83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 09:47 Íbúar leita að eigum sínum í rústum íbúðarhúss sem varð fyrir loftárás Ísraelshers. Getty/Mustafa Hassona Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. Ofbeldi hefur færst í aukana í borgum víða á svæðinu eftir mikil mótmæli undanfarnar vikur. Árásum Ísraelshers var mótmælt í borginni Hebron á Vesturbakkanum í nótt.Getty/Mamoun Wazwaz Alþjóðasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og kallað eftir því að vopnahlé verði gert. Egypskir embættismenn og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að unnið sé að sáttamiðlun í von um vopnahlé. Á miðvikudag sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í vikunni að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna myndu standa yfir svo lengi sem þeirra væri þörf. Loftárásir Ísraela hafa beinst að leiðtogum Hamas, húsum þeirra og vistarverum. Almennir borgarar eru þó í miklum meirihluta þeirra sem hafa fallið í árásunum. Sex hæða íbúðabygging á Gasa var eyðilögð í loftárásum Ísraelshers á fimmtudag og lést einn maður eftir að hafa orðið fyrir eldflaug. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagðist ekki sjá fyrir endann á „átökunum við óvininn“ eins og staðan væri núna. A combination picture shows a building before and after it was destroyed by Israeli airstrikes in Gaza City. Our latest photos: https://t.co/I9movMkSap 📷 Ibraheem Abu Mustafa pic.twitter.com/LZjamGogUn— Reuters Pictures (@reuterspictures) May 12, 2021 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa rannsaka nú dauðsföll nokkurra íbúa í nótt sem mögulega tengjast lífshættulegu gasi. Um tvær milljónir búa á Gasa-ströndinni sem er mjög þéttbýl. Svæðið hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. Ofbeldi hefur færst í aukana í borgum víða á svæðinu eftir mikil mótmæli undanfarnar vikur. Árásum Ísraelshers var mótmælt í borginni Hebron á Vesturbakkanum í nótt.Getty/Mamoun Wazwaz Alþjóðasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og kallað eftir því að vopnahlé verði gert. Egypskir embættismenn og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að unnið sé að sáttamiðlun í von um vopnahlé. Á miðvikudag sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í vikunni að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna myndu standa yfir svo lengi sem þeirra væri þörf. Loftárásir Ísraela hafa beinst að leiðtogum Hamas, húsum þeirra og vistarverum. Almennir borgarar eru þó í miklum meirihluta þeirra sem hafa fallið í árásunum. Sex hæða íbúðabygging á Gasa var eyðilögð í loftárásum Ísraelshers á fimmtudag og lést einn maður eftir að hafa orðið fyrir eldflaug. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagðist ekki sjá fyrir endann á „átökunum við óvininn“ eins og staðan væri núna. A combination picture shows a building before and after it was destroyed by Israeli airstrikes in Gaza City. Our latest photos: https://t.co/I9movMkSap 📷 Ibraheem Abu Mustafa pic.twitter.com/LZjamGogUn— Reuters Pictures (@reuterspictures) May 12, 2021 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa rannsaka nú dauðsföll nokkurra íbúa í nótt sem mögulega tengjast lífshættulegu gasi. Um tvær milljónir búa á Gasa-ströndinni sem er mjög þéttbýl. Svæðið hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01