Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 14:57 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofa fékk senda frá Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Vinstri grænna fyrir hönd fagráðsins vegna málsins. Fréttastofa leitaði svara við hvar mál Kolbeins væri statt hjá fagráðinu og hvenær fyrst hefði verið kvartað undan honum. Þá var einnig spurt hversu margar kvartanir hefðu borist. Í yfirlýsingunni segir að nú á vormánuðum hafi fagráðinu borist erindi vegna „ámælisverðrar hegðunar“ Kolbeins. Við meðferð málsins hafi verið farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum sé gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu. Það hafi ekki átt við í þessu máli. Mál Kolbeins sé eina málið sem borist hefur fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Málið hafi verið unnið í samráði við „málshefjanda“. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Yfirlýsing vegna máls sem barst fagráði VG: Nú á vormánuðum barst fagráði VG erindi vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG. Við meðferð málsins var farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu, sem ekki átti við í þessu máli. Fagráðið vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast. Er þetta eina málið sem hefur borist fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Verklagsreglurnar og aðgerðaáætlunin eru aðgengilegar á heimasíðu VG. MeToo Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofa fékk senda frá Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Vinstri grænna fyrir hönd fagráðsins vegna málsins. Fréttastofa leitaði svara við hvar mál Kolbeins væri statt hjá fagráðinu og hvenær fyrst hefði verið kvartað undan honum. Þá var einnig spurt hversu margar kvartanir hefðu borist. Í yfirlýsingunni segir að nú á vormánuðum hafi fagráðinu borist erindi vegna „ámælisverðrar hegðunar“ Kolbeins. Við meðferð málsins hafi verið farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum sé gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu. Það hafi ekki átt við í þessu máli. Mál Kolbeins sé eina málið sem borist hefur fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Málið hafi verið unnið í samráði við „málshefjanda“. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Yfirlýsing vegna máls sem barst fagráði VG: Nú á vormánuðum barst fagráði VG erindi vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG. Við meðferð málsins var farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu, sem ekki átti við í þessu máli. Fagráðið vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast. Er þetta eina málið sem hefur borist fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Verklagsreglurnar og aðgerðaáætlunin eru aðgengilegar á heimasíðu VG.
MeToo Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11
Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26