Innlent

Svalt í veðri en á­fram hætta á gróður­eldum

Sylvía Hall skrifar
Það léttir til á suðvesturhorninu á laugardag.
Það léttir til á suðvesturhorninu á laugardag. Vísir/Vilhelm

Ekki er von á miklum veðurbreytingum næstu daga þar sem öflug hæð yfir Grænlandi teygir sig til suðausturs yfir Ísland. Spáð er hægum austlægum vindum eða hafgolu næstu daga og skúrir eða él víða um land.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands þar sem segir að áfram verði nokkuð svalt í veðri. Þrátt fyrir mögulega úrkomu er þó ekki búist við því að gróður nái að blotna nægjanlega og því enn töluverð hætta á gróðureldum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s en 8-13 syðst. Víða skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt á N- og A-landi. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast SV-til, en víða næturfrost.

Á laugardag:

Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él NA-lands, en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 9 stig yfir daginn, en víða næturfrost.

Á sunnudag:

Norðaustanátt, skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda A-lands, en annars skýjað að mestu, en þurrt. Fremur svalt í veðri.

Á mánudag:

Norðaustananátt og skýjað, en þurrt að mestu, en áfram fremur svalt.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt, bjart með köflum, en stöku skúrir SV-til. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×