Stöðvum blóðbaðið - Frjáls Palestína Sveinn Rúnar Hauksson og Björk Vilhelmsdóttir skrifa 15. maí 2021 10:54 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. Böðullinn hreykir sér af verkum sínum og þakkar víðtækan stuðning sem hann njóti til þessara verka frá forseta Bandaríkjanna og leiðtogum Vesturveldanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Netanyahu sem annars hefði átt að vera kominn á bakvið lás og slá fyrir alls kyns glæpi, spillingu og vafasöm fjármál. Nei, það er ekki verið að fjalla um stríðsglæpi, en það nálgast vonandi að Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn taki fyrir hans þátt sem hefur verið leiðandi í þjóðarmorði á palestínsku þjóðinni. Dómstóllinn hefur nýverið hafist handa að rannsaka stríðsglæpi í Palestínu og Ísrael, enda þótt þarlend stjórnvöld neiti allri samvinnu við hann. Netanyahu í vanda Netanyahu var enn einu sinni kominn í vonlausa stöðu í stjórnmálunum, hafði orðið að gefast upp á stjórnarmyndun eftir fjórðu kosningarnar á skömmum tíma. Bennett sem keppir við hann frá hægri var kominn með umboðið og reiðubúinn að mynda samsteypustjórn ýmissa hægri og vinstri flokka, ef hægt er að tala um slíkt í ísraelskum stjórnmálum einsog þau hafa þróast. En það sem vakti athygli var að palestínskur flokkur svokallaðra ísraelskra araba sem eru um 20% íbúa ´48 hernámsins, gaf nú kost á þátttöku í ríkisstjórn, en með því skilyrði að þar hefði hver flokkur neitunarvald. Með því að æsa til stríðs, hefur Netanyahu tekist að splundra þessu öllu saman, og fær að vera sterki maðurinn sem allir líta til og allt hvílir á. Ísraelski forsætisráðherrann ætlar að nýta sér sviðsljósið til hins ítrasta og nú neitar hann öllum sáttatilraunum sem Egyptar með fyrri reynslu af slíku, reyna að koma á. Takmarkalaus grimmd Netanyahu og hans líka við stjórnvölinn í Ísrael, kemur fram í því að hann æsir til þessa stríðs gegn varnarlausum og innilokuðum íbúum Gaza sem á sama tíma eru að reyna að verja sig gegn Covid-19 sýkingu sem hefur verið að blossa upp. Heilbrigðisþjónustan og sjúkrahúsin hafa verið þétt setin en nú streymir inn á sjúkrahúsin stórslasað fólk sem lifir kannski af loftárásir og sprengjuárásir Ísraelshers úr lofti, af landi og sjó, en lifir við örkuml héðan af. Hörmungarnar - NAKBA Á laugardaginn 15. maí 2021 er minnst upphafs hörmunganna (NAKBA), þegar Ísraelsríki var stofnað, á grundvelli aðskilnaðarstefnu sem verður æ skýrari. Til þess að skapa rými fyrir innflytjendur víða að var efnt til hryðjuverka og landvinningastríðs sem hafði í för með sér að 750 þúsund manns hröktust frá heimilum sínum, sem var þá meira en helmingur íbúanna. Þetta fólk og afkomendur þess sem nú nálgast 10 milljónir manns eiga allan rétt á að snúa heim aftur til eigna sinna og lands og fá bætur fyrir tjón sem hernámið hefur valdið. Í 73 ár hefur miskunnarlaust verið traðkað á rétti Palestínumanna af hálfu hernámsins, og sennilega aldrei eins þrengt að þeim einsog nú, eftir 14 ára innlokun íbúanna á Gaza sem búa við sívaxandi eymd og æ grimmara hernám á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem þar sem landræningjar og hústökufólk vaða upp í skjóli hernámsins, hers og lögreglu. Ég hef heyrt þær skoðanir frá vinum í ísraelskri friðarhreyfingu, að þeir hafi jafnvel meiri áhyggjur af heimahögum en hinum hryllilegu loftárásum á fjölskyldufólk á