„Þetta var blóðbað“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 11:59 Fjölskyldumeðlimir syrgja fjóra bræður sem fundust látnir í rústum húss í norðurhluta Gasa. AP/Kahlil Hamra Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. Auk loftárása skutu skriðdrekar, stórskotalið og hermenn um sex hundruð sprengjum á sama svæði í kjölfar loftárásanna. Heilt yfir stóð skothríðin yfir í rúmlega klukkustund en herinn segir engan Ísraelsmann hafa farið yfir landamæri Ísraels og Gasa, samkvæmt frétt Times of Israel. Í kjölfar árásarinnar í nótt skutu Hamas-liðar fjölda eldflauga að Ashkelon, Ashdod, Beersheba, Yavne og öðrum bæjum í suður- og miðhluta Ísraels. Tveir eru sagðir hafa særst í þeim árásum. Reyndu að flýja Palestínumenn á svæðinu sem árásirnar beindust að í nótt flúðu heimili sín vegna skothríðarinnar en ekki fengu allir færi á því. Einn íbúi sem AP fréttaveitan ræddi við í neyðarskýli í morgun sagði fjölskyldu hans hafa verið fasta á heimilum sínum vegna loftárása og annar segir minnst átta manns hafa dáið þegar hús þeirra hrundi vegna árása. Fjórar slíkar hafi hitt húsið um klukkan ellefu í gærkvöldi, að staðartíma, og það hafi hrunið. Tveir menn, tvær konu, þar af önnur ólétt og fjögur börn hafi verið inn í húsinu. „Þetta var blóðbað," sagði einn viðmælandi fréttaveitunnar. Hér má sjá myndefni frá Gasa í morgun þegar íbúar flúðu undan árásum Ísraelsmanna. Ekki ráðarúm til að vara fólk við Talsmaður hersins sagði að við hefðbundnar kringumstæður væru gefnar viðvarnir í aðdragna árása sem þessara og borgurum gefinn tími til að yfirgefa svæðið. Ekki hafi verið ráðrúm til þess í nótt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir minnst 119 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelsmanna undanfarna daga og þar af 31 konur og börn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hundruð eru sögð hafa særst. Þessar tölur eru ekki taldar innihalda þá sem féllu í aðgerðum næturinnar. Í Ísrael hafa minnst níu dáið en um tvö þúsund eldflaugum hefur verið skoti frá Gasa frá því á mánudaginn. Ísraelsmenn hafa verið harðlega gagnrýndir vegna dauðsfalla almennra borgara í fyrri stríðum á Gasa, þar sem rúmlega tvær milljónir Palestínumanna búa á litlu svæði. Þeirri gagnrýni hafa Ísraelsmenn svarað með því að Hamas-liðar skýli sér á bavkið almenna borgara. Gasa-ströndinni hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Hermenn á skriðdrekum nærri landamærum Gasa í norðri.AP/Tsafrir Abayov Her Ísraels hefur gefið í skyn að ný innrás á Gasa sé í vændum. Varalið hefur verið kallað út og hermönnum og skriðdrekum komið fyrir við landamærin í norðurhluta Gasa. Í kjölfar árásanna í nótt hefur því verið haldið fram að það hafi verið ráðabrugg og innrás hafi aldrei staðið til. Markmiðið hafi verið að laða Hamas-liða í varnarstöður svo auðveldara væri að gera árásir á þá. Þessu hefur meðal annars verið haldið fram í fjölmiðlum Ísraels en er ekki staðfest. Friðarköll falla á dauf eyru Áköll erlendra ráðamanna og Sameinuðu þjóðanna um að átökin verði stöðvuð og vopnahléi komið á hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum. Sendinefnd frá Egyptalandi hefur reynt að miðla málum í viðræðum fylkinga en án árangurs. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hann sagði að aðgerðir hersins myndu halda áfram eins lengi og þeirra væri þörf. Prime Minister Benjamin Netanyahu, tonight:"We are dealing with a campaign on two fronts. The first front Gaza. I said that we would exact a very heavy price from Hamas and the other terrorist organizations. pic.twitter.com/5eHS8QZ3Mv— PM of Israel (@IsraeliPM) May 13, 2021 Hann sagði að Hamas og öðrum samtökum yrði refsað grimmilega fyrir árásir á Ísrael. Hamas-liðar hafa sömuleiðis heitið því að refsa Ísraelsmönnum. BBC hefur þó eftir háttsettum Hamas-liða að samtökin sé tilbúin í vopnahlé, þrýsti alþjóðasamfélagið á Ísraelsmenn að hætta aðgerðum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Sú moska er á Musterishæð og er einn heilagasti staður múslima. Umsátursástand hefur ríkt þar undanfarna daga. Þar hefur komið til átaka þar sem hundruð hafa særst. Víðar hefur komið til átaka milli Araba og gyðinga innan landamæra Ísraels og hefur lögreglan meðal annars verið sökuð um að fylgjast með á meðan hópar gyðinga hafa farið inn á heimili og gengið í skrokk á fólki. Því neitar lögreglan. Hér má sjá myndefni sem her Ísrales birti af árásunum í nótt. The target: The Hamas Metro tunnel system in Gaza. The operation: 160 aircraft, tanks, artillery and infantry units along the border.We struck 150 targets and damaged many kilometers of the Hamas Metro network. pic.twitter.com/otn7JKxB9c— Israel Defense Forces (@IDF) May 14, 2021 Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 „Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk“ Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar. 13. maí 2021 12:42 83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 13. maí 2021 09:47 Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. 