Menning

Sænski tón­listar­maðurinn S­vante Thures­son látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Svante Thuresson á Menningarhátíð Stokkhólms árið 2012.
Svante Thuresson á Menningarhátíð Stokkhólms árið 2012. Wikipedia Commons/Frankie Fouganthin

Sænski djasstónlistarmaðurinn Svante Thuresson er fallinn frá, 84 ára að aldri. Hann lést fyrr í vikunni eftir langvinn veikindi.

Tónlistarferill Thuressons spannaði rúma sex áratugi og naut hann mikilla vinsælda bæði í heimalandinu og víðar á Norðurlöndum.

Thuresson hóf feril sinn sem trommari og gekk til liðs við sveitina Gals and Pals árið 1963. Hann sló hins vegar í gegn þegar hann vann sænsku undinkeppnina fyrir Eurovision með söngkonunni Lill Lindfors með lagið Nygammal vals árið 1966. Þau höfnuðu svo í öðru sæti Eurovision.

Hann tók svo margoft þátt í Melodifestivalen á sjöunda og áttunda áratugnum.

Thuresson starfaði í tónlistinni fram á síðasta dag og gaf til að mynda út plötuna Four með Claes Crona trio árið 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.