Gaza. Netanyahu hefur ekki einungis hafið enn eina útrýmingarherferðina gegn Palestínumönnum, honum hefur tekist að kynda elda borgarstyrjaldar í Ísrael, þar sem fréttir hafa borist af óhugnanlegum átökum milli fólks af palestínskum uppruna og ísraelskra gyðinga. Þá birti Aljazeerah viðtal við fréttakonu sína í kvöld (14. maí), sem sagði að barist væri á 200 stöðum á Vesturbakkanum, þar eru aðallega ungir Palestínumenn, vopnaðir að hætti Davíðs með grjót í slönguvað og Molotoff kokteila, litlar bensínsprengjur, sem mæta galvaskir þungvopnuðu liði hernámsins. Hvernig byrjaði þetta allt í þetta sinn? Ísraelsks hústökufólk og hernámsyfirvöld hafa lengið unnið því að þrengja að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem sem er þó að alþjóðalögum hluti Palestínu sem Ísland viðurkennir. Undanfarið hefur hústakan og landránið aukist til muna, fólk verið hrakið burt. Annar hvort eru heimilin rústuð svo heimilisfólk geti ekki snúið aftur eða að ísraelskt hústökufólk sest að á palestínsku heimilinum. Palestínumönnum í borginni fækkar stöðugt í samræmi við þá stefnu sem framfylgt er í Ísrael og hefur verið lýði öll þessi ár, sem er þjóðernishreinsun. Árás nú og áður á Al Aqsa Lokahnykkurinn í þessari hernaðaráætlun Netanyahu var árásin á Al Aqsa moskuna í síðustu viku í Gömlu borginni Jerúsalem, sem er þriðji helgasti staður Íslams. Árásin minnir mjög á innrás Sharons á sama stað í septemberlok árið 2000, sem var þá leiðtogi Likud og í stjórnarandstöðu. Hann fékk stuðning Baraks þáverandi forsætisráðherra sem léði honum 3000 manna her, margir óeinkennisklæddir, sem ruddust í óleyfi inn á svæði moskunnar og vanhelguðu hana. Ég minnist þess ekki að þá hafi verið gengið jafn langt og nú, að ryðjast inn í moskuna sjálfa og skjóta þar á fólk með táragasi, hljóðsprengjum og gúmmíhúðuðum stálkúlum sem eru lífshættulegar. Innrásina árið 2000 launuðu ísraelskir kjósendur með því að gera slátrarann Sharon að forsætisráðherra árið eftir. Slátraranafnbótina fékk Sharon fyrir ábyrgð sína á fjöldamorðum í palestínskum flóttamannabúðum. Innrás Sharons í Al Aqsa var gerð til að kalla fram mótmæli og reiði Palestínumanna um land allt. Það var fyrirsjáanlegt, rétt einsog núna. Ísraelski herinn var tilbúinn í næsta skref, að ráðast á fólkið sem mótmælti og öll palestínsk sjúkrahús yfirfylltust. Ég kom til Jerúsalem örfáum dögum síðar með Guðbirni Björnssyni lækni og við upplifðum þennan hrylling með eigin augum þegar við héldum til Gaza og heimsóttum sjúkrahús þar. Hamas, eldflaugar og friðsamlegar leiðir Hamassamtökin sem fara með stjórnartauma á Gaza, lýstu því yfir um daginn að ef ísraelsk stjórnvöld stöðvuðu ekki árásirnar á hinn helga stað, Al Aqsa, þá myndu þeir svara fyrir sig með eldflaugum. Eldflaugavarnarkerfi kemur í veg fyrir að árásir frá hernaðarhópunum á Gaza hafi mikið að segja, en þær valda vafalítið hræðslu, auk þess sem óbreyttir borgarar hafa misst lífið. Það er lítil huggun fyrir þá sem falla á báða bóga, að vita að það er réttur hertekinnar þjóðar að berjast gegn hernámi og óvinaher, allt að höfuðborg þess. Palestínska þjóðin hefur hins vegar valið í gegnum sín samtök, að berjast með friðsamlegu móti og þannig hefur baráttan gegn ísraelska hernáminu fyrst og fremst átt sér stað í mörg ár og áratugi. Það eru meira en 30 ár síðan Fatah og PLO, Frelsissamtök Palestínu sögðu undir forystu Arafats skilið við vopnaða baráttu og nýverið náðust samningar milli Fatah og Hamas um inngöngu hinna síðarnefndu í heildarsamtökin PLO. Innganga Hamas í PLO felur í sér viðurkenningu á Ísraelsríki innan landamæranna frá 1967 og að höfuðáhersla sé á friðsamlega baráttu. Nýjar áherslur í Bandaríkjunum Ef Netanyahu fær að ráða þá dregst þetta stríð á langinn. Hann virðist borubrattur, en í rauninni er hann með allt niðrum sig. Biden-stjórnin hefur staðið fyrir mikilvægum breytingum til batnaðar í Bandaríkjunum, en þarf nú að fóta sig í þessu máli. Ástæða er til bjartsýni ef yfirlýsingar bandaríska gyðingsins Bernie Sanders eru marktækar, þá er eitthvað að rofa til. Eitt er víst að Netanyahu hlakkar ekki til að fá bandaríska aðstoðarutanríkisráðherrann Hady Amr sem Biden er að senda á hann, að sögn til að koma á friði. Öfugt við Trump-stjórnina sem studdist alfarið við zíonista, var til dæmis með sendiherra í Ísrael, sem átti að heita bandarískur gyðingur en var með ísraelskt vegabréf og liðsmaður hægri öfgaafla og landránsins. Nú bregður svo við að bandaríski friðarboðinn er Hady Amr, hátt skrifaður sérfræðingur í málefnum Austurlanda nær, sjálfur af arabískum toga, fæddur í Líbanon. Friðelskandi fólki ætti að leyfast að vona, að þetta boði gott, þótt oft sé erfitt að reikna út, hvort það er hundurinn sem veifar skottinu eða öfugt. Zíonisminn er landráns-nýlendustefna í sinni verstu mynd, en um leið skottið á bandarísku heimsvaldastefnunni. Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður Félagsins Ísland Palestína (1991-2016) og heiðursborgari í Palestínu (frá 2015) Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og aðgerðasinni í Palestínu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. Böðullinn hreykir sér af verkum sínum og þakkar víðtækan stuðning sem hann njóti til þessara verka frá forseta Bandaríkjanna og leiðtogum Vesturveldanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Netanyahu sem annars hefði átt að vera kominn á bakvið lás og slá fyrir alls kyns glæpi, spillingu og vafasöm fjármál. Nei, það er ekki verið að fjalla um stríðsglæpi, en það nálgast vonandi að Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn taki fyrir hans þátt sem hefur verið leiðandi í þjóðarmorði á palestínsku þjóðinni. Dómstóllinn hefur nýverið hafist handa að rannsaka stríðsglæpi í Palestínu og Ísrael, enda þótt þarlend stjórnvöld neiti allri samvinnu við hann. Netanyahu í vanda Netanyahu var enn einu sinni kominn í vonlausa stöðu í stjórnmálunum, hafði orðið að gefast upp á stjórnarmyndun eftir fjórðu kosningarnar á skömmum tíma. Bennett sem keppir við hann frá hægri var kominn með umboðið og reiðubúinn að mynda samsteypustjórn ýmissa hægri og vinstri flokka, ef hægt er að tala um slíkt í ísraelskum stjórnmálum einsog þau hafa þróast. En það sem vakti athygli var að palestínskur flokkur svokallaðra ísraelskra araba sem eru um 20% íbúa ´48 hernámsins, gaf nú kost á þátttöku í ríkisstjórn, en með því skilyrði að þar hefði hver flokkur neitunarvald. Með því að æsa til stríðs, hefur Netanyahu tekist að splundra þessu öllu saman, og fær að vera sterki maðurinn sem allir líta til og allt hvílir á. Ísraelski forsætisráðherrann ætlar að nýta sér sviðsljósið til hins ítrasta og nú neitar hann öllum sáttatilraunum sem Egyptar með fyrri reynslu af slíku, reyna