Innlent

Grunaður um akstur undir á­hrifum og laug til um nafn

Sylvía Hall skrifar
Lögregla hafði afskipti af þónokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. 
Lögregla hafði afskipti af þónokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt.  Vísir/Vilhelm

Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Eftir að ökumaðurinn hafði verið stöðvaður reyndi hann að villa um fyrir lögreglumönnum og segja rangt til nafns.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar það ekki tilætlaðan árangur að gefa upp rangt nafn, en ökumaðurinn er grunaðar um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í miðbænum klukkan hálf tólf í gærkvöldi en sá ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Engin slys urðu á fólki en tjón varð á ökutækjum og var ökumaðurinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar máls.

Þrír til viðbótar voru einnig stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi og í nótt.

Um klukkan hálf eitt í nótt barst lögreglu svo tilkynning um tilraun til innbrots í Árbæ. Sá sem tilkynnti innbrotið lét lögreglu síðar vita af því að hann, ásamt öðrum, hefði handsamað viðkomandi og var beðið eftir því að lögregla kæmi á vettvang. Hinn grunaði var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×