Tveir greinst með indverska afbrigðið á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:27 Þórólfur sagði ekki óviðbúið að afbrigði sem væru í mikilli dreifingu erlendis bærust hingað. Vísir/Vilhelm Tvö tilvik inverska afbrigðisins hafa fundist á landamærunum hérlendis og eru báðir einstaklingarnir nú í einangrun í sóttvarnahúsi. Á upplýsingafundi rétt í þessu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðbúið að afbrigði í dreifingu erlendis bærust hingað. Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira