Upplýsingarnar sem um ræðir snúa að máli lögregluþjónsins Derek Chauvin sem var nýverið dæmdur fyrir morðið á George Floyd. Chauvin var ákærður fyrir morð af annarri og þriðju gráðu sem og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar sakfelldu hann í öllum ákæruliðum.
Í febrúar síðastliðnum greindu ónafngreindir embættismenn frá því að Chauvin hefði gert samkomulag um að játa á sig morð af þriðju gráðu gegn vægari refsingu, en að William Barr, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði komið í veg fyrir samkomulagið. Höfðu yfirvöld ætlað að ljúka málinu með skjótum hætti í ljósi mikillar mótmælaöldu sem reið yfir Bandaríkin í kjölfar dauða Floyd en Barr þótti rannsókn málsins ekki fullnægjandi á því stigi.
Lögmenn þeirra þriggja lögregluþjóna sem nú eru ákærðir segja fréttaflutning af samkomulagi Chauvin við yfirvöld hafa skaðað málsvörn hans. Ríkið ætti því að bera ábyrgð á því að trúnaðarupplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla.
Ríkissaksóknarinn Keith Ellison, sem fer fyrir því embætti sem annast meðferð málsins, hefur hafnað öllum fullyrðingum um að embætti hans komi að lekanum með nokkrum hætti.