Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 16:00 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. Fannar segir það vera slæmt ef Suðurstrandarvegur myndi lokast vegna þessa, þó hann yrði opnaður aftur um leið og færi gæfist ef allt færi á versta veg. „Það er aldrei að vita hversu langan tíma það tæki að hraunið hætti að renna hérna og storkna. Svo er ekki gott að fá hraun fram í sjó, það fylgja því ýmsar gufur og vandamál sem ekki eru til staðar núna á landi. Þó það sé vissulega gas sem kemur upp, þá eru það aðrar gastegundir sem kynnu að myndast þegar hraunið fer í sjóinn,“ segir Fannar sem ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann um stöðu mála í gær. Hann telur mikilvægt að ráðast í framkvæmdir fyrr en seinna og hafa varnargarðar nú þegar verið hannaðir. „Tæki eiga að vera tilbúin en það er ekkert víst að það sé hægt að bíða mjög lengi eftir því að fara í þessa framkvæmd. Við leggjum mikla áherslu á það og ég veit að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri eru alveg tilbúnir í þetta verkefni, en þetta getur svo sem brostið á fyrr en varir vegna þess að hraunið er óútreiknanlegt.“ Klippa: Viðtal við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík Tilbúin að fara strax í verkefnið Fannar segist ekki telja að verkefnið megi bíða mjög lengi og að bæjaryfirvöld séu tilbúin að samþykkja að ráðast strax í framkvæmdir. Svæðið sé þó vel vaktað, bæði dag og nótt, af mjög færum vísindamönnum. „Menn vita alveg hvernig taumurinn er að færast í átt til suðurs en svo getur hrauntungan allt í einu breytt um stefnu og lagt af stað þarna áleiðis. Það eru ekki nema svona hundrað metrar í haftið og það er nánast á sléttlendi þannig að það þarf ekki mikið út af að bera.“ Aðspurður hvort hann telji fyrirliggjandi hönnun á mannvirkjum duga til að stöðva hraunflæðið segir Fannar treysta hönnuðunum. „Þeir eru að gera ráð fyrir fjögurra metra hæð. Fyrir innan garðinn yrði væntanlega einhver hola líka tekinn þannig að menn vonast til þess að þetta stöðvi framfrásina og hraunið leiti þá annað í staðinn.“ Öryggi fólks skipti þó mestu máli og allar framkvæmdir miði að því að tryggja það. „Það er búið að lyfta grettistaki á þessu svæði við að auka öryggi þess fólks sem er hér á ferðinni. Það var búið að laga þessa neðri brekku og nú er verið að laga efri brekkuna.“ Hægt er að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Fannar segir það vera slæmt ef Suðurstrandarvegur myndi lokast vegna þessa, þó hann yrði opnaður aftur um leið og færi gæfist ef allt færi á versta veg. „Það er aldrei að vita hversu langan tíma það tæki að hraunið hætti að renna hérna og storkna. Svo er ekki gott að fá hraun fram í sjó, það fylgja því ýmsar gufur og vandamál sem ekki eru til staðar núna á landi. Þó það sé vissulega gas sem kemur upp, þá eru það aðrar gastegundir sem kynnu að myndast þegar hraunið fer í sjóinn,“ segir Fannar sem ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann um stöðu mála í gær. Hann telur mikilvægt að ráðast í framkvæmdir fyrr en seinna og hafa varnargarðar nú þegar verið hannaðir. „Tæki eiga að vera tilbúin en það er ekkert víst að það sé hægt að bíða mjög lengi eftir því að fara í þessa framkvæmd. Við leggjum mikla áherslu á það og ég veit að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri eru alveg tilbúnir í þetta verkefni, en þetta getur svo sem brostið á fyrr en varir vegna þess að hraunið er óútreiknanlegt.“ Klippa: Viðtal við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík Tilbúin að fara strax í verkefnið Fannar segist ekki telja að verkefnið megi bíða mjög lengi og að bæjaryfirvöld séu tilbúin að samþykkja að ráðast strax í framkvæmdir. Svæðið sé þó vel vaktað, bæði dag og nótt, af mjög færum vísindamönnum. „Menn vita alveg hvernig taumurinn er að færast í átt til suðurs en svo getur hrauntungan allt í einu breytt um stefnu og lagt af stað þarna áleiðis. Það eru ekki nema svona hundrað metrar í haftið og það er nánast á sléttlendi þannig að það þarf ekki mikið út af að bera.“ Aðspurður hvort hann telji fyrirliggjandi hönnun á mannvirkjum duga til að stöðva hraunflæðið segir Fannar treysta hönnuðunum. „Þeir eru að gera ráð fyrir fjögurra metra hæð. Fyrir innan garðinn yrði væntanlega einhver hola líka tekinn þannig að menn vonast til þess að þetta stöðvi framfrásina og hraunið leiti þá annað í staðinn.“ Öryggi fólks skipti þó mestu máli og allar framkvæmdir miði að því að tryggja það. „Það er búið að lyfta grettistaki á þessu svæði við að auka öryggi þess fólks sem er hér á ferðinni. Það var búið að laga þessa neðri brekku og nú er verið að laga efri brekkuna.“ Hægt er að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54