Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2021 10:10 Thomas Mikkelsen [fyrir miðju] skoraði þrjú og lagði upp eitt í 4-0 sigri Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Arnar Grétarsson Lið Akureyringa hefur fengið mikið lof til þessa. Sjö stig að loknum þremur leikjum, sex mörk skoruð og eitt fengið á sig. Sigur KA á Leikni Reykjavík var enn merkilegri fyrir þær sakir að í raun vantaði fimm byrjunarliðs sem og Elfar Árna Aðalsteinsson í lið KA manna. Það kom ekki að sök í gær. Sóknarleikur umferðarinnar Sóknarleikur var í fyrirrúmi í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Alls voru skoruð 25 mörk í leikjunum sex. „Aðeins“ voru skoruð tvö mörk í Lautinni, þrjú á Dalvík, fjögur á Kópavogsvelli, fimm í Garðabænum sem og Hlíðarenda. Flest mörk litu svo dagsins ljós í Kaplakrika en þar voru sex mörk skoruð. Danskir framherjar: Thomas Mikkelsen Nikolaj Hansen Patrick Pedersen Sóknarleikurinn var eins og áður sagði í fyrirrúmi og segja má að danskir framherjar hafi stolið senunni. Mikkelsen skoraði þrjú og lagði upp eitt í 4-0 sigri Breiðabliks. Hansen skoraði tvö í 3-2 sigri Víkinga og Pedersen skoraði eitt mark í torsóttum sigri Vals á HK. Tristan Freyr Talandi um sóknarleik og mörk. Það er ekki annað hægt en að nefna Tristan Frey Ingólfsson, vinstri bakvörð Stjörnunnar. Hann skoraði eitt af mörkum sumarsins í svekkjandi tapi Garðbæinga. Mörk sem þessi eiga skilið að tryggja allavega stig. Óli Jóh Ólafur Jóhannesson - fyrrum þjálfari FH, Vals, íslenska landsliðsins sem og annarra liða - er einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar í sumar. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í umfjöllun um íslenska boltann og hélt því áfram í gærkvöld. „Hannes situr þarna í middle of nowhere,“ sagði Óli Jó um fyrra mark HK gegn Val í gær. Það skoraði Stefan Alexander Ljubicic með skalla af markteig en Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, sat sem fastast á línunni. Klippa: Óli Jóh og Atli Viðar „Af því hann brýtur ekki á honum Atli. Týpískur framherji, það má ekki koma við ykkur og þá farið þið niður,“ sagði Óli við Atla Viðar Björnsson, hinn sérfræðing Pepsi Max Stúkunnar í gærkvöld. Þetta kostulega spjall má sjá í spilaranum hér að ofan. Last Varnarleikur umferðarinnar Sóknarleikurinn blómstraði og þá er frekar einfalt að benda á að varnarleikur liðanna hafi ekki verið nægilega góður. Mikið af mörkum komu eftir slakan varnarleik og lélega leikstjórnun. Til að mynda fengu Leiknismenn á sig mjög klaufalega vítaspyrnu á Dalvík og Keflvíkingar gerðu slíkt hið sama á Kópavogsvelli. Standa í lappirnar innan vítateigs. Brotið sem leiddi af sér vítaspyrnu Breiðabliks gegn Keflavík í uppsiglingu.Vísir/Hulda Margrét Bæði mörkin í Lautinni komu eftir fast leikatriði þar sem boltinn rataði á fjærstöng og varnarliðið vissi ekki hvort það væri að koma eða fara. Í fyrra var kórónuveirunni og öllum þeim pásum sem henni fylgdu kennt um slakan varnarleik liða deildarinnar. Vissulega kom stutt pása nú rétt fyrir mót en þjálfarar deildarinnar geta vart notað sömu afsökun annað árið í röð. Octavio Andrés Páez Gil Octavio Páez gekk til liðs við nýliða Leikni fyrir tímabilið og fékk loksins mínútur á vellinum er liðið var 3-0 undir gegn KA á Dalvík. Tæpum tólf mínútum eftir að hann kom af bekknum fór hann í einhverja glórulausustu tæklingu síðari ára. Hann fékk umsvifalaust rautt spjald og verður ekki með Breiðhyltingum í næsta leik hið minnsta. Tæklinguna má sjá í myndbandinu hér að ofan eftir eina mínútu og 55 sekúndur. Hákon Ingi Jónsson Skagamaðurinn Hákon Ingi nældi sér í tvö spjöld á þriggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks í leik ÍA og FH. Er hann fékk spjöldin tvö var staðan 1-0 Skagamönnum í vil en aðeins mínútu eftir að Hákon var sendur í sturtu jafnaði FH metin og fór það svo að Hafnfirðingar unnu öruggan 5-1 sigur. Um er að ræða nnað rauða spjaldið sem Skagamenn fá í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Báðir leikirnir hafa tapast. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl Breiðablik - Keflavík 4-0 | Tímabilið loks farið af stað hjá Blikum Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks. 13. maí 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 1-1 | Vítaklúður Arnórs Borg dýrkeypt Fylkir og KR skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð Pepsi Max-deild karla í Árbæ í kvöld. Fylkismenn voru nær því að taka stigin þrjú. 12. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Arnar Grétarsson Lið Akureyringa hefur fengið mikið lof til þessa. Sjö stig að loknum þremur leikjum, sex mörk skoruð og eitt fengið á sig. Sigur KA á Leikni Reykjavík var enn merkilegri fyrir þær sakir að í raun vantaði fimm byrjunarliðs sem og Elfar Árna Aðalsteinsson í lið KA manna. Það kom ekki að sök í gær. Sóknarleikur umferðarinnar Sóknarleikur var í fyrirrúmi í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Alls voru skoruð 25 mörk í leikjunum sex. „Aðeins“ voru skoruð tvö mörk í Lautinni, þrjú á Dalvík, fjögur á Kópavogsvelli, fimm í Garðabænum sem og Hlíðarenda. Flest mörk litu svo dagsins ljós í Kaplakrika en þar voru sex mörk skoruð. Danskir framherjar: Thomas Mikkelsen Nikolaj Hansen Patrick Pedersen Sóknarleikurinn var eins og áður sagði í fyrirrúmi og segja má að danskir framherjar hafi stolið senunni. Mikkelsen skoraði þrjú og lagði upp eitt í 4-0 sigri Breiðabliks. Hansen skoraði tvö í 3-2 sigri Víkinga og Pedersen skoraði eitt mark í torsóttum sigri Vals á HK. Tristan Freyr Talandi um sóknarleik og mörk. Það er ekki annað hægt en að nefna Tristan Frey Ingólfsson, vinstri bakvörð Stjörnunnar. Hann skoraði eitt af mörkum sumarsins í svekkjandi tapi Garðbæinga. Mörk sem þessi eiga skilið að tryggja allavega stig. Óli Jóh Ólafur Jóhannesson - fyrrum þjálfari FH, Vals, íslenska landsliðsins sem og annarra liða - er einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar í sumar. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í umfjöllun um íslenska boltann og hélt því áfram í gærkvöld. „Hannes situr þarna í middle of nowhere,“ sagði Óli Jó um fyrra mark HK gegn Val í gær. Það skoraði Stefan Alexander Ljubicic með skalla af markteig en Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, sat sem fastast á línunni. Klippa: Óli Jóh og Atli Viðar „Af því hann brýtur ekki á honum Atli. Týpískur framherji, það má ekki koma við ykkur og þá farið þið niður,“ sagði Óli við Atla Viðar Björnsson, hinn sérfræðing Pepsi Max Stúkunnar í gærkvöld. Þetta kostulega spjall má sjá í spilaranum hér að ofan. Last Varnarleikur umferðarinnar Sóknarleikurinn blómstraði og þá er frekar einfalt að benda á að varnarleikur liðanna hafi ekki verið nægilega góður. Mikið af mörkum komu eftir slakan varnarleik og lélega leikstjórnun. Til að mynda fengu Leiknismenn á sig mjög klaufalega vítaspyrnu á Dalvík og Keflvíkingar gerðu slíkt hið sama á Kópavogsvelli. Standa í lappirnar innan vítateigs. Brotið sem leiddi af sér vítaspyrnu Breiðabliks gegn Keflavík í uppsiglingu.Vísir/Hulda Margrét Bæði mörkin í Lautinni komu eftir fast leikatriði þar sem boltinn rataði á fjærstöng og varnarliðið vissi ekki hvort það væri að koma eða fara. Í fyrra var kórónuveirunni og öllum þeim pásum sem henni fylgdu kennt um slakan varnarleik liða deildarinnar. Vissulega kom stutt pása nú rétt fyrir mót en þjálfarar deildarinnar geta vart notað sömu afsökun annað árið í röð. Octavio Andrés Páez Gil Octavio Páez gekk til liðs við nýliða Leikni fyrir tímabilið og fékk loksins mínútur á vellinum er liðið var 3-0 undir gegn KA á Dalvík. Tæpum tólf mínútum eftir að hann kom af bekknum fór hann í einhverja glórulausustu tæklingu síðari ára. Hann fékk umsvifalaust rautt spjald og verður ekki með Breiðhyltingum í næsta leik hið minnsta. Tæklinguna má sjá í myndbandinu hér að ofan eftir eina mínútu og 55 sekúndur. Hákon Ingi Jónsson Skagamaðurinn Hákon Ingi nældi sér í tvö spjöld á þriggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks í leik ÍA og FH. Er hann fékk spjöldin tvö var staðan 1-0 Skagamönnum í vil en aðeins mínútu eftir að Hákon var sendur í sturtu jafnaði FH metin og fór það svo að Hafnfirðingar unnu öruggan 5-1 sigur. Um er að ræða nnað rauða spjaldið sem Skagamenn fá í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Báðir leikirnir hafa tapast. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl Breiðablik - Keflavík 4-0 | Tímabilið loks farið af stað hjá Blikum Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks. 13. maí 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 1-1 | Vítaklúður Arnórs Borg dýrkeypt Fylkir og KR skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð Pepsi Max-deild karla í Árbæ í kvöld. Fylkismenn voru nær því að taka stigin þrjú. 12. maí 2021 21:05 Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfur dundu yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20
Umfjöllun og viðtöl Breiðablik - Keflavík 4-0 | Tímabilið loks farið af stað hjá Blikum Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks. 13. maí 2021 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 1-1 | Vítaklúður Arnórs Borg dýrkeypt Fylkir og KR skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð Pepsi Max-deild karla í Árbæ í kvöld. Fylkismenn voru nær því að taka stigin þrjú. 12. maí 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30