Alisson hélt Meistaradeildarvonum Liverpool á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 17:35 Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Alisson. Laurence Griffiths/Getty Images Það stefndi í 1-1 jafntefli hjá Liverpool gegn West Bromwich Albion á The Hawthornes-vellinum í dag. Markvörðurinn Alisson sá hins vegar til þess að Liverpool landaði 2-1 sigri er hann skoraði sigurmark á síðustu mínútu uppbótartíma. Hal Robson-Kanu kom heimamönnum í West Brom óvænt yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Mohamed Salah jafnaði metin þegar rúmur hálftími var liðinn eftir sendingu Sadio Mané og staðan því 1-1 í hálfleik. Gestirnir frá Liverpool-borg sóttu án afláts í síðari hálfleik en gekk illa að brjóta niður varnarmúr heimamanna. Kyle Bartley kom boltanum í netið þegar í kringum fimmtán mínútur lifðu leiks en Matt Phillips var rangstæður og í sjónlínu Alisson svo markið fékk ekki að standa. Í kjölfarið hélt Liverpool áfram að sækja og sækja en inn vildi boltinn ekki. Það er þangað til á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu frá vinstri. Markið í uppsiglingu.Getty Images Markvörðurinn Alisson mætti inn í teig og viti menn, spyrnan flaug á kollinn á Alisson sem stýrði boltanum í netið líkt og hann hefði verið framherji allt sitt líf. Staðan því orðin 2-1 Liverpool í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Liverpool á því enn möguleika á Meistaradeildarsæti en þær vonir hefðu í raun horfið ef leikurinn hefði endað 1-1. Alisson getting love from every player and coach at Liverpool pic.twitter.com/5GIaSjLHq3— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 Liverpool er í 5. sæti með 63 stig að loknum 36 leikjum. Chelsea er í 4. sæti með 64 stig og Leicester City er með 66 stig í 3. sæti. Þau mætast innbyrðis eftir tvo daga og því ljóst að ef Liverpool vinnur báða leikina sem það á eftir þá mun liðið landa Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Fótbolti
Það stefndi í 1-1 jafntefli hjá Liverpool gegn West Bromwich Albion á The Hawthornes-vellinum í dag. Markvörðurinn Alisson sá hins vegar til þess að Liverpool landaði 2-1 sigri er hann skoraði sigurmark á síðustu mínútu uppbótartíma. Hal Robson-Kanu kom heimamönnum í West Brom óvænt yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Mohamed Salah jafnaði metin þegar rúmur hálftími var liðinn eftir sendingu Sadio Mané og staðan því 1-1 í hálfleik. Gestirnir frá Liverpool-borg sóttu án afláts í síðari hálfleik en gekk illa að brjóta niður varnarmúr heimamanna. Kyle Bartley kom boltanum í netið þegar í kringum fimmtán mínútur lifðu leiks en Matt Phillips var rangstæður og í sjónlínu Alisson svo markið fékk ekki að standa. Í kjölfarið hélt Liverpool áfram að sækja og sækja en inn vildi boltinn ekki. Það er þangað til á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu frá vinstri. Markið í uppsiglingu.Getty Images Markvörðurinn Alisson mætti inn í teig og viti menn, spyrnan flaug á kollinn á Alisson sem stýrði boltanum í netið líkt og hann hefði verið framherji allt sitt líf. Staðan því orðin 2-1 Liverpool í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Liverpool á því enn möguleika á Meistaradeildarsæti en þær vonir hefðu í raun horfið ef leikurinn hefði endað 1-1. Alisson getting love from every player and coach at Liverpool pic.twitter.com/5GIaSjLHq3— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 Liverpool er í 5. sæti með 63 stig að loknum 36 leikjum. Chelsea er í 4. sæti með 64 stig og Leicester City er með 66 stig í 3. sæti. Þau mætast innbyrðis eftir tvo daga og því ljóst að ef Liverpool vinnur báða leikina sem það á eftir þá mun liðið landa Meistaradeildarsæti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti