Einföld breyting sem skilar sér beint í vasa fólks Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. maí 2021 13:31 Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Skattar og tollar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun