til fulltrúa ólíkra sjónarmiða. Í hópi framsögumanna var til dæmis þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson sem flytur þingmál um að byggja upp Kjalveg svo hann verði fær stóran hluta ársins. Það líst Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, ekki á. Hann segir of mikið aðgengi og of mikla umferð geta spillt hálendinu. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.Egill Aðalsteinsson „Okkur finnst ekki að hálendið eigi að vera þjóðleið á milli byggðarlaga. Þar eigum við að fylgja vegakerfinu í dag. En við getum lagfært þá vegi sem eru í dag,“ segir formaður Landverndar. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, vill sjá helstu hálendisvegi eins og Kjöl og Sprengisand byggða upp. „Ég held að það eigi að vera stefna þessarar þjóðar að gera það, já. Þá eru fleiri sem geta notið þess. Þetta dregur að. Þetta er bara umhverfissjónarmið líka. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur, minna slit á bílum, fer betur með fólkið, og svo framvegis,“ segir oddvitinn. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.Egill Aðalsteinsson „Við þurfum að vernda það sem er raunverulega hjarta landsins fyrir spjöllum. Þá þurfum við að vanda okkur mjög vel. Þá er engin hefðbundin vegagerð sem gengur upp,“ segir formaður Landverndar. Menn töluðu um þvottabretti og þjóðvegaryk. „Eins og ástandið er núna, það bara gengur ekki,“ segir Helgi oddviti. „Við ætlum að vinna úr þessu og draga þetta fólk betur til okkar og ræða málin,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. „Þó að sjónarhornin séu sannarlega ólík þá eru eiginlega meiri sameiginlegir fletir heldur en ég átti von á,“ segir Bergþóra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hálendisþjóðgarður Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06
Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd. 19. apríl 2015 21:40