„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 14:33 Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Vísir/samsett Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. Enginn er merktur fyrir heilsíðuauglýsingunni þar sem spurt er hvort að fólk hafi fengið aukaverkanir eftir Covid-bólusetninguna. Þar er fullyrt að mikilvægt sé að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar, „jafnvel mánuðum eftir bólusetningu“. Á eftir fylgir langur listi um „dæmi um aukaverkanir“. Í auglýsingunni er fólk hvatt til að tilkynna um aukaverkanir til Lyfjastofnunar og eru gefin upp símanúmer stofnunarinnar og tölvupóstfang. „Við erum öll almannavarnir,“ segir í lok auglýsingarinnar en það hefur verið slagorð almannavarna og heilbrigðisyfirvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vilborg Björk Hjaltested keypti auglýsinguna í nafni fyrirtækisins Bjúti. Samkvæmt verðskrá Morgunblaðsins kostar heilsíðuauglýsing um og yfir hálfa milljón króna. Í samtali við Vísi vildi Vilborg hvorki segja til um hvað fyrirtækið gerði, hvernig hún fjármagnaði kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún birti hana ekki undir nafni sínu eða fyrirtækisins. „Ég hef það bara út af fyrir mig,“ sagði hún og fullyrti að auglýsingin varðaði almannahagsmuni. Enginn var merktur fyrir auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. maí 2021. Af auglýsingunni mætti ráða að hún væri á vegum Lyfjastofnunar eða almannavarna.Morgunblaðið Ekki í samræmi við upplýsingar um bóluefnin Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir við Vísi að framsetning og innihald auglýsingarinnar sé villandi. Listinn yfir aukaverkanir séu ekki í samræmi við upplýsingar Lyfjastofnunar um bóluefnin gegn kórónuveirunni og ýmislegt virðist þar talið upp til að vekja hræðslu, þar á meðal andlát, blinda og lömun. Einnig gerir Rúna athugasemd við að fólki sé vísað á tölvupóstfang og símanúmer stofnunarinnar. Ekki sé tekið við tilkynningum þar heldur með sérstöku eyðublaði. Hún segir mikilvægt að tilkynningar fari í réttan farveg því annars sé ekki hægt að vinna með þær. Fólki eigi ekki að senda persónugreinanlegar upplýsingar en hættan sé að það gerist hafi það samband í síma eða með tölvupósti. „Það er alls ekki sá farvegur sem þetta á að hafa,“ segir Rúna. Rúnu virðist sem að auglýsingunni hafi verið ætlað að vekja upp hræðslu gagnvart bólusetningum. Það sé þvert á góða reynslu af bólusetningum á Íslandi þar sem landsmenn hafi sinnt þeim vel. „Það eru kannski einhverjir hópar sem hafa hug á því að breyta því,“ segir Rúna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.Vísir/Egill Taldi rétt að vísa fólki „rétta veginn“ Í samtali við Vísi vísaði Vilborg, sem er skráð lífeindafræðingur á Já.is, til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum hjá fólki sem velti fyrir sér mögulegum aukaverknum eftir bólusetningu. Henni hafi fundist að það þyrfti að vísa fólki rétta veginn til að tilkynna um þær. Spurð út í hvers vegna hún vísaði fólki á tölvupóst og símanúmer Lyfjastofnunar en ekki sérstakt eyðublað fyrir tilkynningar benti Vilborg á heimasíðu Lyfjastofnunar þar sem kemur fram að þeir sem treysti sér ekki til að nota rafræna eyðublaðið geti haft samband með tölvupósti eða í gegnum síma. Í samtalinu við Vísi véfengdi Vilborg meðal annars rannsóknir á virkni og öryggi bóluefna gegn kórónuveirunni og gagnrýndi fjölmiðla fyrir að fjalla ekki um bólusetninguna á gagnrýninn hátt. Fullyrti hún ranglega að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið vegna bólusetningar á Íslandi. Virtist hún vísa til frétta um tilkynningar um mögulegar aukaverkanir bóluefnanna, þar á meðal vegna nokkurra dauðsfalla eftir að fólk var bólusett. Engar vísbendingar hafa komið fram um orsakasamhengi á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Ekki leyndarmál hver auglýsir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Morgunblaðinu, segir að mistök hafi verið gerð þegar ekki var gengið á eftir því þegar auglýsingin barst að gera athugasemd við að auglýsandinn þyrfti að kunngera sig. Það eigi ekki að vera leyndarmál hver auglýsir. „Það eru mistök sem skrifast á okkur,“ segir hann við Vísi. Blaðið taki fulla ábyrgð á mistökunum og farið verði yfir verkferla í framhaldinu. Þá verði haft samband við auglýsandann og birtingarfyrirtæki sem pantaði auglýsinguna um að hún hafi ekki verið í samræmi við viðmiðunarreglur blaðsins. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Enginn er merktur fyrir heilsíðuauglýsingunni þar sem spurt er hvort að fólk hafi fengið aukaverkanir eftir Covid-bólusetninguna. Þar er fullyrt að mikilvægt sé að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar, „jafnvel mánuðum eftir bólusetningu“. Á eftir fylgir langur listi um „dæmi um aukaverkanir“. Í auglýsingunni er fólk hvatt til að tilkynna um aukaverkanir til Lyfjastofnunar og eru gefin upp símanúmer stofnunarinnar og tölvupóstfang. „Við erum öll almannavarnir,“ segir í lok auglýsingarinnar en það hefur verið slagorð almannavarna og heilbrigðisyfirvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vilborg Björk Hjaltested keypti auglýsinguna í nafni fyrirtækisins Bjúti. Samkvæmt verðskrá Morgunblaðsins kostar heilsíðuauglýsing um og yfir hálfa milljón króna. Í samtali við Vísi vildi Vilborg hvorki segja til um hvað fyrirtækið gerði, hvernig hún fjármagnaði kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún birti hana ekki undir nafni sínu eða fyrirtækisins. „Ég hef það bara út af fyrir mig,“ sagði hún og fullyrti að auglýsingin varðaði almannahagsmuni. Enginn var merktur fyrir auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. maí 2021. Af auglýsingunni mætti ráða að hún væri á vegum Lyfjastofnunar eða almannavarna.Morgunblaðið Ekki í samræmi við upplýsingar um bóluefnin Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir við Vísi að framsetning og innihald auglýsingarinnar sé villandi. Listinn yfir aukaverkanir séu ekki í samræmi við upplýsingar Lyfjastofnunar um bóluefnin gegn kórónuveirunni og ýmislegt virðist þar talið upp til að vekja hræðslu, þar á meðal andlát, blinda og lömun. Einnig gerir Rúna athugasemd við að fólki sé vísað á tölvupóstfang og símanúmer stofnunarinnar. Ekki sé tekið við tilkynningum þar heldur með sérstöku eyðublaði. Hún segir mikilvægt að tilkynningar fari í réttan farveg því annars sé ekki hægt að vinna með þær. Fólki eigi ekki að senda persónugreinanlegar upplýsingar en hættan sé að það gerist hafi það samband í síma eða með tölvupósti. „Það er alls ekki sá farvegur sem þetta á að hafa,“ segir Rúna. Rúnu virðist sem að auglýsingunni hafi verið ætlað að vekja upp hræðslu gagnvart bólusetningum. Það sé þvert á góða reynslu af bólusetningum á Íslandi þar sem landsmenn hafi sinnt þeim vel. „Það eru kannski einhverjir hópar sem hafa hug á því að breyta því,“ segir Rúna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.Vísir/Egill Taldi rétt að vísa fólki „rétta veginn“ Í samtali við Vísi vísaði Vilborg, sem er skráð lífeindafræðingur á Já.is, til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum hjá fólki sem velti fyrir sér mögulegum aukaverknum eftir bólusetningu. Henni hafi fundist að það þyrfti að vísa fólki rétta veginn til að tilkynna um þær. Spurð út í hvers vegna hún vísaði fólki á tölvupóst og símanúmer Lyfjastofnunar en ekki sérstakt eyðublað fyrir tilkynningar benti Vilborg á heimasíðu Lyfjastofnunar þar sem kemur fram að þeir sem treysti sér ekki til að nota rafræna eyðublaðið geti haft samband með tölvupósti eða í gegnum síma. Í samtalinu við Vísi véfengdi Vilborg meðal annars rannsóknir á virkni og öryggi bóluefna gegn kórónuveirunni og gagnrýndi fjölmiðla fyrir að fjalla ekki um bólusetninguna á gagnrýninn hátt. Fullyrti hún ranglega að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið vegna bólusetningar á Íslandi. Virtist hún vísa til frétta um tilkynningar um mögulegar aukaverkanir bóluefnanna, þar á meðal vegna nokkurra dauðsfalla eftir að fólk var bólusett. Engar vísbendingar hafa komið fram um orsakasamhengi á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Ekki leyndarmál hver auglýsir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Morgunblaðinu, segir að mistök hafi verið gerð þegar ekki var gengið á eftir því þegar auglýsingin barst að gera athugasemd við að auglýsandinn þyrfti að kunngera sig. Það eigi ekki að vera leyndarmál hver auglýsir. „Það eru mistök sem skrifast á okkur,“ segir hann við Vísi. Blaðið taki fulla ábyrgð á mistökunum og farið verði yfir verkferla í framhaldinu. Þá verði haft samband við auglýsandann og birtingarfyrirtæki sem pantaði auglýsinguna um að hún hafi ekki verið í samræmi við viðmiðunarreglur blaðsins.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira