Stefanik tekin við af Cheney Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 15:12 Frá vinstri, Elise Stefanik, Steve Scalise og Kevin McCarthy. Þau eru þrír æðstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. AP/ANdrew Harnik Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Fyrr í vikunni höfðu þingmennirnir vikið Liz Cheney úr stöðunni, vegna andstöðu hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, og annarra mála sem snúa einnig að Trump. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sögðu leiðtogar flokksins að nú væru meðlimir þingflokksins sameinaðir í þeim tilgangi að standa í hárinu á Joe Biden, forseta, og stöðva „sósíalisk stefnumál“ hans og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þó er ljóst að margir íhaldssamari meðlimir þingflokksins eru ekki sáttir við tilnefningu Stefanik og þá sérstaklega vegna þess að hún þykir ekki nægilega íhaldssöm. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015 og þótti hún ekki vera róttækur Repúblikani. Í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hefur staðið þétt við Trump Hún kemur þó úr kjördæmi í New York sem Trump vann bæði árið 2016 og 2020 og hefur afstaða hennar gagnvart forsetanum fyrrverandi breyst verulega. Á undanförnum árum hefur hún staðið þétt við bakið á honum og fékk stórt hlutverk í vörn hans þegar hann var ákærður fyrir embættisbrot í fyrra skiptið. Sjá einnig: Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump Samtök íhaldsmanna sem fylgjast náið með því hvernig þingmenn greiða atkvæði hafa til að mynda gefið Chip Roy mjög háar einkunnir. Það hafa samtökin ekki gert við Stefanik. Heratige Action for America gefur Roy til að mynda 98 prósent en Stefanik einungis 48 prósent. Það nær yfir alla veru þeirra á þingi. Þegar bara er litið til þessa þings sem nú er yfirstandandi fær Stefanik 84 prósent og er það til marks um breytingu hennar að undanförnu. American Conservative Union gefur Roy 94,6 prósent og Stefanik 43,6 prsóent. AP fréttaveitan segir einnig gremju innan þingflokksins vegna taks Trumps á flokknum, sem einhverjir séu ósáttir við. Ólíklegt sé að deilum þingmanna Repúblikanaflokksins ljúki með þessari atkvæðagreiðslu. Þá segir fréttaveitan að Stefanik hafi sagt öðrum þingmönnum að hún ætlaði ekki að sinna stöðunni lengur en út næsta ár.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Trump opnar eigin miðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook. 4. maí 2021 21:22
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36
Trump herðir tökin á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann ætlaði sér ekki að sleppa tökunum á Repúblikanaflokknum. Þess í stað væri hann að herða tökin og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024. 1. mars 2021 09:00