að koma á. Takmarkalaus grimmd Netanyahu og hans líka við stjórnvölinn í Ísrael, kemur fram í því að hann æsir til þessa stríðs gegn varnarlausum og innilokuðum íbúum Gaza sem á sama tíma eru að reyna að verja sig gegn Covid-19 sýkingu sem hefur verið að blossa upp. Heilbrigðisþjónustan og sjúkrahúsin hafa verið þétt setin en nú streymir inn á sjúkrahúsin stórslasað fólk sem lifir kannski af loftárásir og sprengjuárásir Ísraelshers úr lofti, af landi og sjó, en lifir við örkuml héðan af. Hörmungarnar - NAKBA Á laugardaginn 15. maí 2021 er minnst upphafs hörmunganna (NAKBA), þegar Ísraelsríki var stofnað, á grundvelli aðskilnaðarstefnu sem verður æ skýrari. Til þess að skapa rými fyrir innflytjendur víða að var efnt til hryðjuverka og landvinningastríðs sem hafði í för með sér að 750 þúsund manns hröktust frá heimilum sínum, sem var þá meira en helmingur íbúanna. Þetta fólk og afkomendur þess sem nú nálgast 10 milljónir manns eiga allan rétt á að snúa heim aftur til eigna sinna og lands og fá bætur fyrir tjón sem hernámið hefur valdið. Í 73 ár hefur miskunnarlaust verið traðkað á rétti Palestínumanna af hálfu hernámsins, og sennilega aldrei eins þrengt að þeim einsog nú, eftir 14 ára innlokun íbúanna á Gaza sem búa við sívaxandi eymd og æ grimmara hernám á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem þar sem landræningjar og hústökufólk vaða upp í skjóli hernámsins, hers og lögreglu. Ég hef heyrt þær skoðanir frá vinum í ísraelskri friðarhreyfingu, að þeir hafi jafnvel meiri áhyggjur af heimahögum en hinum hryllilegu loftárásum á fjölskyldufólk á Gaza. Netanyahu hefur ekki einungis hafið enn eina útrýmingarherferðina gegn Palestínumönnum, honum hefur tekist að kynda elda borgarstyrjaldar í Ísrael, þar sem fréttir hafa borist af óhugnanlegum átökum milli fólks af palestínskum uppruna og ísraelskra gyðinga. Þá birti Aljazeerah viðtal við fréttakonu sína í kvöld (14. maí), sem sagði að barist væri á 200 stöðum á Vesturbakkanum, þar eru aðallega ungir Palestínumenn, vopnaðir að hætti Davíðs með grjót í slönguvað og Molotoff kokteila, litlar bensínsprengjur, sem mæta galvaskir þungvopnuðu liði hernámsins. Hvernig byrjaði þetta allt í þetta sinn? Ísraelsks hústökufólk og hernámsyfirvöld hafa lengið unnið því að þrengja að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem sem er þó að alþjóðalögum hluti Palestínu sem Ísland viðurkennir. Undanfarið hefur hústakan og landránið aukist til muna, fólk verið hrakið burt. Annar hvort eru heimilin rústuð svo heimilisfólk geti ekki snúið aftur eða að ísraelskt hústökufólk sest að á palestínsku heimilinum. Palestínumönnum í borginni fækkar stöðugt í samræmi við þá stefnu sem framfylgt er í Ísrael og hefur verið lýði öll þessi ár, sem er þjóðernishreinsun. Árás nú og áður á Al Aqsa Lokahnykkurinn í þessari hernaðaráætlun Netanyahu var árásin á Al Aqsa moskuna í síðustu viku í Gömlu borginni Jerúsalem, sem er þriðji helgasti staður Íslams. Árásin minnir mjög á innrás Sharons á sama stað í septemberlok árið 2000, sem var þá leiðtogi Likud og í stjórnarandstöðu. Hann fékk stuðning Baraks þáverandi forsætisráðherra sem léði honum 3000 manna her, margir óeinkennisklæddir, sem ruddust í óleyfi inn á svæði moskunnar og vanhelguðu hana. Ég minnist þess ekki að þá hafi verið gengið jafn langt og nú, að ryðjast inn í moskuna sjálfa og skjóta þar á fólk með táragasi, hljóðsprengjum og gúmmíhúðuðum stálkúlum sem eru lífshættulegar. Innrásina árið 2000 launuðu ísraelskir kjósendur með því að gera slátrarann Sharon að forsætisráðherra árið eftir. Slátraranafnbótina fékk Sharon fyrir ábyrgð sína á fjöldamorðum í palestínskum flóttamannabúðum. Innrás Sharons í Al Aqsa var gerð til að kalla fram mótmæli og reiði Palestínumanna um land allt. Það var fyrirsjáanlegt, rétt einsog núna. Ísraelski herinn var tilbúinn í næsta skref, að ráðast á fólkið sem mótmælti og öll palestínsk sjúkrahús yfirfylltust. Ég kom til Jerúsalem örfáum dögum síðar með Guðbirni Björnssyni lækni og við upplifðum þennan hrylling með eigin augum þegar við héldum til Gaza og heimsóttum sjúkrahús þar. Hamas, eldflaugar og friðsamlegar leiðir Hamassamtökin sem fara með stjórnartauma á Gaza, lýstu því yfir um daginn að ef ísraelsk stjórnvöld stöðvuðu ekki árásirnar á hinn helga stað, Al Aqsa, þá myndu þeir svara fyrir sig með eldflaugum. Eldflaugavarnarkerfi kemur í veg fyrir að árásir frá hernaðarhópunum á Gaza hafi mikið að segja, en þær valda vafalítið hræðslu, auk þess sem óbreyttir borgarar hafa misst lífið. Það er lítil huggun fyrir þá sem falla á báða bóga, að vita að það er réttur hertekinnar þjóðar að berjast gegn hernámi og óvinaher, allt að höfuðborg þess. Palestínska þjóðin hefur hins vegar valið í gegnum sín samtök, að berjast með friðsamlegu móti og þannig hefur baráttan gegn ísraelska hernáminu fyrst og fremst átt sér stað í mörg ár og áratugi. Það eru meira en 30 ár síðan Fatah og PLO, Frelsissamtök Palestínu sögðu undir forystu Arafats skilið við vopnaða baráttu og nýverið náðust samningar milli Fatah og Hamas um inngöngu hinna síðarnefndu í heildarsamtökin PLO. Innganga Hamas í PLO felur í sér viðurkenningu á Ísraelsríki innan landamæranna frá 1967 og að höfuðáhersla sé á friðsamlega baráttu. Nýjar áherslur í Bandaríkjunum Ef Netanyahu fær að ráða þá dregst þetta stríð á langinn. Hann virðist borubrattur, en í rauninni er hann með allt niðrum sig. Biden-stjórnin hefur staðið fyrir mikilvægum breytingum til batnaðar í Bandaríkjunum, en þarf nú að fóta sig í þessu máli. Ástæða er til bjartsýni ef yfirlýsingar bandaríska gyðingsins Bernie Sanders eru marktækar, þá er eitthvað að rofa til. Eitt er víst að Netanyahu hlakkar ekki til að fá bandaríska aðstoðarutanríkisráðherrann Hady Amr sem Biden er að senda á hann, að sögn til að koma á friði. Öfugt við Trump-stjórnina sem studdist alfarið við zíonista, var til dæmis með sendiherra í Ísrael, sem átti að heita bandarískur gyðingur en var með ísraelskt vegabréf og liðsmaður hægri öfgaafla og landránsins. Nú bregður svo við að bandaríski friðarboðinn er Hady Amr, hátt skrifaður sérfræðingur í málefnum Austurlanda nær, sjálfur af arabískum toga, fæddur í Líbanon. Friðelskandi fólki ætti að leyfast að vona, að þetta boði gott, þótt oft sé erfitt að reikna út, hvort það er hundurinn sem veifar skottinu eða öfugt. Zíonisminn er landráns-nýlendustefna í sinni verstu mynd, en um leið skottið á bandarísku heimsvaldastefnunni. Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður Félagsins Ísland Palestína (1991-2016) og heiðursborgari í Palestínu (frá 2015) Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og aðgerðasinni í Palestínu
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar