Þá vill hann að stjórnvöld haldi í sér andanum svolítið lengur þegar kemur að afléttingum sóttvarnaaðgerða hér á landi.
Einnig verður rætt við fyrrum stjórnarmann í félaginu Ísland-Palestína sem segir ástandið á Gasa ekki koma á óvart. Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar.
Að auki verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar en samtökin hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á slaginu klukkan tólf.