„Sölvi Snær er einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi“ Andri Gíslason skrifar 13. maí 2021 23:30 Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var nokkuð sáttur með frammistöðu síns liðs á Kópavogsvellinum í kvöld er liðið lagði Keflavík 4-0 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. „Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Sjá meira
„Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Sjá meira