Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands þar sem segir að áfram verði nokkuð svalt í veðri. Þrátt fyrir mögulega úrkomu er þó ekki búist við því að gróður nái að blotna nægjanlega og því enn töluverð hætta á gróðureldum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s en 8-13 syðst. Víða skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt á N- og A-landi. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast SV-til, en víða næturfrost.
Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él NA-lands, en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 9 stig yfir daginn, en víða næturfrost.
Á sunnudag:
Norðaustanátt, skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda A-lands, en annars skýjað að mestu, en þurrt. Fremur svalt í veðri.
Á mánudag:
Norðaustananátt og skýjað, en þurrt að mestu, en áfram fremur svalt.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt, bjart með köflum, en stöku skúrir SV-til. Hiti breytist lítið.