12. maí 2021 12:10 Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Auk loftárása skutu skriðdrekar, stórskotalið og hermenn um sex hundruð sprengjum á sama svæði í kjölfar loftárásanna. Heilt yfir stóð skothríðin yfir í rúmlega klukkustund en herinn segir engan Ísraelsmann hafa farið yfir landamæri Ísraels og Gasa, samkvæmt frétt Times of Israel. Í kjölfar árásarinnar í nótt skutu Hamas-liðar fjölda eldflauga að Ashkelon, Ashdod, Beersheba, Yavne og öðrum bæjum í suður- og miðhluta Ísraels. Tveir eru sagðir hafa særst í þeim árásum. Reyndu að flýja Palestínumenn á svæðinu sem árásirnar beindust að í nótt flúðu heimili sín vegna skothríðarinnar en ekki fengu allir færi á því. Einn íbúi sem AP fréttaveitan ræddi við í neyðarskýli í morgun sagði fjölskyldu hans hafa verið fasta á heimilum sínum vegna loftárása og annar segir minnst átta manns hafa dáið þegar hús þeirra hrundi vegna árása. Fjórar slíkar hafi hitt húsið um klukkan ellefu í gærkvöldi, að staðartíma, og það hafi hrunið. Tveir menn, tvær konu, þar af önnur ólétt og fjögur börn hafi verið inn í húsinu. „Þetta var blóðbað," sagði einn viðmælandi fréttaveitunnar. Hér má sjá myndefni frá Gasa í morgun þegar íbúar flúðu undan árásum Ísraelsmanna. Ekki ráðarúm til að vara fólk við Talsmaður hersins sagði að við hefðbundnar kringumstæður væru gefnar viðvarnir í aðdragna árása sem þessara og borgurum gefinn tími til að yfirgefa svæðið. Ekki hafi verið ráðrúm til þess í nótt. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir minnst 119 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelsmanna undanfarna daga og þar af 31 konur og börn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hundruð eru sögð hafa særst. Þessar tölur eru ekki taldar innihalda þá sem féllu í aðgerðum næturinnar. Í Ísrael hafa minnst níu dáið en um tvö þúsund eldflaugum hefur verið skoti frá Gasa frá því á mánudaginn. Ísraelsmenn hafa verið harðlega gagnrýndir vegna dauðsfalla almennra borgara í fyrri stríðum á Gasa, þar sem rúmlega tvær milljónir Palestínumanna búa á litlu svæði. Þeirri gagnrýni hafa Ísraelsmenn svarað með því að Hamas-liðar skýli sér á bavkið almenna borgara. Gasa-ströndinni hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Hermenn á skriðdrekum nærri landamærum Gasa í norðri.AP/Tsafrir Abayov Her Ísraels hefur gefið í skyn að ný innrás á Gasa sé í vændum. Varalið hefur verið kallað út og hermönnum og skriðdrekum komið fyrir við landamærin í norðurhluta Gasa. Í kjölfar árásanna í nótt hefur því verið haldið fram að það hafi verið ráðabrugg og innrás hafi aldrei staðið til. Markmiðið hafi verið að laða Hamas-liða í varnarstöður svo auðveldara væri að gera árásir á þá. Þessu hefur meðal annars verið haldið fram í fjölmiðlum Ísraels en er ekki staðfest. Friðarköll falla á dauf eyru Áköll erlendra ráðamanna og Sameinuðu þjóðanna um að átökin verði stöðvuð og vopnahléi komið á hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum. Sendinefnd frá Egyptalandi hefur reynt að miðla málum í viðræðum fylkinga en án árangurs. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hann sagði að aðgerðir hersins myndu halda áfram eins lengi og þeirra væri þörf. Prime Minister Benjamin Netanyahu, tonight:"We are dealing with a campaign on two fronts. The first front Gaza. I said that we would exact a very heavy price from Hamas and the other terrorist organizations. pic.twitter.com/5eHS8QZ3Mv— PM of Israel (@IsraeliPM) May 13, 2021 Hann sagði að Hamas og öðrum samtökum yrði refsað grimmilega fyrir árásir á Ísrael. Hamas-liðar hafa sömuleiðis heitið því að refsa Ísraelsmönnum. BBC hefur þó eftir háttsettum Hamas-liða að samtökin sé tilbúin í vopnahlé, þrýsti alþjóðasamfélagið á Ísraelsmenn að hætta aðgerðum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Sú moska er á Musterishæð og er einn heilagasti staður múslima. Umsátursástand hefur ríkt þar undanfarna daga. Þar hefur komið til átaka þar sem hundruð hafa særst. Víðar hefur komið til átaka milli Araba og gyðinga innan landamæra Ísraels og hefur lögreglan meðal annars verið sökuð um að fylgjast með á meðan hópar gyðinga hafa farið inn á heimili og gengið í skrokk á fólki. Því neitar lögreglan. Hér má sjá myndefni sem her Ísrales birti af árásunum í nótt. The target: The Hamas Metro tunnel system in Gaza. The operation: 160 aircraft, tanks, artillery and infantry units along the border.We struck 150 targets and damaged many kilometers of the Hamas Metro network. pic.twitter.com/otn7JKxB9c— Israel Defense Forces (@IDF) May 14, 2021
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 „Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk“ Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar. 13. maí 2021 12:42 83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 13. maí 2021 09:47 Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. 12. maí 2021 12:10 Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05
„Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk“ Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar. 13. maí 2021 12:42
83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 13. maí 2021 09:47
Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. 12. maí 2021 12:10
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53