Fjarlægjum flísina Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. maí 2021 08:01 Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar